3. fundur 29. ágúst 2018 kl. 16:00 - 18:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Steindór Tómasson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Svínhagi 164560. Breyting á aðalskipulagi

1808047

Einar Hlér í umboði Guide to Iceland ehf eiganda jarðarinnar Svínhaga L164560 óskar eftir að sveitarfélagið heimili breytingu á landnotkun í aðalskipulagi, þar sem núverandi landnotkun verði breytt úr landbúnaðarnotkun í verslunar- og þjónustunotkun. Áformuð er uppbygging gistiþjónustu á svæðinu.
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um breytingar á landnotkun. Núverandi lóð er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir afmarkaða spildu úr landi sínu. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda en afmarka þarf betur stærð svæðisins. Nefndin telur rétt að umrædd breyting á landnotkun fyrir umrætt svæði úr landi Svínhaga verði færð undir endurskoðun aðalskipulagsins sem er í ferli. Nefndin vill árétta að ef um byggingu hótels verður að ræða þarf að tilkynna um slíkt til Skipulagsstofnunar, skv. lið 12.05 í lögum um mat á umhverfisáhrifum.

2.Svínhagi L6A. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

1808048

Þorsteinn Geirharðsson arkitekt fyrir hönd eigenda að spildu í Svínhaga, merkt L6a, óskar eftir að sveitarfélagið heimili breytingu á landnotkun í aðalskipulagi, þar sem núverandi landnotkun verði breytt úr landbúnaðarnotkun í verslunar- og þjónustunotkun. Áformuð er uppbygging gistiþjónustu á svæðinu ásamt tilheyrandi þjónustubyggingum ásamt íbúðarhúsi.
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um breytingar á landnotkun. Núverandi lóð er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda. Nefndin telur rétt að umrædd breyting á landnotkun fyrir lóð L6A verði færð undir endurskoðun aðalskipulagsins sem er í ferli.

3.Efri-Rauðalækur land, L165078. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

1808049

Erlendur Karl Ólafsson í umboði landeiganda að Efri-Rauðalæk landi L205549 óskar eftir að sveitarfélagið heimili breytingu á landnotkun í aðalskipulagi, þar sem núverandi landnotkun verði breytt úr landbúnaðarnotkun í verslunar- og þjónustunotkun. Áformuð er uppbygging gistiþjónustu á svæðinu.
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um breytingar á landnotkun. Núverandi lóð er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir afmarkaða spildu úr landi sínu. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda. Nefndin telur rétt að umrædd breyting á landnotkun fyrir spilduna verði færð undir endurskoðun aðalskipulagsins sem er í ferli. Nefndin vill árétta að ef um byggingu hótels verður að ræða þarf að tilkynna um slíkt til Skipulagsstofnunar, skv. lið 12.05 í lögum um mat á umhverfisáhrifum.

4.Hagi lóð L198458. Breyting á landnotkun

1805035

Sólveig Ólafsdóttir, eigandi Haga lóðar L198458, stærð 41,5 ha, óskar eftir að fá að leggja fram deiliskipulag fyrir svæði sitt undir hesta- og ferðaþjónustu ásamt svæðum undir frístundasvæði. Jafnframt er óskað eftir að nauðsynlegar breytingar verði gerðar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi landbúnaðarland verði gert að verslunar- og þjónustusvæði og frístundasvæði. Óskað er eftir því að umrædd breyting verði tekin undir endurskoðun aðalskipulagsins sem nú er í ferli.
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um breytingar á landnotkun. Núverandi jörð er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta úr jörð sinni. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda. Nefndin telur rétt að umrædd breyting á landnotkun fyrir spilduna verði færð undir endurskoðun aðalskipulagsins sem er í ferli.
Ásgeir Jónsson fór yfir fram komnar áherslur.

5.Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra

1305001

Endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins hefur verið send til afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Athugasemdir og ábendingar hafa borist frá stofnuninni. Lögð er fram uppfærð tillaga að aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem búið er að taka tillit til fram kominna ábendinga og athugasemda. Í bréfi Skipulagsstofnunar kom einnig fram að heimild sé til að auglýsa tillöguna. Bætt hefur verið inn áherslum nýrrar skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd fjallaði um nýjar og eldri áherslur og telur að búið sé að taka tillit til athugasemda og ábendinga við gerð núverandi tillögu. Endanlegri afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Ásgeiri jónssyni þakkað fyrir góða yfirferð.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?