19. fundur 11. nóvember 2019 kl. 16:00 - 18:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Gunnar Aron Ólason
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Brekkur L165073. Lóð undir spennistöð

1908004

Rarik, með samþykki landeigenda að Brekkum 1 Austurbæ, óskar eftir að stofnuð verði lóð undir spennistöð. Lóðin verði 56 m2 að stærð, L229251 og heitið Brekkur spennistöð skv. uppdrætti frá Belti ehf, dags. 10.10.2018
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð.

2.Skammbeinsstaðir. Samruni L199233 og L165244

1910048

Landeigandi Sigurður Sigurkarlsson óskar eftir að fá að sameina spildur sínar, Skammbeinsstaðir L165244 og L199233 í eina. Ný lóð yrði Skammbeinsstaðir lóð L165244 og yrði 30,3 ha að stærð skv. uppdrætti frá Verkfræðistofu Suðurlands, dags. 30.3.2009
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

3.Bjalladalur L228669, landskipti

1910081

Elfar Bjarnason eigandi Bjalladals L228669 óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu tveimur spildum. Önnur spildan yrði 1,2 ha að stærð, fengi heitið Bjallasel og L229302 og hin spildan yrði 2,8 ha að stærð, fengi heitið Sveitin og L229303. Bjalladalur héldi upprunalandeignanúmeri og yrði 2,3 ha eftir skiptin skv. hnitsettum uppdrætti frá landeiganda dags. 31.10.2019.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á nýjum spildum.

4.Háfshjáleiga land 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

1910039

Helgi Sigurðsson sækir um leyfi til að byggja vélageymslu á lóð sinni, skv. uppdráttum frá Emil Þór Guðmundssyni, dags. 25.9.2019.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda eins og þau eru fram lögð. Nefndin heimilar umsækjanda að hefja vinnu við gerð deiliskipulags og leggur áherslu á að byggingarleyfi verði ekki gefið út fyrr en að undangenginni kynningu á tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina.

5.Vindás L165015. Tilkynning um Skógrækt

1910031

Bragi Guðmundsson og Margrét Gísladóttir tilkynna til sveitarstjórnar áform sín um skógrækt á u.þ.b. 147 ha spildu úr jörð sinni, Vindási L165015 skv. uppdrætti frá Loftmyndum og samningi við Skógræktina dags. 14.10.2019.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um áform um skógrækt á 147,0 ha svæði á landi sínu. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

6.Lyngás 5, deiliskipulag

1910028

Eigendur lóðarinnar Lyngás 5 óska eftir að fá að skipuleggja allt að 1500 m2 svæði úr lóð sinni undir aðstöðu fyrir húsvagna, skv. uppdrætti frá Eflu dags. 2.10.2019.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hulda Karlsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls.

7.Öldutún, breyting á skilmálum aðalskipulags

1908037

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilmálum í aðalskipulagi fyrir íbúðasvæðið Öldutún þar sem íbúðum verði fækkað á íbúðarsvæðinu ÍB24 úr 10-12 íb/ha í 3 íb/ha. Gert verður ráð fyrir að svæðið (ÍB24) nefnist Öldutún í stað Garðs (Engjagarðs) eftir breytingu. Í umsögn Skipulagsstofnunar kom fram að taka þarf fyrir umrætt mál að nýju þar sem gildistaka aðalskipulagsins sem tiltekin breyting er byggð á var ekki orðin að veruleika við fyrri meðferð málsins. Jafnframt þarf rökstuðningur að liggja fyrir vegna ákvörðunar um að farið skuli með málsmeðferð eins og um óverulega breytingu sé að ræða.
Skipulagsnefnd telur að breytingin geti fallið undir 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að farið verði um málsmeðferð eins og um óverulega breytingu sé að ræða, þar sem einungis er verið að fækka lóðum og minnka byggingarmagn á umræddu svæði. Breytingin muni ekki hafa áhrif á önnur skilgreind íbúðasvæði eða á aðra aðila en þá sem tengjast viðkomandi svæði.
Hulda kemur aftur inná fundinn.

8.Svínhagi L6B, breyting á landnotkun

1908039

Andreas Dadler fyrir hönd Panorama Glass Lodge ehf óskar eftir breytingu á landnotkun fyrir spildu sína, Svínhaga L6B, þar sem núverandi landnotkun verði breytt úr landbúnaðarnotkun í verslunar- og þjónustunotkun. Áformuð er uppbyggingu gistiþjónustu á svæðinu. Lýsing skipulagsáforma var kynnt og var frestur til athugasemda til 2. október sl. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun með tölvupósti dags. 17.10.2019. Framlögð tillagan og forsendur hennar hafa verið til kynningar á heimasíðu sveitarfélagsins og hjá skipulagsfulltrúa skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga fram að mánudeginum 11. nóvember og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send til athugunar Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áherslu á að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Gaddstaðir, breyting á landnotkun

1908036

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á Gaddstöðum, þar sem núverandi frístundabyggð verði gerð að íbúðabyggð. Lýsing skipulagsáforma var kynnt og var frestur til athugasemda til 2. október sl. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun með tölvupósti dags. 17.10.2019. Framlögð tillaga og forsendur hennar hafa verið til kynningar á heimasíðu sveitarfélagsins og hjá skipulagsfulltrúa skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga fram að mánudeginum 11. nóvember og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send til athugunar Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áherslu á að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Þjóðólfshagi 29-33, breyting á landnotkun

1908038

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á 5 lóðum úr Þjóðólfshaga, þar sem núverandi frístundabyggð verði gerð að landbúnaðarsvæði að nýju. Lýsing skipulagsáforma var kynnt og var frestur til athugasemda til 2. október sl. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun með tölvupósti dags. 17.10.2019. Framlögð tillaga og forsendur hennar hafa verið til kynningar á heimasíðu sveitarfélagsins og hjá skipulagsfulltrúa skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga fram að mánudeginum 11. nóvember og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send til athugunar Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áherslu á að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Klettamörk, breyting á landnotkun

1908040

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á spildunni Klettamörk úr landi Maríuvalla, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að verslunar- og þjónustusvæði. Lýsing skipulagsáforma var kynnt og var frestur til athugasemda til 2. október sl. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun með tölvupósti dags. 17.10.2019. Framlögð tillaga og forsendur hennar hafa verið til kynningar á heimasíðu sveitarfélagsins og hjá skipulagsfulltrúa skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga fram að mánudeginum 11. nóvember og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send til athugunar Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áherslu á að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Leynir 2 og 3. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

1911014

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir hluta úr landi Leynis 2 og 3 í Landsveit, þar sem hluti núverandi landbúnaðarsvæðis verði gert að svæði fyrir verslun- og þjónustu. Lýsing skipulagsáforma dags. 3.7.2019 var kynnt og var frestur til athugasemda til 2. október sl. Framlögð tillaga og forsendur hennar hafa verið til kynningar á heimasíðu sveitarfélagsins og hjá skipulagsfulltrúa skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga fram að mánudeginum 11. nóvember og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send til athugunar Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áherslu á að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Hákot, Þykkvabæ. Deiliskipulag

1907019

Markús Ársælsson hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af spildu úr landi sínu. Áformað er að byggð verði 3 hús, íbúðarhús, bílgeymsla og skemma. Staðfesting landeigenda að Hábæ 1 liggur fyrir varðandi heimild til veglagningar að lóðinni. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Leynir 2 og 3. Deiliskipulag

1907016

Eigendur Leynis 2 og 3 hafa fengið heimild til að deiliskipuleggja svæði sitt. Gert verði ráð fyrir uppbyggingu þjónustu til ferðamanna. Lýsing skipulagsáforma hefur verið kynnt og bárust athugasemdir og ábendingar sem fjallað hefur verið um. Meðal breytinga frá kynningu lýsingar þá hefur frístundasvæði verið tekið út og umfang varðandi gestafjölda verið minnkað. Gistiskálar komi í stað hjólhýsa á tjaldsvæði. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar sem borist hafa í kynningu lýsingar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu til auglýsingar og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða auglýsingu verði haldinn opinn íbúafundur til samráðs og kynningar á fyrirliggjandi áformum.
Hulda Karlsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls

15.Öldutún. deiliskipulag

1901046

Eigendur Öldutúns L197141, áður Helluvað 2 lóð, hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af svæði sínu. Áformað er að skipta spildunni í 3 jafnstórar lóðir til byggingar íbúðarhúsa ásamt bílskúr og gestahúsum. Tillagan hefur verið auglýst og bárust engar athugasemdir en vegna formgalla í málsmeðferð, þar sem endurskoðað aðalskipulag hafði ekki tekið gildi við fyrri afgreiðslu þarf að taka erindið fyrir að nýju. Því er tillagan að deiliskipulagi fyrir Öldutún lögð fyrir aftur.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir að breyting hefur verið staðfest á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Hulda kemur aftur á fundinn.

16.Bjargstún. Deiliskipulag

1907054

Guðbrandur Einarsson hefur fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína, Bjargstún, áður Ægissíða 1 lóð 1, L218358. Áform eru um að byggja íbúðarhús og útihús á lóðinni í tengslum við flutning á lögheimili. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

17.Minna-Hof. deiliskipulag íbúðarlóða

1904019

Landeigendur hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af svæði sínu. Deiliskipulagið nær til alls 42 lóða í landi Minna-Hofs, landspildu 1. Lóðir fyrir íbúðabyggð eru á bilinu 1,1-3,2 ha, en flestar eru þær um 2,5-3 ha að stærð. Eftir athugasemdir Skipulagsstofnunar eru lögð fram uppfærð gögn í formi greinargerðar og uppdráttar frá Landmótun dags. 28.8.2019.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

18.Gaddstaðir íbúðasvæði í stað frístundasvæðis

1802002

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi fyrir lóðir úr Gaddstöðum þar sem umrætt svæði er breytt úr frístundasvæði í íbúðasvæði. Lögð er fram tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir þann hluta svæðisins sem þegar hefur hlotið staðfestingu í aðalskipulagi sem íbúðasvæði, þar sem skilmálar hafa verið skilgreindir að nýju.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

19.Hvílusteinn, áður Svínhagi Ás-7, deiliskipulag

1909011

Jónas Ketilsson og Sigríður Magnea Óskarsdóttir hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af lóð sinni, Hvílusteini, áður Svínhagi Ás-7. Á svæðinu er gert ráð fyrir m.a. byggingu íbúðarhúss, frístundahúss, tveimur gestahúsum, aðstöðuhúsi, skemmu, sauna og geymslu skv. uppdrætti og greinargerð frá Eflu dags. 6.9.2019 m.s.br. Tillagan var auglýst frá 18.9.2019 til og með 30.10.2019. Ábendingar bárust frá Umhverfisstofnun þar sem bent var á mótvægisaðgerðir vegna röskunar á vistgerðum á svæðinu.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

20.Klettamörk deiliskipulag

1904055

Lóðarhafi hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Áform eru uppi um að reist verði alls 8 gistiskálar til útleigu, ásamt íbúðarhúsi til íveru. Tillagan var auglýst frá 18.9.2019 til og með 30.10.2019 og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

21.Grásteinn. Deiliskipulag

1810006

Landeigendur hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir bújörð sína, Grástein. Tillaga var auglýst frá 28.8.2019 til og með 9.10.2019. Athugasemdir bárust frá nærliggjandi landeiganda.
Fyrir liggur að um lögbýlin Grástein og Fagurhól liggur vegur sem er í óskiptri sameign eigenda jarðanna. Umræddur vegur er sýndur á þeim uppdrætti sem fylgir þeirri deiliskipulagslagstillögu Grásteins sem nú er til meðferðar hjá skipulags- og umferðarnefnd. Áréttað er að með samþykkt deiliskipulagstillögu fyrir Grástein er skipulags- og umferðarnefnd ekki að taka neina afstöðu til ágreinings aðila er snertir umræddan veg.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

22.Skipulag sunnan Suðurlandsvegar

1911002

Sveitarfélagið skoði leiðir til uppbyggingar sunnan við Suðurlandsveginn í tengslum við athafna- og þjónustusvæði sbr. skilgreiningu á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.
Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að hefja hugmyndavinnu að skipulagi fyrir ný athafna- og iðnaðarsvæði sunnan Suðurlandsvegar ásamt því að kanna hvort ekki sé unnt að bæta við lóðum austan við núverandi lóðir við Dynskála.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?