126. fundur 09. apríl 2018 kl. 09:00 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Sævar Jónsson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Hvammsvirkjun, Mat á umhverfisáhrifum

1705060

Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun liggur nú fyrir. Skipulagsstofnun telur að matsskýrslan uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og að umhverfisáhrifum hafi verið lýst á fullnægjandi hátt.
Lagt fram til kynningar

2.Bjálmholt / Beindalsholt. Deiliskipulag

1801026

Landeigendur að Beindalsholti, landnr. 194944 og Bjálmholti, landnr. 216675 hafa fengið heimild sveitarstórnar til að deiliskipuleggja spildur sínar. Gert er ráð fyrir byggingareitum fyrir íbúðarhús og skemmu. Auk þess er gert ráð fyrir nýjum aðkomuvegi að Bjálmholti 216675. Tillagan var auglýst frá 21.2.2018 til og með 4.4.2018. Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum. Annars vegar frá eigendum Beindalsholts 1 þar sem gerðar eru athugasemdir við aðkomuveg ásamt staðsetningu á byggingareit 2. Frá eigendum Bjálmholts (landnr. 165072) eru gerðar athugasemdir við að nafnið á skipulagstillögunni, sérstaklega tengingin við Bjálmholt, geti haft villandi áhrif ásamt því að ekki liggi fyrir samþykkt um sýnda aðkomu inná spilduna Bjálmholt land (landnr. 216675). Athugasemd barst einnig frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands þar sem óskað var eftir nákvæmari skilgreiningu á vatnsverndarsvæði nærliggjandi vatnsbóls í Bjálmholti.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og leggur til að afgreiðslu verði frestað þar til brugðist hefur verið við fram komnum athugasemdum.

3.Eirð. Lóð úr landi Haga við Gíslholtsvatn, 165214, Umsókn um skipulag

1710007

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið ehf hefur fengið heimild sveitarstjórnar til að deiliskipuleggja lóð sína fyrir starfsemi leiðtoga- og kyrrðarseturs. Áform eru uppi um byggingar á gistiskálum og kennslustofum. Kallað hefur verið eftir undanþágu ráðuneytis vegna fjarlægðar frá vatni. Lögð er fram beiðni frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um afstöðu sveitarstjórnar gagnvart veitingu undanþágunnar.
Skipulagsnefnd leggur til að undanþága verði ekki veitt frá grein 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 um fjarlægð frá ám og vötnum, þar sem nefndin telur að nægilegt pláss sé til staðar ofan við núverandi bústað.

4.Snjallsteinshöfði 1a. Deiliskipulag

1801020

Jón Hjörtur Skúlason hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir spildu úr landi sínu, Snjallsteinshöfða 1a, skv. uppdrætti frá Gísla Gíslasyni Eflu verkfræðistofu, dags. 5.1.2018. Tillagan tekur til 5 lóða fyrir frístundahús, einnar fyrir útihús/skemmu auk einnar lóðar fyrir íbúðarhús. Tillagan var auglýst frá 21.2.2018 til og með 4.4.2018. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

5.Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra

1305001

Endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Lögð er fram tillaga að aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 eftir smávægilegar lagfæringar frá síðasta fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Minna-Hof. Tilkynning um skógrækt.

1804005

Íris Anna Karlsdóttir tilkynnir til sveitarstjórnar áform sín um skógrækt á u.þ.b. 21 ha spildu úr landi sínu, Minna-Hofi, landnr. 164532.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um áform um skógrækt á 21 ha svæði á landi sínu. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 ef umsagnir umsagnaraðila verða jákvæðar.

7.Öldusel. Deiliskipulag

1803014

Viðar Jónsson óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af lóðum sínum. Gert er ráð fyrir nýrri aðkomu frá Keldnavegi, byggingareitum undir núverandi íbúðarhús, frístundahús og skemmu.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á lýsingu. Umrætt svæði er skilgreint sem landbúnaðarland í aðalskipulagi. Nefndin gerir þó athugasemd við fyrirliggjandi tillögu þess eðlis að sýna þurfi aðkomur að lóðum 1 og 4 á svæðinu, svo ekki komi til ágreinings á síðari stigum.

8.Urðir. Heimild til skipulags.

1803039

Eigendur Urða, landnr. 198745, óska eftir heimild sveitarstjórnar til að deiliskipuleggja spildu sína. Áform eru um skiptingu svæðisins í 6 lóðir, þar sem heimilt verði að byggja sumarhús á hverri lóð. Lóðin er skilgreind sem frístundasvæði í gildandi aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að áformin samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á lýsingu. Umrætt svæði er skilgreint sem frístundasvæði í aðalskipulagi.

9.Strútur. Deiliskipulag við Strútsskála

1804004

Oddur Hermannsson fyrir hönd Ferðafélagsins Útivistar óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af svæðinu við Strútsskála innaf Mælifellssandi.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Nefndin leggur til að skipulagáætlanir verði unnar í fullu samráði við skipulagsfulltrúa.

10.Ölver. Tilkynning um skógrækt 25 ha

1804002

Björgvin Filippusson tilkynnir til sveitarstjórnar áform sín um skógrækt á u.þ.b. 25 ha spildu úr landi sínu, Ölveri, landnr. 224946. Umsögn liggur fyrir frá Minjastofnun og Skógræktinni þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við áformin.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um áform um skógrækt á 25 ha svæði á landi sínu. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

11.Ný reglugerð um vegi í náttúru Íslands

1804001

Reglugerð nr. 260/2018 um vegi í náttúru Íslands samkvæmt lögum um náttúruvernd.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?