23. fundur 09. mars 2020 kl. 16:00 - 17:40 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Hjalti Tómasson
  • Gunnar Aron Ólason
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Skarð 5, landskipti

2002028

Eigendur Skarðs lóðar 5, L164412, óska eftir að fá að stofna tvær lóðir úr spildunni og afmörkun yrði í samræmi við gildandi deiliskipulag af svæðinu frá árinu 2008. Fyrri lóðin fengi heitið Skarðsvegur 2, landeignanúmerið LXXXXXX og stærðina 3400 m2. Seinni lóðin fengi heitið Skarðsvegur 3, landeignanúmerið LXXXXXX og stærðina 3400 m2. Skarð lóð 5 fengi heitið Skarðsvegur 1 og yrði 6428 m2 að stærð eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum.

2.Skrokkhóll. Landskipti

2002050

Jóna Guðrún Ólafssdóttir óskar eftir að fá að skipta úr jörð sinni, Skrokkhóli L227571, 1743 m2 spildu undir borholu. Lóðin fengi landeignanúmerið L229712 og heitið Lunansholt 1S skv. uppdrætti frá eiganda dags. 26.2.2020. Skrokkhóll verður 63,9 ha eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóðinni.

3.Staða byggingarleyfismála

1810046

Staða byggingarleyfismála kynnt
Staða byggingarleyfismála fyrir árið 2019 kynnt

4.Lifrafjallavatn. Bætt aðgengi

2003006

Valtýr Valtýsson fyrir hönd Veiði/fiskræktarfélags Landmannaafréttar óskar eftir heimild til að leggja nýjan vegslóða að Lifrafjallavatni frá Dómadalsleið.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við ósk félagsins og leggur til að veitt verði leyfi til nýrrar aðkomu að vatninu með fyrirvara um að Umhverfisstofnun geri ekki athugasemdir.
Fylgiskjöl:

5.Hella, iðnaðarlóðir við Dynskála

2002009

Sett er fram skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 á Hellu og breytingar á deiliskipulagi. Um er að ræða athafnasvæði við Dynskála, AT3. Svæðið verður stækkað og lóðum fjölgað.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að nauðsynlegum breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 þar sem afmörkun núverandi athafnasvæðis AT3 verði fært að þéttbýlismörkum að austan. Sameiginleg lýsing skipulagsáforma og breytinga á aðalskipulagi verði kynnt með auglýsingu í staðarblaði ásamt því að hún skal send til umsagnaraðila. Jafnframt skal lýsingin kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins. Frestur til ábendinga eða athugasemda skal vera 2 vikur frá birtingu.

6.Hella, miðbæjarskipulag

2002010

Sett er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæjarsvæðið á Hellu. Um er að ræða svæði norðan Suðurlandsvegar. Í deiliskipulaginu verður gerð breyting á gatnakerfi til að bæta umferðaröryggi. Einnig verður lóðum fjölgað til að þétta byggð.
Skipulagsnefndin leggur til að heimild verði veitt til deiliskipulagsgerðar. Lýsing skipulagsáforma verði kynnt skv. gr. 5.2.4. í Skipulagsreglugerð og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Lýsinguna skal kynna með auglýsingu í staðarblaði ásamt því að hún skal send til umsagnaraðila. Jafnframt skal lýsingin kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins. Frestur til ábendinga eða athugasemda skal vera 2 vikur frá birtingu. Nefndin felur skipulagsfulltrúa jafnhliða og eftir atvikum að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 ef og þar sem breytingar verða á umferðarleiðum á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulagsins.

7.Hella, atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar

2002011

Sett er fram skipulagslýsing fyrir gerð deiliskipulags fyrir atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar á Hellu. Um er að ræða svæði austast í þéttbýlinu, verslunar- og þjónustusvæðið VÞ20, athafnasvæðið AT4 og iðnaðarsvæðið I26. Í deiliskipulaginu verða afmarkaðar lóðir, settir byggingarskilmálar og gerð grein fyrir götum, bílastæðum o.fl.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Lýsing skipulagsáforma verði kynnt skv. gr. 5.2.4. í Skipulagsreglugerð og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Lýsinguna skal kynna með auglýsingu í staðarblaði ásamt því að hún skal send til umsagnaraðila. Jafnframt skal lýsingin kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins. Frestur til ábendinga eða athugasemda skal vera 2 vikur frá auglýsingu.

8.Hákot, Þykkvabæ. Deiliskipulag

1907019

Markús Ársælsson hefur lagt fram deiliskipulag af spildu úr landi sínu. Áformað er að byggð verði 3 hús, íbúðarhús, bílgeymsla og skemma. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun eftir auglýsingu þar sem talið var að þyrfti umsögn Siglingasviðs Vegagerðarinnar fyrir gólfkóta á þessum stað. Umsögn frá Siglingasviði barst 6.3. þar sem ekki eru gerðar athugasemdir en bent á að gólfkóti húsa skuli ekki vera neðar en 3.3 mys.
Skipulagsnefnd telur að tillagan hafi verið uppfærð m.t.t. framkominna athugasemda Skipulagsstofnunar.
Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Jarlsstaðir. Breyting á afmörkun frístundasvæðis F74 í aðalskipulagi

2002020

Eigandi Jarlsstaða, L205460, hefur fengið heimild sveitarstjórnar frá fundi þeirra 13.2.2020 til að láta breyta afmörkun frístundasvæðis nr. F74 í aðalskipulagi. Engar aðrar breytingar verða gerðar.
Skipulagsnefnd telur að umrædd breyting falli undir skilgreiningu óverulegrar breytingar þar sem einungis er um breytingu á afmörkun núverandi frístundasvæðis að ræða. Breytingin felur ekki í sér meira rask á hraunsvæði en áður var gert ráð fyrir. Frístundasvæðinu hefir verið fundinn betri staðsetning að teknu tilliti til nálægðar við Rangá og sú breyting hefur engin áhrif á aðra en jarðareiganda. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem um óverulega breytingu sé að ræða.

10.Svínhagi L6B, breyting á landnotkun

1908039

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á spildunni Svínhagi L6B úr landi Svínhaga, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að verslunar- og þjónustusvæði. Tillagan var auglýst frá og með 15.1.2020 til og með 26.2.2020. Engar athugasemdir bárust, hvorki frá almenningi né umsagnaraðilum.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

11.Svínhagi L6B. Deiliskipulag

1903034

Andreas Stedler hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt, Svínhaga L6B, L222399, nú Austurkrók. Gert verði ráð fyrir 6 gestahúsum sem hvert um sig verður allt að 30m2 að stærð og allt að 120m2 þjónustuhúsi, sem einnig getur nýst til gistingar og/eða fyrir starfsfólk. Fyrirhugað er að nýta húsin til útleigu fyrir ferðamenn, starfsfólk og/eða búsetu. Aðkoma verður af Þingskálavegi. Áætlað er að ný byggð muni tengjast þeim veitukerfum sem fyrir eru hjá sveitarfélaginu. Tillagan var auglýst frá og með 15.1.2020 til og með 26.2.2020.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

12.Minna Hof breyting á landnotkun íbúðasvæði

2002027

Sveitarstjórn samþykkti á fundi dags. 13.2.2020 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að íbúðasvæði. Lögð er fram lýsing skipulagsbreytinga.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsing verði kynnt með auglýsingu í staðarblaði ásamt því að hún skal send til umsagnaraðila. Jafnframt skal lýsingin kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins. Frestur til ábendinga eða athugasemda skal vera 2 vikur frá birtingu.

13.Þjóðólfshagi, breyting á landnotkun

1908038

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á 7 lóðum úr Þjóðólfshaga, þar sem núverandi frístundabyggð verði gerð að íbúðasvæði. Samkvæmt áliti Skipulagsstofnunar telur stofnunin að breyta þurfi forsendum skipulagsbreytingarinnar þannig að það svæði þar sem heimila á fasta búsetu verði skilgreint sem íbúðarbyggð í aðalskipulagi.
Það svæði sem nú er skilgreint sem frístundabyggð og átti að fella út og breyta í landbúnaðarsvæði ætti því að vera breytt í íbúðarbyggð.
Skipulagsnefnd tekur undir með Skipulagsstofnun og leggur til að breyting verði á þá leið að núverandi afmörkun frístundasvæða innan umræddra lóða verði skilgreind sem íbúðasvæði. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til annarra athugasemda Skipulagsstofnunar og leggur til að tillagan verði send til endanlegrar athugunar Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áherslu á að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Öldutún. deiliskipulag

1901046

Eigendur Öldutúns L197141, áður Helluvað 2 lóð, hafa lagt fram nýtt deiliskipulag af svæði sínu. Áformað er að skipta spildunni í 3 jafnstórar lóðir til byggingar íbúðarhúsa ásamt bílskúr og gestahúsum. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun eftir auglýsingu þar sem gerðar voru nokkrar athugasemdir. Lögð er fram endurbætt tillaga.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

15.Öldur III, br á aðalskipulagi v Sporðöldu

2003010

Sveitarstjórn, með staðfestingu á tillögu Byggðaráðs um að úthluta lóðum við Sporðöldu til bygginga á íbúðum ætluðum til skammtímaleigu, hefur samþykkt að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins, þar sem heimildir verði settar til útleigu gistingar í flokki II í götunni. Heimildin nær eingöngu til Sporðöldu. Bætt verður eftirfarandi texta í töflu í greinargerð fyrir íbúðabyggð á Hellu: "Í íbúðum við götuna Sporðöldu er heimilt að vera með gistingu í flokki II, tegund "g" í samræmi við 3. og 4. gr. reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016 m.s.br. og skal bílastæðaþörf uppfyllt innan lóða."
Skipulagsnefnd leggur til að erindinu verði frestað og leitað verði álits lögfræðings varðandi skilmála um atvinnustarfsemi í íbúðasvæði í þéttbýli.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?