16. fundur 19. ágúst 2019 kl. 16:00 - 18:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Gunnar Aron Ólason
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Bjálmholt, Gilstykki. landskipti

1907075

Þorkell Jónsson, eigandi Bjálmholts jarðarinnar óskar eftir samþykkt sveitarstjórnar á meðfylgjandi landskiptum. Skipt er út úr jörðinni gamalli engjaskák við Steinslæk. Óskað er eftir að spildan fái heitið Gilstykki, verði 50000 m2 að stærð og landeignanúmerið L229041. Jörðin Bjálmholt verði 226,4 ha eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformað heiti á spildunni.

2.Varmidalur lóð L196516. Landskipti

1908010

Óskar G. Jónsson fyrir hönd eigenda óskar eftir að fá að stofna 3 nýjar spildur úr lóðinni Varmidalur lóð, L196516. Varmidalur lóð er skráð um 12 ha að stærð en yrði 30.289 m2 að stærð eftir skiptin og fengi jafnframt heitið Dalur. Aðrar lóðir yrðu Lækjarhlíð, L229042ð 30.662 m2, Birkihlíð, L229043 30.339 m2 og Grænahlíð, L229044 29.908 m2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformuð heiti á spildunum.

3.Þverbrekka breyting á afmörkun lóða

1908016

Guðmundur G Þorleifsson óskar eftir að breyta afmörkun lóðanna Þverbrekka L165256 og Þverbrekka L180082 þar sem þær verði jafnstórar. L165256 fái jafnframt heitið Þverbrekka A og L180082 fái heitið Þverbrekka B skv. uppdrætti frá Landotum dags. 29.7.2019. Lóðin Þverbrekka B, L180082 er jafnframt ekki til í þinglýsingabókum og þarf því staðfestingu ráðuneytis í framhaldi af afgreiðslu nefndarinnar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformuð heiti á spildunum.

4.Galtalækur 2 landskipti

1908019

Eigendur að Galtalæk 2 óska eftir að fá að skipta úr landi sínu 1874,3 m2 leigulóð. Lóðin fengi L229005 fengi heitið Galtalækur 2 eldislóð skv. uppdrætti frá Eflu dags. 2.7.2019.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformað heiti á spildunni.

5.Umferðarmál Merkingar innan Hellu

1512014

Ábending barst hvort að ekki mætti lækka niður hámarkshraða á Gaddstaðavegi frá Suðurlandsvegi að reiðhöll úr 50 km/klst niður í 30 km/klst.
Skipulagsnefnd leggur til að hámarkshraði á Gaddstaðavegi frá Suðurlandsvegi að reiðhöllinni á Gaddstaðaflötum verði lækkaður úr 50 km/klst niður í 30 km/klst.

6.Laugaland - Gata. Borun tilraunahola

1908002

Kolbeinn Björgvinsson fyrir hönd Veitna ohf óskar eftir framkvæmdaleyfi til borunar á könnunarholum eftir heitu vatni í Laugalandi í Holtum, skv. meðfylgjandi fylgiskjölum.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir borun tiltekinna tilraunahola, með fyrirvara um að nauðsynlegar samþykktir viðkomandi landeigenda liggi fyrir. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að sjá um útgáfu framkvæmdaleyfis þegar samþykktir liggja fyrir. Nefndin telur jafnframt að umrædd framkvæmd muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

7.Gaddstaðir 3, beiðni um breytingu á landnotkun

1907070

Erla Fjóla Hlíðdal eigandi lóðar nr. 3 við Gaddstaði óskar eftir að landnotkun lóðar sinnar verði breytt úr frístundanotkun í íbúðarhúsanotkun til samræmis við samþykkta skilgreiningu landnotkunar á vestari helming svæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til samræmis við óskir lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við þá breytingu þegar núverandi endurskoðun aðalskipulagsins, sem er í lokaferli, er lokið.

8.Gaddstaðir 13, beiðni um breytingu á landnotkun

1907071

Ingibjörg Erlingsdóttir eigandi lóðar nr. 13 við Gaddstaði óskar eftir að landnotkun lóðar sinnar verði breytt úr frístundanotkun í íbúðarhúsanotkun til samræmis við samþykkta skilgreiningu landnotkunar á vestari helming svæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til samræmis við óskir lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við þá breytingu þegar núverandi endurskoðun aðalskipulagsins, sem er í lokaferli, er lokið.

9.Gaddstaðir 14 og 15. Beiðni um breytingu á landnotkun

1907063

Sigurvina Samúelsdóttir eigandi lóða nr. 14 og 15 við Gaddstaði óskar eftir að landnotkun lóða sinna í aðalskipulagi verði breytt úr frístundanotkun í íbúðarhúsanotkun til samræmis við samþykkta skilgreiningu landnotkunar á vestari helming svæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til samræmis við óskir lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við þá breytingu þegar núverandi endurskoðun aðalskipulagsins, sem er í lokaferli, er lokið.

10.Gaddstaðir 16, beiðni um breytingu á landnotkun

1907072

Ingibjörg Erlingsdóttir og Hólmfríður Erlingsdóttir eigendur lóðar nr. 16 við Gaddstaði óska eftir að landnotkun lóðar sinnar verði breytt úr frístundanotkun í íbúðarhúsanotkun til samræmis við samþykkta skilgreiningu landnotkunar á vestari helming svæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til samræmis við óskir lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við þá breytingu þegar núverandi endurskoðun aðalskipulagsins, sem er í lokaferli, er lokið.

11.Gaddstaðir 17, Hofsstaðir, beiðni umbreytingu á landnotkun

1907064

Rut Garðarsdóttir eigandi lóðar nr. 17 við Gaddstaði, Hofsstaðir, óskar eftir að landnotkun lóðar sinnar í aðalskipulagi verði breytt úr frístundanotkun í íbúðarhúsanotkun til samræmis við samþykkta skilgreiningu landnotkunar á vestari helming svæðisins. Áform eru um byggingu íbúðarhúsa á lóðinni til viðbótar því húsi sem fyrir er.
Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til samræmis við óskir lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við þá breytingu þegar núverandi endurskoðun aðalskipulagsins, sem er í lokaferli, er lokið.

12.Ægissíða 1 lóð 1. Deiliskipulag

1907054

Guðbrandur Einarsson sækir um heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína, Ægissíða 1 lóð 1, L218358. Áform eru um að byggja íbúðarhús og útihús á lóðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

13.Hólar, deiliskipulag.

1907040

Harpa Rún Kristjánsdóttir óskar eftir heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði úr landi Hóla. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss og skemmu á tveimur byggingareitum, skv. uppdrætti frá Eflu, dags. 12.6.2019. Skilgreind verði ný lóð sem fengi heitið Torfur.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Varmidalur lóð. Deiliskipulag

1907025

Landeigendur Varmadals lóðar, L196516, óska eftir heimild til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags af svæði sínu. Áform eru þau að skipta á svæðinu í fjórar lóðir þar sem gert verði ráð fyrir byggingu sumarhúss, gestahúss og geymslu á hverri lóð.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Lunansholt 1H og I, deiliskipulag.

1907023

Landeigendur hafa fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af lóðum sínum. Um sameiginlegt skipulag er að ræða af báðum lóðum. Í Lunansholti 1H er heimilt að byggja allt að 150 m² frístundahús og allt að 400 m² skemmu. Í Lunansholti 1I er heimilt að byggja allt að 120 m² frístundahús, allt að 60 m² geymslu og tvö gestahús, hvort um sig allt að 40 m².
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Umferðaröryggi við skólasvæði á Hellu

1907056

Tillaga frá Ungmennaráði Rangárþings ytra þess efnis að skoðað verði hvort Útskálar geti orðið Vistgata. UngRy telur að það sé virkilega mikilvægt til þess að tryggja öryggi allra sem um svæðið fara. Sent til afgreiðslu frá Byggðaráði. Byggðaráð opnar erindið að nýju og óskar eftir að skipulagsnefnd í samráði við hagsmunaaðila á skólasvæðinu, vinni tillögur að bættu umferðaröryggi.
Skipulagsnefnd telur ekki forsvaranlegt að skilgreina götuna sem vistgötu og heldur sig því við fyrri bókun nefndarinnar frá 3.4.2017. Skipulagsnefnd telur nauðsynlegt að fá heimild til að kalla til sérfræðinga á sviði umferðaröryggis til samstarfs. Nefndin leggur því til að boðaður verði fundur með hagsmunaaðilum þar sem farið verði yfir þau atriði sem nauðsynleg eru svo að úrbætur á umferðaröryggi á skólasvæðinu geti orðið sem bestar. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að kalla saman samráðshóp um málið og að tillögur liggi fyrir á næsta fundi skipulagsnefndar.

17.Leikvöllur

1907048

Ósk frá íbúum við Fossöldu og Bergöldu um að gert verði leiksvæði framan við Fossöldu 6-12. Erindinu vísað til álits skipulagsnefndar frá Byggðaráði dags. 25.7.2019.
Það er álit skipulagsnefndar að umrætt svæði henti mjög vel til leiksvæðis. Staðsetning þess er afar hentug til slíkra nota, aðkoma að því góð og liggur að þremur botngötum innan íbúðarsvæðis.

18.Rjúpnavellir deiliskipulag

1907066

Deiliskipulag fyrir Rjúpnavelli í Landsveit (landnr. 177230) tekur til núverandi mannvirkja sem eru íbúðarhús og nokkur gestahús fyrir ferðamenn. Föst búseta er á jörðinni og þar er rekin ferðaþjónusta.
Deiliskipulagið snýst um að staðfesta núverandi landnotkun og gera ráð fyrir byggingu skemmu/geymslu. Aðkoma er af Landvegi nr. 26 og um núverandi veg.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Holtsmúli 4. Breyting á deiliskipulagi

1907043

Jón Ágúst Pétursson fyrir hönd eigenda Holtsmúla 4 sækir um heimild til að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi dags. 8.12.2011 þar sem uppbygging á lóðunum L1 og G1 víxlast innbyrðis, sbr. uppdrætti frá umsækjanda, dags. 8.7.2019.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis og hafi engin áhrif utan við viðkomandi landareign.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur ekki þörf á frekari kynningu á umræddum breytingum.

20.Svínhagi L6B. Deiliskipulag

1903034

Andreas Stedler hefur fengið heimild sveitarstjórnar til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt, Svínhaga L6B, L222399. Gert verður ráð fyrir 6 gestahúsum sem hvert um sig verður allt að 30m2 að stærð og allt að 120m2 þjónustuhúsi, sem einnig getur nýst til gistingar og/eða fyrir starfsfólk. Fyrirhugað er að nýta húsin til útleigu fyrir ferðamenn, starfsfólk og/eða búsetu. Aðkoma verður af Þingskálavegi. Áætlað er að ný byggð muni tengjast þeim veitukerfum sem fyrir eru hjá sveitarfélaginu.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

21.Grásteinn. Deiliskipulag

1810006

Landeigendur leggja fram tillögu að deiliskipulagi af hluta úr jörð sinni. Fallið hefur verið frá breytingu á aðkomu og vegur því færður aftur í núverandi horf. Gert er ráð fyrir byggingareitum fyrir 3 íbúðarhús, hesthús og skemmu. Búið er að byggja íbúðarhús og hesthús á jörðinni. Lögð er fram uppfærð tillaga.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?