15. fundur 08. júlí 2019 kl. 08:00 - 09:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Vindás - Árgarður. landskipti

1906014

Landeigandi óskar eftir að fá að stofna lóð úr landi Vindáss, L165015. Lóðin yrði nefnd XXXXXXX, stærð 22.773 m2 og L228837, skv. uppdrætti deiliskipulags dags. 23.10.2018.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

2.Hagalóðir. Staðfesting á afmörkun

1907013

Eigendur þriggja lóða úr landi Haga, L165211, L165213 og L165218 óska eftir staðfestingu sveitarstjórnar á afmörkun lóða sinna skv. erindi frá Direkta með vísan til uppdráttar frá Landnotum dags. 12.4.2019.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við leiðrétta afmörkun lóðanna.

3.Gaddstaðir 13, landskipti

1907014

Lóðareigendur Gaddstaða 13 óska eftir að fá að skipta lóð sinni í tvennt, með skiptalínu skv. updrætti frá Landnotum dags. 15.6.2019. Ný lóð fengi nafnið Gaddstaðir lóð 13a, landeignanúmerið LXXXXXX og yrðu þær hvorar um sig 18.105 m2 að stærð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Nefndin bendir á að eigendur þurfa í framhaldinu að óska eftir breytingum á gildandi deiliskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir nýjum byggingareitum og aðkomu.

4.Hagi dælustöð. Stofnun lóðar úr landi Haga 178738.

1906002

Óskað er eftir að stofnuð verði 368,0 m2 úr landi Haga lands L178738 undir dælustöð frá Orkuveitu Reykjavíkur skv. uppdrætti frá Loftmyndum ehf, dags. 16.5.2019.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

5.Lóðir á mörkum Götu og Laugalands. Leiðrétt afmörkun lóða

1907017

Verið er að vinna að leiðréttingum á afmörkunum og stærðum lóða á mörkum Laugalandsskóla og Götu. Lóðarhafi er Veitur. Laugaland land L165111 er í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna Rangárþings ytra og Ásahrepps og var tekin úr lóðinni Laugalandsskóli L165105. Laugaland land L165111 verður 3416 m2 að stærð eftir leiðréttingu. Samhliða verður stofnuð ný lóð úr Götu, Gata borhola, stærð 1007 m2 að stærð. Jafnframt verður lóðin Gata borholuhús afmörkuð að nýju. Lóðin verður stækkuð úr 214,9 m2 í 1402,6 m2. Matshlutar 01, 02 og 03, sem áður tilheyrðu Laugalandi landi L165111 færast yfir á stækkaða lóð, Gata borholuhús.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Þar sem um sameiginlegt eignarhald er að ræða með Ásahreppi telur nefndin að fulltrúi Ásahrepps skuli samþykkja afmörkunina einnig fyrir sitt leyti áður en af afgreiðslu verður.

6.Friðland að Fjallabaki, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á göngustíg

1906020

Umhverfisstofnun óskar eftir framkvæmdaleyfi til endurbóta á göngustíg frá Vondugiljaaurum að Brennisteinsöldu. Um er að ræða fyrsta kaflann í áfanga 2 á endurbótum og viðhaldi á göngustíg sem í daglegu tali kallast Laugahringur. Meðfylgjandi erindi þessu er áætlun og lýsing á framkvæmdum (sjá fylgiskjal, Laugahringur áfangi 2.).
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir 2. áfanga og felur skipulagsfulltrúa að sjá um útgáfu þess. Nefndin telur jafnframt að umrædd framkvæmd muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

7.Fjallafang, Landmannalaugar, stöðuleyfi 2019

1907003

Sverrir Kristinsson fyrir hönd Fjallafangs ehf óskar eftir stöðuleyfi til reksturs sölubíla í Landmannalaugum, með sama sniði og verið hefur undanfarin ár.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við veitingu stöðuleyfis til reksturs matarvagna í Landmannalaugum og leggur til að leyfi verði gefið frá 1.7.2019 til og með 30.9.2019 eins og undanfarin ár.
Fylgiskjöl:

8.Norðurljósarannsóknarstöðin Austurbæjarmýri. Byggingarleyfi

1809005

Gunnlaugur Björnsson fyrir hönd Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands óskar eftir leyfi til að endurnýja núverandi norðurljósamöstur í Austurbæjarbæjarmýri. Fjarlægja þarf gömlu loftnetin, alls 16 loftnet. Sett yrðu ný loftnet í staðinn, mun minni og fyrirferðaminni. Vírar yrðu strengdir á milli þeirra.
Í ljósi þess að um endurnýjun er að ræða og eigendur hafa þegar samþykkt fyrirhuguð áform umsækjanda, gerir nefndin engar athugasemdir við áform umsækjanda. Til að festa tiltekna starfsemi í sessi telur nefndin æskilegt að umsækjandi vinni og leggi fram deiliskipulag af svæðinu í ljósi aukins umfangs. Nefndin gerir ekki athugasemdir við að byggingarleyfi verði gefið út á forsendum deiliskipulags af svæðinu.

9.Álftavatn stöðuleyfi gistavagnar

1907001

Southcoast adventure óskar eftir stöðuleyfi fyrir tvo gistivagna á hjólum á lóð S1 við Álftavatn. Leitað var umsagna til Forsætisráðuneytisins og til Umhverfisstofnunar.
Skipulagsnefnd leggur til að umsækjanda verði veitt stöðuleyfi til reksturs gistivagna frá 1.7.2019 til og með 30.9.2019.

10.Þjóðólfshagi 29-33. Ósk um breytingu á landnotkun

1907004

Lóðarhafar við Þjóðólfshaga 29, 30, 31, 32 og 33 óska eftir heimild sveitarstjórnar til að breyta landnotkun í aðalskipulagi þar sem núverandi frístundanotkun verði breytt í landbúnaðarnot. Áform liggja fyrir um fast aðsetur á lóðunum.
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki beiðni umsækjenda og leggur til að gerð verði nauðsynleg breyting á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028, þegar það hefur tekið lögformlegt gildi, þar sem núverandi landnotkun frístunda verði breytt í landbúnaðarsvæði.

11.Sultartangastöð. deiliskipulag

1907015

Axel Valur Birgisson fyrir hönd Landsvirkjunar sækir um heimild til að leggja fram deiliskipulag af núverandi mannvirkjasvæði við Sultartangastöð.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar. Lýsing skipulagsáforma verði kynnt skv. gr. 5.2.4. í Skipulagsreglugerð. Bent er á að ef umfang og áherslur skipulags kallar á samráð vegna matsskyldu skal sameina gerð lýsingar og gerð matslýsingar sbr. 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana.

12.Leynir 2. Deiliskipulag

1907016

Eigandi Leynis 2 óskar eftir að fá að deiliskipuleggja svæði sitt. Gert verði ráð fyrir uppbyggingu þjónustu til ferðamanna.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar. Lýsing skipulagsáforma verði kynnt skv. gr. 5.2.4. í Skipulagsreglugerð. Bent er á að ef umfang og áherslur skipulags kallar á samráð vegna matsskyldu skal sameina gerð lýsingar og gerð matslýsingar sbr. 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana. Nefndin telur að kynna skuli lýsinguna sérstaklega fyrir næstu nágrönnum.

13.Hákot, Þykkvabæ. Ósk um heimild til skipulags.

1907019

Markús Ársælsson óskar eftir að fá að leggja fram deiliskipulag af spildu úr landi sínu. Áformað er að byggð verði 3 hús, íbúðarhús, bílgeymsla og skemma. Jafnframt er óskað eftir að ný lóð fái heitið Gljáin.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins um byggingar á landbúnaðarsvæðum.

14.Svínhagi SH-20. Deiliskipulag

1902037

Eigandi hefur fengið heimild til að fá að leggja fram deiliskipulag af landi sínu úr landi Svínhaga. Áform eru uppi um byggingu íbúðarhúss á lóðinni, gestahúss og skemmu. Lögð er fram tillaga.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Svínhagi L164560. Deiliskipulag ferðaþjónustu

1907008

Fyrirtækið Guide to Iceland fékk heimild til að leggja fram deiliskipulag af hluta úr svæði sínu til ferðaþjónustu skv. meðf. lýsingu að skipulagsáætlun frá Landformum dags. 3.1.2019. Breyting á landnotkun hefur verið samþykkt og er í samræmi við nýtt aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 sem hefur verið auglýst og er í ferli. Lýsing var send til umsagnar og kynnt frá 14.1.2019 til og með 30.1.2019 og bárust athugasemdir og ábendingar frá tveimur aðilum. Lögð er fram tillaga eftir kynningu lýsingar. Bent er á að skipulagsferlinu verður fram haldið með nýjum aðila, Resort ehf.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Árbæjarhjáleiga 2. Deiliskipulag

1904020

Eiríkur V. Sigurðarson hefur fengið heimild til að fá að leggja fram deiliskipulag af svæði úr jörðinni Árbæjarhjáleigu 2. Gert verði ráð fyrir íbúðarhúsi til viðbótar því sem fyrir er ásamt 2-4 starfsmannahúsum sem samhliða geta nýst til ferðaþjónustu. Aðkoma er frá Árbæjarvegi. Kynningu lýsingar lauk 12. júní sl og bárust engar athugasemdir eða ábendingar. Lögð er fram tillaga.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

17.Snjallsteinshöfði 1C ofl. Deiliskipulag

1905006

Landeigendur þriggja spildna úr landi Snjallsteinshöfða, Snjallsteinsghöfði 1C, Ytrivöllur og Stekkatún, hafa fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af svæðum sínum. Gert verði ráð fyrir þremur byggingareitum á hverri lóð fyrir íbúðarhús, geymslu og gestahúsum. Tillagan var auglýst frá 22.5.2019 til og með 3.7.2019.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

18.Klettamörk deiliskipulag

1904055

Lóðarhafi hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Áform eru uppi um að reist verði alls 8 gistiskálar til útleigu, ásamt íbúðarhúsi til íveru. Tillagan var auglýst frá og með 22.5.2019 til og með 3.7.2019.
Erindinu frestað. Vantar gögn.

19.Sólstaður Kaldakinn. Br á deiliskipulagi

1907012

Hestahof óskar eftir að fá að gera smávægilegar breytingar á gildandi deiliskipulagi dags. 3.12.2018 m.s.br. Byggingareitur B1 verði færður um 100 metra til norðurs vegna nálægðar við helgunarsvæði raflínu.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að farið verði um málsmeðferð eins og um óverulega breytingu sé að ræða, þar sem umrædd breyting hafi engin áhrif á aðra en umsækjanda og sveitarfélagið. Nefndin leggur því til að tillagan verði send til vörslu skipulagsstofnunar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

20.Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra

1305001

Tillaga að aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 var send Skipulagsstofnun til afgreiðslu eftir síðasta fund skipulagsnefndar. Í afgreiðslu stofnunarinnar kom fram að misræmi væri í tölum varðandi fjölda mögulegra gesta í Landmannalaugum. Stofnunin beinir því til sveitarfélagsins að felldur verði út fjöldi gistirúma á afþreyingar- og ferðaþjónustusvæði AF14 í dálkinum fjöldi gistiplássa heimild í töflu á bls. 23, eða að sett verði þar inn skýr ákvæði um að gisting í núverandi húsi FÍ sé víkjandi.
Skipulagsnefnd leggur til að tilteknar tölur í töflu á bls. 23 í greinargerð verði felldar út, svo jafnræði verði í fjölda gistirýma. Jafnframt verði gerður nýr liður í greinargerð 4.4.2 Breytingar eftir umsögn Skipulagsstofnunar dags. 25. júní 2019 og undir hann komi textinn "Í töflu um afþreyingar- og ferðamannasvæði, kafla 2.3.3, er felld út heimild fyrir gistingu 75 manns á AF14 í Landmannalaugum".
Skipulagsnefnd telur að með þessari leiðréttingu sé búið að koma til móts við allar fram komnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin samþykkir endurskoðað aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 og leggur til að uppfærð gögn verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

21.Minna-Hof. deiliskipulag íbúðarlóða

1904019

Landeigendur hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af svæði sínu. Deiliskipulagið nær til alls 42 lóða í landi Minna-Hofs, landspildu 1. Lóðir fyrir íbúðabyggð eru á bilinu 1,1-3,2 ha, en flestar eru þær um 2,5-3 ha að stærð. Breyting á skilmálum landnotkunar í aðalskipulagi er í lokaferli. Tillagan var auglýst frá 17.4.2019 til og með 29.5.2019. Athugasemdir frá Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti bárust eftir afgreiðslu síðasta fundar skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

22.Vatnasvið Hólmsár. Tillaga að friðlýsingu.

1809027

Tillaga að friðlýsingu fyrir vatnasvið Hólmsár, Hólmsárvirkjun við Einhyrning, í verndarflokki rammaáætlunar hefur verið send sveitarfélaginu til kynningar. Umhverfisstofnun hefur nú tekið saman umsögn um framkomnar athugasemdir við tillöguna og vísað tillögu að friðlýsingarskilmálum til ráðherra skv. 2. mgr. 39. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.
Lagt fram til kynningar

23.Vatnasvið Tungnaár. Tillaga að friðlýsingu

1809026

Tillaga að friðlýsingu fyrir vatnasvið Tungnaár, Tungnaárlón og Bjallavirkjun í verndarflokki rammaáætlunar hefur verið send sveitarfélaginu til kynningar. Umhverfisstofnun hefur nú tekið saman umsögn um framkomnar athugasemdir við tillöguna og vísað tillögu að friðlýsingarskilmálum til ráðherra skv. 2. mgr. 39. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.
Lagt fram til kynningar

24.Vatnasvið Markarfljóts. Tillaga að friðlýsingu.

1810067

Tillaga að friðlýsingu fyrir vatnasvið Markarfljóts: 22 Markarfljótsvirkjun A og 23 Markarfljótsvirkjun B, í verndarflokki rammaáætlunar hefur verið send sveitarfélaginu til kynningar. Umhverfisstofnun hefur nú tekið saman umsögn um framkomnar athugasemdir við tillöguna og vísað tillögu að friðlýsingarskilmálum til ráðherra skv. 2. mgr. 39. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.
lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?