123. fundur 08. janúar 2018 kl. 09:00 - 11:50 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Sævar Jónsson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Vindmyllur í Þykkvabæ. Breyting á deiliskipulagi

1710041

Steingrímur Erlingsson hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir endurnýjun á vindmyllum sínum í Þykkvabæ. Breyting felur í sér hærra mastur og lengri spaða en eru á núverandi vindmyllum. Tillagan var auglýst frá 15.11.2017 til og með 28.12.2017.
Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Guðmundur Harðarson með bréfi í tölvupósti 28.12.2017. Gerðar eru athugasemdir við nálægð við mörk jarðarinnar Smáratúns, og að nálægð við jörðina leiði af sér skerðingu á framtíðaráformum landeiganda á uppbyggingu jarðarinnar. Bréfritari talar um að skilningur íbúa hafi verið sá að umræddar vindmyllur ættu að vera tilraunaverkefni og nú sé orðið ljóst að verkefnið sé öllum til ama. Svo eru gerðar athugasemdir við hámarks framleiðslugetu nýrra vindmylla og lýst yfir áhyggjum með að nýjar vindmyllur geti afkastað meira en leyfi verði veitt fyrir. Minnt er á að ef orkuframleiðsla nýrra vindmylla verði að hámarki þurfi að fara fram mat á umhverfisáhrifum.
Jafnframt barst athugasemd í formi undirskriftalista þar sem 61 aðili gerðu athugasemdir við að með samþykkt tillögunnar myndi hljótast af veruleg sjón- og hljóðmengun íbúum til ama.
Í umsögn Heilbrigðiseftirlitsins kom fram ábending um að gera þurfi grein fyrir áhrifum rekstrar á hljóðvist í nágrenni við vindmyllurnar og jafnframt að framkvæmdin geti haft áhrif á landnotkun nærliggjandi jarða að teknu tilliti til takmarkana vegna hávaðamarka.
Skipulagsnefnd hefur farið vel yfir allar framkomnar athugasemdir. Skipulagsnefndin tekur tillit til fram kominna athugasemda og hafnar því tillögu framkvæmdaaðila um breytingu á gildandi deiliskipulagi.

2.Efra-Sel 3E. Deiliskipulag

1710040

Landeigendur hafa fengið heimild sveitarstjórnar til að leggja fram deiliskipulag af spildu úr landi sínu fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt skemmu og gistiskálum tengdum ferðaþjónustu. Tillaga deiliskipulags var auglýst frá 15.11.2017 til og með 28.12.2017. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni og Minjastofnun og voru ekki gerðar athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir bárust frá eigendum lóða á svæðinu þar sem gerðar voru athugasemdir við staðsetningu ásýnd. Einnig voru gerðar athugasemdir við fyrirkomulag á aðkomu að svæðinu og uppbyggingu vegar. Allar athugasemdir eru lagðar fram til umfjöllunar.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur rétt að aðkoma að lóðinni verði suðvestast á henni í samráði við skipulagsfulltrúa. Sjá yfirlit yfir athugasemdir og svör við þeim.
Nefndin telur rétt að framkomnar athugasemdir verði teknar saman í heildaryfirlit og samantekin svör send á alla aðila sem gerðu athugasemdir. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að senda svörin til viðkomandi aðila. Nefndin samþykkir tillöguna með breyttri aðkomu.

3.Breytingar á landnotkun í aðalskipulagi

1712003

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera nauðsynlegar breytingar á landnotkun fyrir nokkur svæði innan sveitarfélagsins. Breytingarnar eru:
Ægissíða 1, breyting úr landbúnaðarsvæði í íbúðarsvæði;
Lóð við Gíslholtsvatn, breyting úr frístundasvæði í verslunar- og þjónustusvæði;
Svínhagi SH-16, breyting úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði;
Gaddstaðir við Hróarslæk, breyting úr frístundasvæði í íbúðasvæði;
Hólsbakki við Þykkvabæ, breyting úr frístundasvæði í íbúða- eða landbúnaðarsvæði;
Hagi lóð 165215, breyting úr landbúnaðarsvæði í íbúðarsvæði;
Hagi v/Selfjall 1, breyting úr frístundasvæði í íbúðarsvæði;
Svínhagi SH-18, breyting úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði;
Efra-Sel 3B, breyting úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði;
Minna-Hof landspilda 1, breyting úr landbúnaðarsvæði í íbúðasvæði.

Lögð er fram lýsing skipulagsáætlunar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra

1305001

Endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Opinn kynningarfundur var haldinn þann 14. desember. Mættu um 40-50 manns á fundinn. Lagður fram minnislisti frá fundinum og farið yfir athugasemdir og ábendingar sem fram komu á fundinum.
Skipulagsnefnd fjallaði um þær athugasemdir og ábendingar sem fram hafa komið í kynningarferli tillögunnar.
Skipulagsnefnd samþykkir því fyrirliggjandi tillögu með lítilsháttar lagfæringum sem fram komu á fundinum. Skipulagsfulltrúa ásamt ÞTJ og YKJ verði falið að koma þeim lagfæringum í greinargerðina. Nefndin leggur til
að tillagan verði kynnt skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að því loknu.

5.Kaldakinn og Klettholt, Deiliskipulag

1703041

Marteinn Hjaltested og Lea H. Ólafsdóttir, eigendur Hestahofs ehf, hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt, Köldukinn, landnr. 165092.
Gert verði ráð fyrir 3 landspildum á stærðarbilinu 8-20 ha sem eru ætlaðar til landbúnaðar.
Á hverri spildu verði möguleiki á byggingu íbúðarhúss, gestahúss og útihúss.
Ennfremur verður gert ráð fyrir frekari uppbygginu á landi jarðarinnar í þágu nýtingu jarðarinnar til landbúnaðar, s.s. nýtt íbúðarhús og reiðskemma.
Gildandi deiliskipulagi á jörðinni verður breytt eða fellt úr gildi. Tillagan var auglýst frá 22.6.2017 til og með 3.8.2017. Athugasemdir bárust frá Minjastofnun þar sem óskað var eftir að fornminjar yrðu skráðar á uppdráttinn og frá Vegagerðinni sem samþykkti báðar tengingar inná Árbæjarveginn með skilyrði um að tengingunni við námuna yrði lokað. Í afgreiðslu Skipulagsstofnunar með bréfi dags. 4.9.2017 kom fram að athugasemdir voru gerðar vegna byggingarmagns sem tilheyrði Klettholti og að það væri ekki í samræmi við ákvæði aðalskipulagsins um fjölda bygginga á landi lögbýla þar sem Klettholt væri einungis um 20 ha. Þá kom fram ábending um að reiðstíga vantaði á uppdráttinn.
Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Landeigandi hefur fallið frá skipulagi fyrir Klettholt að sinni og því er einungis um að ræða skipulag sem tilheyrir Köldukinn. Nefndin telur því að búið sé að koma til móts við fram komnar athugasemdir og telur ekki þörf á að tillagan verði auglýst að nýju. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

6.Efra-Sel 3B. Umsókn um breytingu á landnotkun í aðalskipulagi.

1712027

Eigendur landspildunnar Efra-Sel 3B óska eftir að gerðar verði breytingar á landnotkun, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í frístundasvæði í aðalskipulagi. Gert verði ráð fyrir 5-6 lóðum undir frístundahús.
Skipulagsnefnd samþykkir að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi fyrir svæðið og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá gögnum í sameiginlega lýsingu fyrir fleiri breytingar.

7.Minna-Hof landspilda 1. Umsókn um breytingu á landnotkun í aðalskipulagi

1712028

Ingi Ingvarsson fyrir hönd félagsins Litla-Hofs ehf, 420508-0690, óskar eftir að gerðar verði breytingar á landnotkun fyrir land sitt, þar sem núverandi landbúnaðarlandi verði gert að íbúðarsvæði í aðalskipulagi. Áform eru um skiptingu landsins í stórar, rúmgóðar, íbúðarhúsalóðir.
Skipulagsnefnd samþykkir að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi fyrir svæðið og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá gögnum í sameiginlega lýsingu fyrir fleiri breytingar.

8.Rangárbakki 2. Breytt notkun úr verslun í þjónustuhúsnæði

1710023

Rent-Leigumiðlun óskar eftir að fá að breyta notkun núverandi verslunarhúsnæðis í þjónustuhúsnæði fyrir gistiskála á lóð nr. 2 við Rangárbakka. Jafnframt óskar lóðarhafi eftir heimild til að setja niður lítil ca. 12. m² smáhýsi skv. meðfylgjandi teikningu. Lagt fram bréf lóðarhafa.
Erindinu er hafnað.

9.Þrúðvangur 18, Ný bílastæði

1711040

Guðmundur Einarsson fyrir hönd Fannbergs viðskiptafræðinga ehf óskar eftir að fá að gera nýtt bílastæði á lóðinni með aðgengi frá Útskálum. Áformað er að tvískipta notkun hússins. Annars vegar verður skrifstofa KPMG með núverandi inngang frá Þrúðvangi í húsnæðið og hins vegar verður skrifstofa Fannbergs fasteignasölu með inngang frá Útskálum. Lögð eru fram ný gögn frá síðasta fundi.
Erindinu er hafnað.

Fundi slitið - kl. 11:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?