5. fundur 08. október 2018 kl. 16:00 - 18:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Oddspartur sameining

1809019

Þórólfur Antonsson og Hrönn Vilhelmsdóttir fyrir hönd félagsins Loka 28 ehf, óska eftir að sameina lóðir sínar, Oddspartur lóð L204612 og Oddspartur lóð L204613 í eina lóð, Oddspartur Loki, sem héldi fyrra landeignanúmeri. Oddspartur Loki, L204612 verður 67.240,8 m2 eftir sameiningu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformaða sameiningu spildnanna. Nefndin gerir heldur ekki athugasemdir við nafn spildunnar.

2.Lunansholt 1. Landskipti

1809025

Landeigendur Lunansholts 1, L164990, óska eftir að skipta úr landi sínu alls 9 spildum skv. meðfylgjandi uppdrætti og greinargerð frá Eflu, dags. 31.8.2018.
Spildurnar verði Lunanshóll, Lxxxxxx, 86,8 ha að stærð; Lunansholt 1c, Lxxxxxx, 96,4 ha; Lunansholt 1e, Lxxxxxx, 1214,5 m2; Lunansholt 1f, Lxxxxxx, 50,1 ha; Lunansholt 1g, Lxxxxxx, 3,7 ha; Lunansholt 1h, Lxxxxxx, 3,7 ha; Lunansholt 1i, Lxxxxxx, 3,7 ha; Mosar, Lxxxxxx, 16,0 ha og Skrokkhóll, Lxxxxxx, 64,1 ha.
Lunansholt 1, L164990, verður 1099,0m2 að stærð eftir skiptin og heldur öllum grunnréttindum sínum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né nöfn á lóðunum.

3.Oddatorfa - Langekra. Landskipti

1809035

Rangárþing ytra í samvinnu við Landgræðslu ríkisins óska eftir að fá að skipta úr Oddatorfu 4,0 ha spildu úr hlutdeild Langekru í torfunni, skv. uppdrætti frá Landnotum dags. 17.9.2018.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

4.Hrólfsstaðahellir. Landskipti

1810005

Eigendur Hrólfsstaðahellis óska eftir að fá að skipta úr jörð sinni tveimur spildum, Hrólfsstaðahellir 1B, L227495, stærð 0,97 ha sem fengi nafnið Hraunhús og Hrólfsstaðahellir 1C, L227496, stærð 0,9 ha sem fengi nafnið Hellishraun.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Nefndin gerir ekki athugasemdir við nöfn lóðanna.

5.Litli Klofi lóð 2a, landskipti

1605032

Hafdís Sverrisdóttir hefur fengið heimild til landskipta úr lóð sinni. Skipt var út tveimur jafnstórum spildum úr L191977. Nýútskipta spildan fékk L224754. Í skráningu hjá Þjóðskrá hefur orðið misræmi í nafngiftum lóðanna.
1.
L191977 (Nú skráð Litli-Klofi land) á að heita Hekluhólar en ekki L224754 eins og nú er skráð.
2.
L224754 (Nú skráð Hekluhólar) á að heita Bjálki
Eigandi óskar eftir að fá að breyta nafni á lóðum sínum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við nöfn lóðanna.

6.Byggingarleyfismál yfirferð

1809034

Í samræmi við Mannvirkjalög og byggingareglugerð þarf byggingarfulltrúi að leggja fram yfirlit yfir afgreiðslur sínar sem snúa að útgáfu byggingarleyfa. Lagt fram yfirlit þess efnis frá seinni hluta ársins 2012 til dagsins í dag.
Lagt fram til kynningar.

7.Vatnasvið Tungnaár. Tillaga að friðlýsingu

1809026

Tillaga að friðlýsingu fyrir vatnasvið Tungnaár, Tungnaárlón og Bjallavirkjun í verndarflokki rammaáætlunar til kynningar. Það ferli sem unnið er eftir var kynnt með bréfi til sveitarfélaga með bréfi dags. í júlí 2018.
Lagt fram til kynningar
Fylgiskjöl:

8.Vatnasvið Hólmsár. Tillaga að friðlýsingu.

1809027

Tillaga að friðlýsingu fyrir vatnasvið Hólmsár, Hólmsárvirkjun við Einhyrning, í verndarflokki rammaáætlunar til kynningar. Það ferli sem unnið er eftir var kynnt með bréfi til sveitarfélaga með bréfi dags. í júlí 2018.
Lagt fram til kynningar
Fylgiskjöl:

9.Mannvirki á miðhálendinu

1809039

Skipulagsstofnun hefur unnið skýrslu þar sem gerð er grein fyrir mannvirkjum og þjónustu á miðhálendinu. Skýrslan er unnin í samvinnu við Þjóðskrá Íslands og sveitarfélög sem snúa að miðhálendinu og er í samræmi við ákvæði í Landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Lagt fram til kynningar.

10.Hostel Þykkvibær ehf. Byggingarleyfi fyrir skilti

1710027

Hostel Þykkvibær ehf sækir um leyfi til að setja upp skilti til auglýsingar á starfsemi sinni. Staðsetning er gegnt vegamótum Suðurlandsvegar og Þykkvabæjarvegar. Skiltið er 1 m á breidd og 2 m á hæð.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

11.Öldur III seinni hluti, deiliskipulag íbúðarsvæðis

1703009

Rangárþing ytra hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir stækkun íbúðarsvæðis á Öldum III. Í afgreiðslu Skipulagsstofnunar komu fram athugasemdir sem lúta að samræmi við gildandi aðalskipulag.
Skipulagsnefnd telur að túlkun stofnunarinnar miðist við fjölda íbúða en ekki fjölda lóða. Í greinargerð gildandi aðalskipulags (bls. 74) er tafla yfir íbúðarsvæði og dálkar sem kallast „byggt og óbyggt“. Óbyggðar lóðir í dag eru um 120 talsins.
Í aðalskipulaginu kemur líka fram að þéttleiki nýrrar íbúðarbyggðar skuli á nýjum íbúðarsvæðum vera á bilinu 10-35 íb/ha. Á þessu 12 ha svæði ættu því að geta verið á bilinu 120 til 420 íbúðir. Nefndin telur því að tillagan samræmist að fullu gildandi aðalskipulagi hvað þetta varðar. Í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi, sem er í ferli, verði íbúðasvæði stækkað og heimilaðar fleiri lóðir.
Varðandi afmörkun svæðisins í tillögunni telur nefndin að um frekar óverulega skekkju sé að ræða sem kalli ekki á breytta afmörkun í aðalskipulagi. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda tillöguna til endanlegrar afgreiðslu Skipulagsstofnunar.

12.Urðir. Deiliskipulag

1803039

Eigendur Urða, landnr. 198745, hafa fengið heimild sveitarstjórnar til að deiliskipuleggja spildu sína. Áform eru um skiptingu svæðisins í 6 lóðir, þar sem heimilt verði að byggja sumarhús á hverri lóð. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ásgeir Jónsson frá Eflu verkfræðistofu fór yfir helstu áherslur.

13.Gaddstaðir breyting á eldra deiliskipulagi

1802009

Sveitarstjórn hefur samþykkt að breyta landnotkun á hluta frístundasvæðisins við Hróarslæk í íbúðasvæði. Lögð er fram tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi þar sem tvær fyrstu lóðirnar norðan megin verða felldar út úr gildandi deiliskipulagi. Þær verði síðan sameinaðar væntanlegu deiliskipulagi vestan vegar.
Skipulagsnefnd telur að fella eigi núgildandi deiliskipulag úr gildi og unnið verði heildarskipulag fyrir svæðið.

14.Gaddstaðir íbúðasvæði í stað frístundasvæðis

1802002

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi fyrir 28 lóðir úr Gaddstöðum þar sem umrætt svæði er breytt úr frístundasvæði í íbúðasvæði. Farið yfir helstu áherslur breytingarinnar.
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi eftirfarandi breytingar á gildandi skipulagi:
Skilmálar í samningi við Skógræktarfélag Rangæinga verði gerð skil.
Á hverri lóð er heimilt að byggja íbúðarhús allt að 300 m², geymslu allt að 60 m², bílskúr/skemma allt að 300 m² og gestahús allt að 60 m², nýtingarhlutfall lóðar verður þó aldrei meira en 0,05.
Mænishæð getur verið allt að 8 m miðað við gólfplötu.
Hverjum landeiganda verði heimilt að girða af lóðir sínar.
Heimilt verði að vesturhluti byggingareita færist inní skóginn.
Nánari skilmálar verði kynntir í lýsingu.
Ásgeiri Jónssyni þökkuð góð yfirferð.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?