22. fundur 10. febrúar 2020 kl. 16:00 - 18:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
  • Hjalti Tómasson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Hákot, landskipti. Gljáin

2001023

Markús Ársælsson óskar eftir að fá staðfestingu á landskiptum. Lóðin, merkt Hákot lóð B á uppdrætti, er hluti af heildarjörð Hákots. Lóðin er 23.730 m2 að stærð, fengi landeignanúmerið L229525 og heitið Gljáin, sbr. meðfylgjandi uppdrátt frá Landnotum ehf, dags. 18.12.2019.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóðinni.

2.Fögruvellir. Landskipti

2001041

Ólöf Rún Tryggvadóttir eigandi Fögruvalla L200046 óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu nýrri lóð, Fögruvellir 2 skv. uppdrætti frá Landnotum dags. 27.1.2020. Lóðin yrði 3220m2 að stærð og fengi landeignanúmerið L229547. Fögruvellir verða 32,5 ha að stærð eftir landskiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóðinni.

3.Vatnskot 1. Landskipti

2001047

Guðrún Borghildur Ingvarsdóttir og Sigurpáll Jónsson, eigendur Vatnskots 1, óska eftir að skipta úr jörð sinni, 4298 m2 spildu. Spildan fengi heitið Vatnskot 1a og landeignanúmerið L229546, skv. uppdrætti frá Landnotum dags. 27.5.2009.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóðinni.

4.Minni-Vellir L164995. Landskipti

1912008

Landeigendur hafa fengið heimild sveitarfélagsins á landskiptum úr jörð sinni. Skipt var út 91.862 m2 spildu, L229364, sem fengi heitið Minni-Vellir 4. Áformað er að skipta jörðinni til helminga í framhaldi þessarar skiptingar þar sem þessi útskipta spilda verður þá hluti af öðrum helmingi jarðarinnar. Íbúðarhús, F2196633, mhl. 02 færist yfir á útskipta spildu. Lagður er fram nýr uppdráttur sem sýnir lokauppskiptinguna. Ný spilda fengi heitið Minni Vellir 2 og landeignanúmerið L229622 skv. uppdrætti frá Landnotum dags. 4.2.2020.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu.

5.Leynir, mat á umhverfisáhrifum

2001032

Skipulagsstofnun hefur móttekið tilkynningu framkvæmdaaðila um framkvæmdir í Leyni 2 og 3 skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Stofnunin óskar eftir umsögn sveitarstjórnar hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka laganna. Frestur til umsagnar er veittur til 14. febrúar nk.
Umrætt svæði er á skilgreindu fjarsvæði vatnsverndar skv. Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Nefndin telur að greinilega sé brugðist við þeim áhrifum sem umrædd framkvæmd kunni að hafa á umhverfi sitt með þeim hætti að ekki verði um neikvæð áhrif að ræða. Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í framlagðri greinargerð með tilkynningunni. Umhverfisáhrif hafa verið lágmörkuð með fullnægjandi mótvægisaðgerðum og vöktun. Skipulagsnefnd telur því að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

6.Leynir 2 og 3. Stöðuleyfi fyrir salernishús

2001035

Iceland Igloo Village óskar eftir stöðuleyfi fyrir 4 salerniseiningar sem staðsetja á á tjaldsvæðinu að Leyni 2. Óskað er eftir leyfi frá 1. mars til og með 31. október 2020 eða þar til nýtt salernishús verði byggt skv. væntanlegu deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd leggur til að stöðuleyfi verði veitt fyrir 4 salerniseiningar frá 1. mars til og með 31. október 2020.

7.Lyngás umferðarmál

2001026

Unnið er að hugmyndum um lausn á öryggismálum á Suðurlandsvegi í gegnum lóðir á Lyngási. Tillögur voru sendar á Vegagerðina og er tillaga þeirra hér með lögð fram. Gert verði ráð fyrir að allar núverandi lóðir tengist bakatil með aðkomu frá Suðurlandsveginum.
Skipulagsnefnd telur að mesta öryggis sé gætt með einni tengingu frá Suðurlandsvegi og aftan við núverandi lóðir. Nefndin tekur undir með Vegagerðinni að aðkomuvegur skuli vera vestan við lóðina Lyngás 5. Nefndin leggur til að kallað verði eftir fullu samráði á milli lóðarhafa, sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar og vonast til að ný aðkoma líti dagsins ljós eins fljótt og unnt er.

8.Dynskálar 49. Ökutækjaleiga

2001040

Samgöngustofa óskar eftir umsögn vegna umsóknar Loo Eng Wah, kt. 050275-2649 fyrir hönd Iceland Igloo Village ehf, kt. 701018-1410 um rekstur ökutækjaleigu að Dynskálum 49, Rangárþingi ytra skv. meðfylgjandi gögnum frá Samgöngustofu.
Skipulagsnefnd telur að húsnæðið Dynskálar 49 geti alveg hýst ökutækjaleigu og gerir því engar athugasemdir við áform umsækjanda. Bent er á að lokaúttekt hefur ekki farið fram á umræddu húsnæði.

9.Landmannalaugar, Mat á umhverfisáhrifum.

1705027

Rangárþing ytra undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum vegna þjónustumiðstöðvar í Landmannalaugum en mat á umhverfisáhrifum er unnið samkvæmt lögum nr. 106/2000 og reglugerð nr. 660/2015. Þjónustumiðstöð í Landmannalaugum fellur undir 6. gr. laga nr. 106/2000, lið 12.05 í 1. viðauka laganna um mat á umhverfisáhrifum m.s.br. um er að ræða framkvæmdir sem kunna að vera háðar mati á umhverfisáhrifum þegar þær geta haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Skipulagsstofnun ákvarðaði þann 16. febrúar 2016 að framkvæmdin væri matsskyld.
Drög að tillögu að matsáætlun var auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins frá 4. nóvember til 21. nóvember 2019 og voru drögin einnig send til umsagnaraðila.
Fyrir liggur nú tillaga að matsáætlun vegna þjónustumiðstöðvar í Landmannalaugum, dagsett 19. janúar 2020 þar sem tekið hefur verið tillit til umsagna sem bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar sbr. lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og reglugerð um mat á umhverfisáhrifum nr. 660/2015.

10.Hagakrókur. Deiliskipulag

2001024

Hróar Magnússon og Jónína Jónsdóttir óska eftir að fá leggja fram deiliskipulag af spildu sinni, Hagakróki, L225766. Áform eru um byggingu íbúðarhúss, hesthúss, skemmu og gestahúsa.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar. Lýsing skipulagsáforma verði kynnt skv. gr. 5.2.4. í Skipulagsreglugerð. Frestur til ábendinga eða athugasemda skal vera 2 vikur frá auglýstum degi.

11.Svínhagi 3. Deiliskipulag.

2001025

Lóðarhafar óska eftir að fá að leggja fram deiliskipulag af lóð sinni, Svínhaga 3, skv. uppdráttum frá Eflu. Áform eru um byggingu íbúðarhúss og útihúsa. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar. Lýsing skipulagsáforma verði kynnt skv. gr. 5.2.4. í Skipulagsreglugerð. Frestur til ábendinga eða athugasemda skal vera 2 vikur frá auglýstum degi. Varðandi sýnda aðkomu að lóðinni frá Þingskálavegi telur nefndin það illmögulegt að hún nái að uppfylla ítrustu fjarlægðarkröfur veghönnunar sökum staðhátta og telur að álit Vegagerðarinnar þurfi að liggja fyrir áður en tillaga verður kynnt.

12.Gíslholt L165081. Deiliskipulag

2001005

Sverrir G. Kristinsson óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af nokkrum lóðum úr jörð sinni, Gíslholti. Um eru að ræða lóðir undir íbúðarhús og smávægilega atvinnustarfsemi. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma. Gert er ráð fyrir að lóðastærðir þegar skráðra lóða muni breytast skv. forsendum skipulagsins.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur ekki ástæðu til að kynna lýsinguna sérstaklega. Nefndin samþykkir fram lagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Jarlsstaðir. Umsókn um skipulag frístundasvæðis

2002008

Landeigendur óska eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af ca. 50 ha svæði undir frístundabyggð fyrir um 35 lóðir. Lögð er fram lýsing skipulagsáætlunar ásamt tillögu. Jafmframt er óskað eftir að gerðar verði breytingar á afmörkun núverandi frístundasvæðis F74 í aðalskipulagi. Ákvæði verði að öðru leyti óbreytt í greinargerð aðalskipulags.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til að leggja fram deiliskipulag af frístundasvæði úr landi Jarlsstaða. Nefndin samþykkir fram lagða lýsingu og telur ekki þörf á að kynna hana þar sem áform hafa verið þekkt í langan tíma með skilgreiningu núverandi landnotkunar í aðalskipulagi. Nefndin samþykkir því meðfylgjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur jafnframt rétt að gerðar verði breytingar á afmörkun frístundasvæðisins í aðalskipulagi og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá þeirri breytingu samhliða ferli deiliskipulagsins.

14.Þjóðólfshagi, breyting á landnotkun

1908038

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á nokkrum lóðum úr Þjóðólfshaga, þar sem núverandi frístundabyggð verði gerð að landbúnaðarsvæði að nýju. Gerð var breyting á síðustu útgáfu greinargerðar þar sem bætt var við tveimur lóðum sem einnig eru samliggjandi. Lögð er fram endurbætt tillaga dags. 22.1.2020 eftir athugasemdir Skipulagsstofnunar sem bárust 16.12.2019.
Skipulagsnefnd telur að breyta þurfi forsendum fyrirhugaðrar breytingar þar sem áform voru að lóðir yrðu aftur færðar til landbúnaðarnota. Vegna þess hversu lítill hluti lóðastærðar er innan Rangárþings ytra eigi að skilgreina svæðið sem íbúðasvæði, sér í lagi þær lóðir sem liggja meðfram Suðurlandsvegi. Leita skal álits Skipulagsstofnunar á því hvort sama eigi við um aðrar lóðir sem ná 2 ha stærðarmarki, s.s. lóð nr 21 og 33. Að öðru leyti telur nefndin að búið sé að uppfylla kröfur Skipulagsstofnunar og samþykkir því gögnin með fyrirvara um skilgreininguna hér að ofan.

15.Minna-Hof. deiliskipulag íbúðarlóða

1904019

Landeigendur hafa lagt fram deiliskipulag af svæði sínu. Deiliskipulagið nær til alls 42 lóða í landi Minna-Hofs. Lóðir fyrir íbúðabyggð eru á bilinu 1,1-3,2 ha, en flestar eru þær um 2,5-3 ha að stærð. Ágreiningur er á milli sveitarstjórnar og Skipulagsstofnunar hvort áformin séu í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins.
Það er álit skipulagsnefndar, eftir að hafa farið yfir álit lögfræðings sveitarfélagsins, að gera þurfi breytingar á landnotkun fyrir umrætt svæði, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að íbúðabyggð. Tillagan að deiliskipulaginu hefur verið uppfærð að teknu þessu tilliti og einnig liggur fyrir tillaga að breytingu á landnotkun. Skipulagsnefnd samþykkir fram lagðar tillögur og telur rétt að þær verði auglýstar að nýju.

16.Jarlsstaðir. Deiliskipulag

1907041

Egill Guðmundsson arkitekt frá ARKÍS fyrir hönd eigenda hefur fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði úr landi Stóru-Valla L207661. Skilgreindar verða 3 lóðir þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús, hesthús og skemmu skv. uppdrætti frá Arkís, dags. 12.6.2019. Með bréfi Skipulagsstofnunar voru gerðar athugasemdir við efnisleg atriði á uppdrætti. Lagður er fram uppfærður uppdráttur.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

17.Svínhagi L6A. Deiliskipulag

1909035

Landeigandi hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi af lóð sinni. Áformuð er uppbygging gistiþjónustu á svæðinu ásamt tilheyrandi þjónustubyggingum og íbúðarhúsi. Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá og með 16.10.2019 til og með 27.11.2019.
Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar ábendingar og athugasemdir og telur að búið sé að bregðast við þeim í meðfylgjandi tillögu. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

18.Grásteinn. Deiliskipulag

1810006

Landeigendur hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir bújörð sína, Grástein. Tillaga var auglýst frá 28.8.2019 til og með 9.10.2019. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun eftir auglýsingu.
Rangárþing ytra sendi deiliskipulag Grásteins til Skipulagsstofnunar til yfirferðar samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga með bréfi dags. 18.11.2019. Skipulagsstofnun kom á framfæri athugasemdum við deiliskipulagið með bréfi til sveitarstjórnar dags. 11.12.2019. Þær lutu einna helst að vegi sem er í sameign eigenda lögbýlanna Fagurhóls og Grásteins en samkvæmt deiliskipulagi samþykktu af sveitarstjórn er gert ráð fyrir aðkomu um þann veg. Í innsendum athugasemdum ábúenda Fagurhóls kemur fram að þeir telji að samþykki þeirra þurfi til eigi að hafa sameignarveginn innan deiliskipulagssvæðisins sem og vegna fyrirhugaðrar aðkomu um veginn. Skipulagsnefnd vill árétta bókun frá 19. fundi nefndarinnar 11. nóvember 2019 sem var staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 14.11.2019 en með henni var litið svo á að innsendum athugasemdum hefði verið svarað með fullnægjandi hætti og var umsögn send til hlutaðeigandi. Ekki er ágreiningur um að umræddur vegur er í sameign framangreindra aðila. Skipulagsvaldið er hjá sveitarstjórn sem er heimilt að skipuleggja land innan sinna staðarmarka. Það er ekki eins og hér stendur á forræði skipulagsyfirvalda að taka afstöðu til einkaréttarlegs ágreinings er varðar réttarstöðu tengdum umræddum vegi. Slíka deilu verða aðilar að leysa á öðrum vettvangi. Skipulagsnefnd samþykkir að leiðrétta afmörkun skipulagssvæðis í deiliskipulagi Fagurhóls í samræmi við afmörkun deiliskipulags Grásteins. Nefndin vill árétta að framlagt deiliskipulag nær einungis að landamörkum Grásteins. Að mati skipulagsnefndar hefur öðrum atriðum verið fullnægt og leggur nefndin til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.
Margrét Harpa víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls.

19.Lambhagi. Breyting á deiliskipulagi

1811074

Eigendur Lambhagabúsins hafa lagt fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. í júní 2013. Breyting felur í sér að byggingareitur Ú2 er færður til suðurs og byggingarmagn á honum aukið. Jafnframt er byggingarheimildum á byggingareitum Ú2 og Ú3 víxlað. Um óverulega breytingu er að ræða. Vegna tímaákvæðis í skipulagslögum þarf að afgreiða tillöguna aftur til að auglýsa hana í B-deild stjórnartíðinda.
Skipulagsnefnd staðfestir að um óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða og felur skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.
Margrét Harpa kemur inn aftur.

20.Aðalskipulag Skaftárhrepps

2001028

Skaftárhreppur óskar eftur umsögn vegna lýsingar endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við sjálfa lýsinguna en áskilur sér rétt til frekari umsagna á síðari stigum skipulagsferilsins.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?