12. fundur 08. apríl 2019 kl. 16:00 - 17:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Fosshólar Landskipti

1903042

Vilborg Gísladóttir óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu, Fosshólum, L165079, rúmlega 6,6 ha lóð sem fengi heitið Fosshólar 1 og landeignanúmerið L228552. Fosshólar yrðu 36,8 ha eftir skiptin.
Jafnframt er óskað eftir að breyta heitum á Fosshólum land 1, L214312, sem verður Fosshólar 1A, á Fosshólum landi 2, L214313, sem verður Fosshólar 2 og á Fosshólum landi 3, L214314, sem verður Fosshólar 3.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né gerir athugasemdir við breytingar á heitum lóða.

2.Landsskipulagsstefna loftslag, landslag og lýðheilsa

1903043

Skipulagsstofnun hvetur skipulagsnefndir til að kynna sér lýsingu fyrir gerð landsskipulagsstefnu um loftslag, landslag og lýðheilsu. Kynningartími er til 8. apríl 2019.
Lagt fram til kynningar

3.Áhaldageymsla við Íþróttahús á Hellu

4.Svínhagi L6B. Umsókn um skipulag

1903034

Andreas Stedler óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt, Svínhaga L6B, L222399. Gert verður ráð fyrir 6 gestahúsum sem hvert um sig verður allt að 30m2 að stærð og allt að 120m2 þjónustuhúsi, sem einnig getur nýst til gistingar og/eða fyrir starfsfólk. Fyrirhugað er að nýta húsin til útleigu fyrir ferðamenn, starfsfólk og/eða búsetu. Aðkoma verður af Þingskálavegi. Áætlað er að ný byggð muni tengjast þeim veitukerfum sem fyrir eru hjá sveitarfélaginu.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Á grunni þess að tillagan muni samræmast stefnu aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028 við gildistöku þess sé ekki þörf á að kynna lýsingu.

5.Kaldakinn, breyting á deiliskipulagi

1903046

Eigendur Köldukinnar, L165092, hafa óskað eftir að fá að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 3.12.2018.
Með breyttu deiliskipulagi er gerð breyting á aðkomuvegi að byggingarreitum B1 og B2 og að Klettholti. Vegtenging af Árbæjarvegi, sem í gildandi skipulagi er rétt sunnan námu, verður færð um 300m norðar, þar sem nú er sýndur slóði. Ný tenging verður meginaðkoma að byggingareitum B1 / B2 og að Klettholti. Sá vegur mun einnig breytast nokkuð vestan til, til að fá betri vegstæði. Samhliða því minnkar byggingarreitur B2 og hnit nr. 21 og nr. 22 breytast. Að öðru leyti gilda skilmálar gildandi deilskipulags.
Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða þar sem áform hafa ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til vörslu skipulagsstofnunar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Jarlsstaðir deiliskipulag frístundasvæðis.

1904017

Landeigendur óska eftir heimild sveitarfélagsins til að hefja vinnu við deiliskipulag af 50 ha frístundasvæði, merkt F74 í aðalskipulagi. Áformað er að skipta svæðinu í a.m.k. 50 lóðir fyrir sumarhús.
Skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Frekari upplýsingar um áform verði skilgreind í lýsingu skipulagsáætlunar.

7.Árbæjarhjáleiga 2. Deiliskipulag

1904020

Eiríkur V. Sigurðarson óskar eftir heimild til að fá að leggja fram deiliskipulag af svæði úr jörðinni Árbæjarhjáleigu 2. Gert verði ráð fyrir íbúðarhúsi til viðbótar því sem fyrir er ásamt 2-4 starfsmannahúsum sem samhliða geta nýst til ferðaþjónustu. Aðkoma er frá Árbæjarvegi.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar. Frekari upplýsingar um áform verði skilgreind í lýsingu skipulagsáætlunar.
Fylgiskjöl:

8.Svínhagi L164560. Deiliskipulag ferðaþjónustu

1901006

Guide to Iceland hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af hluta úr svæði sínu til ferðaþjónustu skv. meðf. lýsingu að skipulagsáætlun frá Landformum dags. 3.1.2019. Breyting á landnotkun hefur verið samþykkt og er í samræmi við nýtt aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 sem hefur verið auglýst og er í ferli. Lýsing var send til umsagnar og kynnt frá 14.1.2019 til og með 30.1.2019 og bárust athugasemdir og ábendingar frá tveimur aðilum. Lögð er fram tillaga eftir kynningu lýsingar.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar ábendingar við lýsinguna. Nefndin telur að tillit hafi verið tekið til þeirra við gerð tillögunnar. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Strútur. Deiliskipulag við Strútsskála

1804004

Ferðafélagið Útivist hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af svæðinu við Strútsskála inn af Mælifellssandi. Tillagan var auglýst frá 16.1.2019 til og með 27.2.2019.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Vesturhlíð, Deiliskipulag

1902003

Landeigandi hefur fengið heimild sveitarstjórnar til að leggja fram deiliskipulag af jörð sinni. Samkvæmt fyrirliggjandi áformum verður jörðin nýtt til ferðaþjónustu tengdri hestamennsku, reisa á íbúðarhús og skemmu fyrir lögbýli ásamt reiðhöll. Jafnframt er gert ráð fyrir stórum einbýlishúsum í ferðaþjónustu, tjaldsvæði fyrir skipulagða hópa á vegum staðarhaldara ásamt frístundahúsalóðum á 3 stöðum á jörðinni. Lýsing skipulagsáætlunar var kynnt frá 6.3.2019 til og með 22.3.2019 og bárust athugasemdir og ábendingar frá tveimur aðilum. Lögð er fram tillaga eftir kynningu lýsingar.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar ábendingar við lýsinguna. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til þeirra við gerð tillögunnar. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að kynna sérstaklega tillöguna til þeirra sem sendu inn athugasemdir.

11.Leynir úr landi Stóra-Klofa II, deiliskipulag

1507020

Landeigendur Leynis, landnr. 217813 hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt. Gert verði ráð fyrir 4 frístundalóðum og einni íbúðarhúsalóð og gerð grein fyrir aðkomu að þeim. Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á síðasta fundi þar sem nefndin samþykkti tillöguna til afgreiðslu Skipulagsstofnunar á þeim forsendum að búið væri að taka tillit til framkominna athugasemda eins og frekast hafi verið unnt. Með bréfi stofnunarinnar dags. 3.4.2019 kom fram að stofnunin getur ekki tekið afstöðu til fram kominna athugasemda.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

12.Marteinstunga tankur. Deiliskipulag

1903013

Veitur leigja um 1500 ferm. lóð af landeiganda í Marteinstungu, skv. langtímasamningi. Áformað er að byggja lítið dæluhús hjá núverandi miðlunartanki hitaveitu til að auka þrýsting á hitaveitukerfi veitunnar. Einnig verður gert ráð fyrir bættri aðkomu að svæðinu. Lagt verður fram deiliskipulag fyrir svæðið. Lýsing var kynnt frá 20.3.2019 til og með 3.4.2019. Vegagerðin hafnaði áformum um að núverandi tenging yrði notuð vegna fjarlægðarmarka í veghönnunarreglum og lagði til að leitast yrði eftir að sameinuð yrði tenging að Beindalsholti og umræddri lóð. Athugasemdir bárust við lýsinguna frá eigendum Beindalsholts þar sem því var mótmælt að heimreið Beindalsholts verði notuð fyrir lóðina nema að samhliða verði gerð ný aðkoma að Beindalsholti 2. Á síðari stigum samþykkti Vegagerðin að núverandi tenging yrði heimiluð með skilyrðum, ef ekki næðist samkomulag við eigendur Beindalsholts.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Nefndin tekur undir með Vegagerðinni að þar sem tenging að Beindalsholti falli ekki undir skilgreiningu héraðsvegar sé ekki unnt að heimila notkun hennar til annarra lóða að öllu óbreyttu. Eigandi Beindalsholts hefur þegar mótmælt samnýtingu nema ef sú samnýting leiði af sér nýja aðkomu að Beindalsholti 2. Nefndin leggur því til að hætt verði við áform um samnýtingu tenginga að sinni.
Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með fyrirvara um að núverandi tenging við Landveg verði skilgreind í skipulagi en eingöngu nýtt vegna aðkomu að vatnstanki og til einkanotkunar landeiganda og falli niður ef og þegar frekari áform um framkvæmdir liggja fyrir. Nefndin leggur til að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

13.Urðir. Deiliskipulag

1803039

Eigendur Urða, landnr. 198745, hafa fengið heimild sveitarstjórnar til að deiliskipuleggja spildu sína. Áform eru um skiptingu svæðisins í 6 lóðir, þar sem heimilt verði að byggja sumarhús á hverri lóð. Tillagan var auglýst frá 17.10.2018 til og með 28.11.2018. Athugasemdir bárust sem voru þess eðlis að nefndin frestaði afgreiðslu og samþykkti að leitað skildi álits lögfræðings. Minnisblað lögfræðings lagt fram.
Skipulagsnefnd hefur borist álit lögfræðings. Skipulagsnefnd leggur til að afgreiðslu erindisins verði frestað þar til lausn fæst á umferðarmálum.

14.Minna-Hof. deiliskipulag íbúðarlóða

1904019

Landeigendur óska eftir að fá að leggja fram deiliskipulag af svæði sínu. Deiliskipulagið nær til alls 42 lóða í landi Minna-Hofs, landspildu 1. Lóðir fyrir íbúðabyggð eru á bilinu 1,1-3,2 ha, en flestar eru þær um 2,5-3 ha að stærð. Breyting á skilmálum landnotkunar í aðalskipulagi er í lokaferli.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Á grunni þess að tillagan muni samræmast stefnu aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028 við gildistöku þess sé ekki þörf á að kynna lýsingu. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að auglýst tillaga verði í fullu samræmi við aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 sem er í lokaferli.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?