128. fundur 04. júní 2018 kl. 09:00 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
  • Hulda Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Kaldakinn 165092. Landskipti

1805059

Landeigendur Köldukinnar L165092 óska eftir að skipta úr landi sínu 5 spildum, Sólstað, Lxxxxxx, 112,3 ha; Köldukinn 2, Lxxxxxx, 26,6 ha; Köldukinn 3A, Lxxxxxx, xx ha; Köldukinn 3B, Lxxxxxx, xxha og Köldukinn 3C, Lxxxxxx, xxha. Kaldakinn L165092 verður xx ha eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

2.Ægissíða 1, lóð C og D. Sameining lóða

1805049

Kjartan Jóhannsson og Guðrún B. Ægisdóttir óska eftir að fá að sameina lóðir C og D í eina lóð, Ægisbrún.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða sameiningu lóðanna.

3.Efra-Sel 3E. Kæra 18/2018 vegna ákvörðunar sveitarstjórnar

1802023

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendir afrit kæru dags. 7. febrúar sl. ásamt fylgiskjölum, móttekin af nefndinni 9. febrúar sl., vegna samþykkta og meðhöndlunar sveitarstjórnar á breytingum á deiliskipulagi á landspildu Efra Seli í Rangárþingi ytra. Úrskurðarnefndin hefur vísað málinu frá þar sem lögbundinni afgreiðslu er ekki lokið.
Lagt fram til kynningar
Fylgiskjöl:

4.Efra-Sel 3E. Kæra 19/2018 vegna ákvörðunar sveitarstjórnar

1802038

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendir afrit kæru dags. 7. febrúar sl. ásamt fylgiskjölum, móttekin af nefndinni 9. febrúar sl., vegna samþykkta og meðhöndlunar sveitarstjórnar á breytingum á deiliskipulagi á landspildu Efra Seli í Rangárþingi ytra. Úrskurðarnefndin hefur vísað málinu frá þar sem lögbundinni afgreiðslu er ekki lokið.
Lagt fram til kynningar
Fylgiskjöl:

5.Öldur III seinni hluti, deiliskipulag íbúðarsvæðis

1703009

Rangárþing ytra skoðar möguleika á stækkun íbúðarsvæðis á Öldum III. Lögð er fram tillaga.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Lundur og Nes. deiliskipulag

1602048

Rangárþing ytra og stjórn Lundar dvalarheimilis hafa samþykkt að deiliskipulag við Lund verði tekið til endurskoðunar. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lóðamörk á efstu lóðinni að austanverðu eigi þó að verða samsíða byggingu þannig að lóðin verði spegilmynd af lóðinni næst Rangá. Lagt er til að nafn götunnar norðan við Lund verði Lundartún.

7.Hagi lóð L198458. Breyting á landnotkun

1805035

Sólveig Ólafsdóttir, eigandi Haga lóðar L198458, stærð 41,5 ha, óskar eftir að fá að leggja fram deiliskipulag fyrir svæði sitt undir hesta- og ferðaþjónustu. Jafnframt er óskað eftir að nauðsynlegar breytingar verði gerðar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi landbúnaðarland verði gert að verslunar- og þjónustusvæði. Óskað er eftir því að umrædd breyting verði tekin undir endurskoðun aðalskipulagsins sem nú er í ferli.
Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022 þar sem viðkomandi svæði verði gert að verslunar- og þjónustusvæði í stað landbúnaðar. Nefndin telur að skilgreina eigi betur stærð þess svæðis sem fara á undir verslunar- og þjónustu eingöngu undir væntanlegar byggingar og vegi. Nefndin telur ekki hægt að verða við beiðni umsækjenda um að viðkomandi breyting verði felld undir endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nú er í ferli, þar sem tillagan bíður nú heimildar Skipulagsstofnunar til auglýsingar.

8.Efra-Sel 3E. Deiliskipulag

1710040

Landeigendur hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt skemmu og gistiskálum tengdum ferðaþjónustu. Borist hafa athugasemdir frá Skipulagsstofnun eftir auglýsingu tillögunnar þar sem stofnunin telur vafa leika á hvort skipulagið sé í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir Skipulagsstofnunar. Nefndin telur að áherslur skipulagstillögunnar séu í fullkomnu samræmi við stefnu í aðalskipulagi og að það álit nefndarinnar hafi verið grundvöllur þess að ekki var krafist lýsingar. Jörðin Efra-Sel 3E er lögbýli og er stofnuð út úr jörðinni Efra-Seli, eins og margar aðrar lóðir á svæðinu. Heimilt er að reisa allt að þrjú íbúðarbús á jörð, í þessu tilfelli Efra-Seli, sem ekki tengjast viðkomandi búrekstri en rétt er að ítreka að landið verði áfram landbúnaðarland, jafnvel nýtt til beitar, líkt og verið hefur. Umrætt land í Efra-Seli hefur hingað til ekki þótt henta til ræktunar og engar líkur benda til að það verði tekið til ræktunar á næstu árum þar, auk þess sem ekkert styður það að þetta svæði henti yfirleitt til jarðræktar. Þá sé það markmið sveitarfélagsins að bjóða upp á fjölbreytt búsetuúrræði og það sé mikil eftirspurn eftir búsetu í dreifbýli þar sem hægt sé að vinna staðbundið og eftir atvikum sækja atvinnu að. Fjölmargir, sem hafa staðbundna atvinnu af landbúnaði, fiskeldi eða ferðaþjónustu í sínu nærumhverfi, sækja einnig vinnu að t.d. til Hellu, Hvolsvallar eða Selfoss, jafnvel lengra til. Einnig hefur ljósleiðaratenging inn á hvert heimili breytt verulega atvinnumöguleikum í dreifbýli sveitarfélagsins. Því sé hægt að stunda staðbundna atvinnu víðast hvar í sveitarfélaginu sem fram kemur í landsskipulagsstefnu (kafli 2.1). Það sé því mat sveitarstjórnar að uppbygging í Efra- Seli sé í samræmi við landsskipulagsstefnu og aðalskipulag sveitarfélags þar sem fram kemur m.a. að stuðla skuli að fjölbreyttu lóðaframboði og að landbúnaður verði áfram stundaður með eðlilegum þróunarmöguleikum ýmissa atvinnugreina sem henti slíkum svæðum.

9.Hrólfstaðahellir, deiliskipulag

1307013

Eiður Kristinsson og Anna Björg Stefánsdóttir hafa fengið heimild til að deiliskipuleggja úr landi sínu undir 3 frístundalóðir, eina íbúðarhúsalóð og stækkun á útihúsum. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Nes-Útivistarsvæði. Deiliskipulag

1710028

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera deiliskipulag af útivistarsvæðinu meðfram Ytri-Rangá við Nes. Lögð er fram endurbætt tillaga frá síðustu meðferð.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fylgiskjöl:

11.Maríuvellir. Deiliskipulag

1805042

Ari Árnason óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir byggingareit sem tiltekur byggingu íbúðarhúss, bílskúrs og skemmu auk þess að sýnd er aðkoma að umræddum byggingareit. Aðkoma er frá Rangárvallavegi (nr. 264) og um Gilsbakkaveg (nr. 2745).
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Suðurlandsvegur 1-3. Hugmyndir að breyttu skipulagi bílastæða

1805015

Oddur Víðisson fyrir hönd Suðurlandsvegar 1-3 leggur fram hugmyndir að nýrri ásýnd Miðjunnar ásamt tillögu að breytingu á bílastæðum og aðkomu að byggingunni.
Lagt fram til kynningar.

13.Eirð. lóð úr landi Haga við Gíslholtsvatn, Byggingarleyfi

1805044

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið ehf hefur fengið heimild sveitarstjórnar til að deiliskipuleggja lóð sína fyrir starfsemi leiðtoga- og kyrrðarseturs. Áform eru uppi um byggingar á gistiskálum og kennslustofum. Sótt hefur verið um stækkun núverandi húsnæðis. Jafnframt er hér sótt um leyfi til að setja niður 3 gistiskála skv. tillögu að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við áform umsækjenda og leggur til að veitt verði leyfi fyrir viðkomandi gistiskálum með fyrirvara um að staðsetning þeirra verði skv. framlagðri tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið sem er í ferli.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?