1.Landmannalaugar stöðuleyfi
1806014
Slysavarnafélagið Landsbjörg óskar eftir stöðuleyfi fyrir hálendisaðstöðu sína í Landmannalaugum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við veitingu stöðuleyfis fyrir hálendisaðstöðu í Landmannalaugum. Gert er ráð fyrir að staðsetning verði sú sama og undanfarin ár.
2.Lóðir vestan Gaddstaðavegar við Hróarslæk
1806031
Sigurður Haukur Einarsson, eigandi lóða nr. 20, 21 og 22 við Gaddstaði óskar eftir heimild til að stækka byggingareiti sína innar í skóginn og þar með reisa byggingar í skógarjaðrinum, frekar en utan við hann.
Skipulagsfulltrúi tilkynnti að fleiri eigendur lóða á svæðinu hefðu hug á samskonar áformum og umsækjandi. Nefndin gerir ekki athugasemdir við áformin. Skipulagsnefnd leggur til að við gerð nýs deiliskipulags fyrir svæðið, verði tekið tillit til umræddrar óskar.
3.Jarlsstaðir. greinargerð vegna mengunar
1807001
Tekið hefur verið saman yfirlit og álit Umhverfisstofnunar um áhrif hugsanlegrar
mengunar alifuglabús að Jarlsstöðum á umhverfið skv. upplýsingaskildu Umhverfisstofnunar til almennings og viðeigandi aðila sbr. viðauka IV í reglugerð nr. 550/2018
um losun frá atvinnurekstri og mengunareftirlit. Óskað er eftir umsögn frá Rangárþingi ytra.
mengunar alifuglabús að Jarlsstöðum á umhverfið skv. upplýsingaskildu Umhverfisstofnunar til almennings og viðeigandi aðila sbr. viðauka IV í reglugerð nr. 550/2018
um losun frá atvinnurekstri og mengunareftirlit. Óskað er eftir umsögn frá Rangárþingi ytra.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við framlagt álit Umhverfisstofnunar.
4.Stekkjarkot. Deiliskipulag
1806015
Heimir Hafsteinsson sækir um heimild til að deiliskipuleggja spildu sína. Gert verði ráð fyrir afmörkun byggingareita fyrir frístundahús og gestahús. Spildan er á skilgreindu frístundasvæði í aðalskipulagi.
Vegna nálægðar byggingareits við lóðamörk telur nefndin þörf á að grenndarkynna áform umsækjanda til nærliggjandi lóðarhafa. Ef engar athugasemdir berast innan tilskilins frests til athugasemda, sem skal að lágmarki vera 4 vikur, leggur nefndin til að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 án frekari afgreiðslu.
5.Öldusel. Deiliskipulag
1803014
Viðar Jónsson hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af lóðum sínum. Gert er ráð fyrir nýrri aðkomu frá Keldnavegi, byggingareitum undir núverandi íbúðarhús, frístundahús og skemmu. Athugasemdir hafa borist frá nærliggjandi landeiganda ásamt ábendingum frá Vegagerðinni.
Frestað til næsta fundar.
6.Landmannalaugar, deiliskipulag
1310038
Rangárþing ytra hefur auglýst til gildistöku, deiliskipulag fyrir Landmannalaugar. Athugasemdir bárust frá Ferðafélagi Íslands eftir að deiliskipulagið tók gildi þess efnis að um formlega ágalla sé að ræða í auglýstu deiliskipulagi. Meðfylgjandi er bréf frá Ferðafélagi Íslands.
Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Ferðafélags íslands og leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að gera eftirfandi breytingar á texta greinargerðar í gildandi deiliskipulagi, sem nefndin telur jafnframt vera óverulegar:
Grein 3.1.4 Skáli Ferðafélags Íslands
Eftirfarandi texti komi eftir fyrstu málsgrein:
Áfram er gert ráð fyrir gistingu í skála Ferðafélags Íslands og er þar gistipláss fyrir 78 gesti. Heimilt er að breyta starfsemi hússins í móttökuhús eða annað sambærilegt, í samræmi við þróun svæðisins og
uppbyggingu norðan við Námshraun á komandi árum.
Grein 2.2 Áfangaskipting
Á undan síðustu setningu undir Áfanga 2 komi:
Ekki er gert ráð fyrir að salernishús eða skálavarðarhús verði fjarlægt fyrr en sambærileg starfsemi hefur byggst upp á öðrum stöðum.
Breytingartexti sem settur var inn undir lið Áfanga 3 verði felldur brott.
Nefndin ítrekar að hún telji að um óverulegar breytingar séu að ræða þar sem eingöngu er verið að hnykkja á þegar samþykktum atriðum í greinargerð.
Grein 3.1.4 Skáli Ferðafélags Íslands
Eftirfarandi texti komi eftir fyrstu málsgrein:
Áfram er gert ráð fyrir gistingu í skála Ferðafélags Íslands og er þar gistipláss fyrir 78 gesti. Heimilt er að breyta starfsemi hússins í móttökuhús eða annað sambærilegt, í samræmi við þróun svæðisins og
uppbyggingu norðan við Námshraun á komandi árum.
Grein 2.2 Áfangaskipting
Á undan síðustu setningu undir Áfanga 2 komi:
Ekki er gert ráð fyrir að salernishús eða skálavarðarhús verði fjarlægt fyrr en sambærileg starfsemi hefur byggst upp á öðrum stöðum.
Breytingartexti sem settur var inn undir lið Áfanga 3 verði felldur brott.
Nefndin ítrekar að hún telji að um óverulegar breytingar séu að ræða þar sem eingöngu er verið að hnykkja á þegar samþykktum atriðum í greinargerð.
Ráðgjafar sveitarfélagsins Gísli Gíslason og Ásgeir Jónsson frá Eflu sitja fyrir svörum og skýra þær áherslur sem komið hafa fram í endurskoðun aðalskipulagsins.
7.Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra
1305001
Endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins hefur verið send til afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Lögð er fram tillagan að aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til kynningar fyrir nýtt nefndarfólk ásamt tillögum að leiðréttingum vegna athugasemda og ábendinga frá Skipulagsstofnun.
Fjallað var um athugasemdir og ábendingar Skipulagsstofnunar ásamt því að farið var yfir ýmis áhersluatriði nýrrar nefndar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Gísli Gíslason og Ásgeir Jónsson víkja af fundi. Formaður þakkar þeim góða yfirferð.
8.Efra-Sel 3E. Deiliskipulag
1710040
Landeigendur hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt skemmu og gistiskálum tengdum ferðaþjónustu. Borist hafa ítrekaðar athugasemdir frá Skipulagsstofnun eftir auglýsingu tillögunnar þar sem gerðar eru athugasemdir við tengsl við aðalskipulag sveitarfélagsins, þó að liggi fyrir rökstuðningur sveitarstjórnar við fyrri athugasemdum.
Skipulagsnefnd ítrekar fyrri umsögn sína. Nefndin telur jafnframt að mismunandi skilningur skipulagsnefndar og þar með sveitarstjórnar annars vegar og Skipulagsstofnunar hins vegar á skilgreiningu lögbýlis og bújarðar í aðalskipulagi megi ekki verða til þess að kollvarpa áformum landeigenda eins og hér virðist raunin. Umrædd jörð er skráð sem lögbýli og áform eigenda eru þau að setjast að á henni með sitt lögheimili, áður en ráðist verður í umrædda ferðaþjónustu.
Nefndin telur fullreynt að vonast eftir sama skilningi við Skipulagsstofnun og leggur því til að tillagan verði auglýst til birtingar í B-deild stjórnartíðinda með athugasemdum stofnunarinnar.
Nefndin telur fullreynt að vonast eftir sama skilningi við Skipulagsstofnun og leggur því til að tillagan verði auglýst til birtingar í B-deild stjórnartíðinda með athugasemdum stofnunarinnar.
Fundi slitið - kl. 18:00.