2003010
Sveitarstjórn, með staðfestingu á tillögu Byggðaráðs um að úthluta lóðum við Sporðöldu til bygginga á íbúðum ætluðum til skammtímaleigu, hefur samþykkt að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins, þar sem heimildir verði settar til útleigu gistingar í flokki II í götunni. Heimildin nær eingöngu til Sporðöldu. Bætt verður eftirfarandi texta í töflu í greinargerð fyrir íbúðabyggð á Hellu: "Í íbúðum við götuna Sporðöldu er heimilt að vera með gistingu í flokki II, tegund "g" í samræmi við 3. og 4. gr. reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016 m.s.br. og skal bílastæðaþörf uppfyllt innan lóða."