4. fundur 11. september 2018 kl. 18:00 - 19:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Steindór Tómasson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Haraldur Eiríksson vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis vegna tengsla við umsækjanda.

1.Lýtingsstaðir L165121. Landskipti

1809001

Landeigendur að Lýtingsstöðum L165121 óska eftir að fá að skipta lóð úr landi sínu. Lóðin er um 1 ha að stærð, landeignanúmerið Lxxxxxx og fær nafnið Lýtingsstaðir spilda 3.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.
Haraldur kemur aftur á fundinn.

2.Hjallanes 2. Landskipti

1808052

Landeigandi óskar eftir að skipta úr landi sínu, lóð undir vatnstank fyrir Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps. Lóðin er 914 m2 að stærð og með landeignanúmerið L227341. Lóðin fær nafnið Fagrabrekka vatnstankur.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Nefndin gerir ekki athugasemdir við nafnið.

3.Leirubakki, Landskipti

1808055

Eigendur Leirubakka L164988 óska eftir heimild sveitarstjórnar til að skipta úr landi sínu. Skipt er út úr jörðinni Leirubakka, Leirubakka 2 sem er um 557,2 ha að stærð. Hvolsvallarlína 1, 66 kV háspennulína, liggur um land Leirubakka 2 og er helgunarsvæði hennar 25 m breitt. Innan Leirubakka 2 eru 85 frístundalóðir sem áður hefur verið skipt út úr Leirubakka (164988). Gerð er grein fyrir þeim lóðum í kafla 2.4 í meðfylgjandi greinargerð. Landskiptin taka ekki til þeirra lóða. Stærð leirubakka L164988 verður u.þ.b. 240 ha eftir skiptin en nákvæm afmörkun liggur ekki fyrir.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

4.Landsskipti Efra Sel 2

1809008

Indriði Björnsson óskar eftir landskiptum úr Efra-seli 2, L199261. Skipt verður út 8,6 ha spildu með L227429. Efra-Sel 2, L199261 verður 5,95 ha eftir landskiptin.
Jafnframt er óskað eftir að nafn spildunnar verði Grófarsel.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Nefndin gerir jafnframt ekki athugasemdir við áformað nafn spildunnar.

5.Landmannalaugar, stöðuleyfi fyrir rafstöðvarhús

1808054

FÍ óskar eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir rafstöðvarhúsinu sem stendur við varnargarð.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði stöðuleyfi frá og með 1. október 2018 til og með 30. september 2019.

6.Akurbrekka. Tilkynning um skógrækt

1808057

María E. Ingvadóttir tilkynnir til sveitarstjórnar áform sín um skógrækt á u.þ.b. 102,3 ha spildu úr landi sínu, Minna-Hofi, landnr. 177460.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um áform um skógrækt á 102,3 ha svæði á landi sínu. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

7.Ferðamenn í Rangárþingi ytra 2008-2017

1808053

Út er komin skýrsla frá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf fyrir Rangárþing ytra sem ber nafnið Ferðamenn í Rangárþingi ytra 2008-2017.
Lagt fram til kynningar.

8.Norðurljósarannsóknarstöðin Austurbæjarmýri. Byggingarleyfi

1809005

Gunnlaugur Björnsson fyrir hönd Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands óskar eftir leyfi til að endurnýja núverandi norðurljósamöstur í Austurbæjarmýri. Fjarlægja þarf gömlu loftnetin, alls 20 loftnet. Sett yrðu ný loftnet í staðinn, mun minni og fyrirferðaminni. Vírar yrðu strengdir á milli þeirra.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að veitt verði byggingarleyfi til að fjarlægja núverandi loftnet og sett ný í staðinn þegar samkomulag liggur fyrir á milli eigenda umrædds svæðis um áframhaldandi leigu á landi og staðsetning nýrra mastra verði skilgreind.

9.Fjarkaland. Skipulagsmál

1804030

Magnús Garðarsson og Ingibjörg Petra Guðmundsdóttir hafa fengið heimild til að deiliskipuleggja hluta úr landi sínu úr Norður-Nýjabæ, svokölluðu Fjarkalandi. Jafnframt hefur verið samþykkt að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi fyrir landið. Núverandi landnotkun er landbúnaður. Ætlunin er að hluti landsins sem snýr að Þykkvabæjarvegi verði frístundasvæði en sá hluti sem snýr að Ástarbrautinni verði verslunar- og þjónustusvæði. Landeigandi leggur fram beiðni um að fá að tengja væntanlegt verslunar- og þjónustusvæði við Ástarbrautina.
Skipulagsnefnd telur eðlilegt að væntanlegt verslunar- og þjónustusvæði skuli tengt Ástarbrautinni í stað þess að tengjast í gegnum væntanlegt frístundasvæði inná Þykkvabæjarveg. Nefndin leggur því til að umrædd tenging verði skilgreind nánar á uppdrætti deiliskipulags fyrir svæðið.

10.Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra

1305001

Endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins hefur verið send til afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Athugasemdir og ábendingar hafa borist frá stofnuninni. Lögð er fram uppfærð tillaga að aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem búið er að taka tillit til fram kominna ábendinga og athugasemda. Í bréfi Skipulagsstofnunar kom einnig fram að heimild sé til að auglýsa tillöguna. Bætt hefur verið inn áherslum nýrrar skipulagsnefndar. Endanlegri afgreiðslu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar. Lögð er fram endanleg tillaga aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028.
Nefndin telur þær viðbætur sem bæst hafa við á síðari stigum ekki þess eðlis að um grundvallarbreytingar séu að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028 og leggur til að hún verði send til umsagnar og auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnaraðilar eru tilgreindir í greinargerð tillögunnar.

11.Hrólfstaðahellir, deiliskipulag

1307013

Eiður Kiristinsson og Anna Björg Stefánsdóttir hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi að landi sínu undir 3 frístundalóðir, eina íbúðarhúsalóð og stækkun á útihúsum. Lögð er fram ný tillaga frá síðasta fundi þar sem búið er að bæta við þeim atriðum sem athugasemdir Minjastofnunar og Umhverfisstofnunar tóku til.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 19:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?