119. fundur 06. nóvember 2017 kl. 09:00 - 11:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Hulda Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Skammbeinsstaðir 4, land 3, landskipti

1708002

Ríkharð Bjarni Björnsson óskar eftir landskiptum úr landi sínu, Skammbeinsstöðum 4 landi 3, landnr. 198921. Skipt verður út 4.517 m² spildu sem fær nafnið Þrastalundur og landnr. 225787. Stærð Skammbeinsstaða eftir skipti verður 10.495 m².
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

2.Árbæjarhellir land 2. Landskipti tveggja lóða

1710042

Landeigendur Árbæjarhellis lands 2 óska eftir að fá að skipta úr landi sínu tveimur lóðum. Fyrri lóðin, sem er skilgreind sem lóð fyrir verslun- og þjónustu, fengið nafnið Skjól, landnr. XXXXXX og stærð 3,1 ha. Seinni lóðin, sem áfram yrði skilgreind sem landbúnaðarlóð, fengi nafnið Villiskjól, landnr. XXXXXX og stærð yrði 1,25 ha. Engin mannvirki eru skráð á viðkomandi lóðir.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

3.Nes-Útivistarsvæði. Deiliskipulag

1710028

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera deiliskipulag af útivistarsvæðinu meðfram Ytri-Rangá við Nes.
Lagt fram til kynningar.

4.Hlyngerði, Svínhagi RS-1, deiliskipulag

1608029

Landeigendur hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði úr landi sínu. Skipulagðar verði 4 lóðir þar sem heimilt verði að byggja frístundahús og íbúðarhús. Tillagan var auglýst frá 19.4.2017 til og með 31.5.2017.
Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftiti vegna afmörkunar á verndarsvæði kringum fyrirhugaða borholu.
Skipulagsnefnd telur að tillagan hafi verið uppfærð m.t.t. framkominna athugasemda. Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Endurskoðun aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029

1710022

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur um nokkurt skeið unnið að heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Liggur nú fyrir tillaga að aðalskipulaginu og áður en sveitarstjórn tekur hana til afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hún hér send umsagnaraðilum til kynningar.
Við skoðun uppdrátta sveitarfélaganna kom í ljós ósamræmi í afmörkun á mörkum sveitarfélaganna beggja. Misræmi er við Ölmóðsey þar sem línur beggja uppdrátta eru ekki eins. Nefndin felur því skipulagsfulltrúa að kalla eftir nánari skýringum. Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við tillöguna.

6.Vindmyllur í Þykkvabæ. Breyting á deiliskipulagi

1710041

Steingrímur Erlingsson hefur fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir endurnýjun á vindmyllum sínum í Þykkvabæ. Breyting felur í sér hærra mastur og lengri spaða en eru á núverandi vindmyllum. Gerð er breyting í greinargerð sem lýtur að þeim atriðum. Afstaða núverandi vindmylla breytist ekki.
Skipulagsnefnd telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á lýsingu. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 telur skipulagsnefndin að breyting á vindmyllum sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal breytingin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

7.Efra-Sel 3E. Deiliskipulag

1710040

Landeigendur óska eftir heimild sveitarstjórnar til að deiliskipuleggja land sitt fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt skemmu og gistiskálum tengdum ferðaþjónustu.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem nefndin telur að skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins í ljósi þess með hvaða hætti uppbyggingu verður háttað.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Hostel Þykkvibær ehf. Byggingarleyfi fyrir skilti

1710027

Hostel Þykkvibær ehf sækir um leyfi til að setja upp skilti til auglýsingar á starfsemi sinni. Staðsetning er gegnt vegamótum Suðurlandsvegar og Þykkvabæjarvegar. Skiltið er 1 m á breidd og 2 m á hæð.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu. Unnið er að reglugerð um skilti innan þéttbýlis á Hellu.

9.Grásteinn, deiliskipulag aðkoma flatbytna í Ytri-Rangá

1506027

Landeigendur Grásteins hafa lagt fram tillögur að lausn á sínum málum vegna framkvæmda við árbakka Ytri-Rangár. Skipulagsfulltrúi óskaði eftir upplýsingum um stöðu mála með bréfi dags. 6.7.2017.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu landeigenda um að fylla skuli með möl fyrir mynni víkurinnar. Jafnframt skal fyllt með jarðvegi í víkina sjálfa uppfyrir vatnsborð árinnar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir við landeigendur.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?