24. fundur 14. apríl 2020 kl. 16:00 - 17:15 Fjarfundur í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Gunnar Aron Ólason
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Heiði og Nesbakki 2. Heiðarbakki. Samruni

2003028

Heiði (164504) og Nesbakki 2 (229153) eru samliggjandi landeignir sem liggja austan Þingskálavegar (268). Heiði (164504) er 19,3 ha að stærð en Nesbakki (229153) er 72,9 ha að stærð. Meðfylgjandi uppdráttur sýnir samruna og nafnabreytingu á þessum landeignum. Eftir samrunann fær landeignin nafnið Heiðarbakki. Hún heldur upprunalandeignanúmerinu L164504 og verður 92,2 ha að stærð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heiti á sameinaðri spildu.

2.Landvegamót hringtorg. Framkvæmdaleyfi

2003030

Svanur Bjarnason svæðisstjóri suðursvæðis fyrir hönd Vegagerðarinnar óskar eftir framkvæmdaleyfi til byggingar á hringtorgi við Landvegamót. Um umferðaröryggisaðgerð er að ræða. Áætlaður verktími er sumar 2020.
Skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði framkvæmdaleyfi til uppbyggingar hringtorgs í stað krossvegamóta við Landvegamót skv. fram lögðum gögnum framkvæmdaaðila. Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila, Vegagerðarinnar. Niðurstaða nefndarinnar er að uppbygging hringtorgs á umræddum stað skv. fram lögðum gögnum sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

3.Þjóðlendan Landmannaafréttur í Ásahreppi. Beiðni um umsögn vegna stofnunar þjóðlendu.

2003031

Hreppsnefnd Ásahrepps hefur samþykkt umsókn frá Forsætisráðuneytinu dags. 17.12.2019 um stofnun þjóðlendunnar Landmannaafréttur í Ásahreppi skv. uppdrætti dags. 19.12.2019.
Hreppsnefnd Ásahrepps mælist til að gögn ásamt umsókn verði send sveitarfélagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra til umsagnar.
Skipulagsnefnd Rangárþings ytra gerir ekki athugasemdir við sýnda afmörkun á nýrri þjóðlendu.

4.Landmannalaugar, Mat á umhverfisáhrifum.

1705027

Rangárþing ytra undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum vegna þjónustumiðstöðvar í Landmannalaugum. Tillaga að matsáætlun hefur verið kynnt. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun
Lagt fram til kynningar

5.Vonarskarð - skipulag náttúruverndar og innviða

2004006

Vatnajökulsþjóðgarður óskar umsagnar mögulegra hagsmunaaðila varðandi framtíðarskipulags náttúruverndar og innviða innan landslagsheildarinnar í Vonarskarði.
Skipulagsnefnd Rangárþings ytra telur rétt að heimiluð verði stýrð umferð vélrænna ökutækja ásamt því að landvarsla verði bætt á svæðinu.

6.Bakkaflöt. Deiliskipulag

2004005

Hermann Ólafsson, ráðgjafi skipulagsmála, sækir um fyrir hönd landeigenda að Bakkaflöt, L224483, heimild til að leggja fram deiliskipulag af lóðinni. Gert verði ráð fyrir byggingu frístundahúss ásamt tilheyrandi gestahúsi og geymslu, samanlagt allt að 128 m2
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að stefna tillögunnar samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á kynningu lýsingar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu með fyrirvara um að undanþága frá ákvæðum 5.3.2.12. gr. skipulagsreglugerðar fáist frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um fjarlægð frá byggingareit að lóðamörkum og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ef og þegar undanþága liggur fyrir. Jafnframt telur nefndin að samþykki allra nærliggjandi lóðarhafa skuli liggja fyrir áður en tillagan verður auglýst.

7.Lyngás. Lóð undir spennistöð

2004013

Rarik óskar eftir að fá að afmarka 56 m2 lóð undir spennistöð á landi sveitarfélagsins við Lyngás í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt frá Balta ehf.
Skipulagsnefnd leggur til að farið verði í gerð deiliskipulags af svæðinu áður en ákvörðun verði tekin um staðsetningu lóðar fyrir spennistöð.

8.Gíslholt L165081. Deiliskipulag

2001005

Sverrir G. Kristinsson hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af nokkrum lóðum úr jörð sinni, Gíslholti. Um eru að ræða lóðir undir íbúðarhús og smávægilega atvinnustarfsemi. Tillagan var auglýst frá 19.2.2020 til og með 1.4.2020. Athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands þar sem óskað var eftir frekari rökstuðningi á að talin sé þörf á að vikið skuli vera frá sameiginlegri fráveitu þar sem það á við. Ábendingar bárust frá Vegagerðinni um að tengingar skuli gerðar hornréttar á vegi og að fleirum verði heimilt að nota nýjar tengingar. Umhverfisstofnun óskaði eftir að fjallað yrði um umhverfisáhrif á stöðuvatnið í tillögunni. Minjastofnun fjallaði um sýndar fornleifar og fyrirvara gagnvart þeim.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

9.Bjargstún. Deiliskipulag

1907054

Guðbrandur Einarsson hefur fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína, Ægissíða 1 lóð 1, L218358. Áform eru um að byggja íbúðarhús og útihús á lóðinni í tengslum við flutning á lögheimili. Tillagan var auglýst frá 20.11.2019 til og með 1.1.2020. Athugasemdir bárust frá Vegagerðinni vegna fjarlægða á milli tenginga inná Árbæjarveginn en á síðari stigum var ákveðið að falla frá þeirri athugasemd og samþykkja fram lagða tillögu.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

10.Helluvað 2. Deiliskipulag

1906004

Landeigandi hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta af landi sínu, Helluvað 2. Deiliskipulagið nær til um 8 ha landspildu í landi Helluvaðs 2 í Rangárþingi ytra (landnr. 164511) sem í heild er um 23 ha samkvæmt Fasteignaskrá. Deiliskipulagið tekur til byggingar íbúðarhúss, gestahúss og skemmu. Tillagan var auglýst frá 26.6.2019 til og með 7.8.2019. Í umsögnum aðila komu fram áhyggjur af vatnsvernd vegna aðkomuvegar að spildunni. Óskað var eftir áliti Íslenskra Orkurannsókna varðandi vatnsvernd og varnir gegn mengun. Í uppfærðri tillögu hefur verið komið til móts við framkomnar ábendingar skv. tillögu frá Eflu dags. 28.2.2020.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

11.Snjallsteinshöfði 1C ofl. Deiliskipulag

1905006

Landeigendur þriggja spildna úr landi Snjallsteinshöfða, Snjallsteinsghöfði 1C, Ytrivöllur og Stekkatún, hafa lagt fram deiliskipulag af svæðum sínum. Gert verði ráð fyrir þremur byggingareitum á hverri lóð fyrir íbúðarhús, geymslu og gestahúsum. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun eftir auglýsingu þar sem voru gerðar nokkrar efnislegar athugasemdir.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

12.Haukdalsmelur, deiliskipulag

2003024

Árið 2006 vann Landslag ehf. fyrir hönd Höfðalækjar ehf. tillögu að deiliskipulagi fyrir jörðina Haukadal í Rangárþingi ytra. Á svæðinu var fyrir lendingarstaður fyrir flugvélar en gert var ráð fyrir þremur flugskýlum og félagsheimili auk 22 lóða fyrir frístundahús í deiliskipulaginu.
Tillaga að deiliskipulagi fór í lögbundið auglýsingar- og kynningarferli og var samþykkt í sveitarstjórn 4. apríl 2007. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins var ekki birt í B-deild Stjórnartíðinda eins og lög gera ráð fyrir og því hefur deiliskipulagið aldrei öðlast formlegt gildi. Þrátt fyrir það hefur verið byggt á svæðinu í samræmi við deiliskipulagið og eru sex frístundahús þegar byggð á svæðinu auk eins flugskýlis.
Vegna þessa hefur deiliskipulagið nú verið tekið upp að nýju. Gögn deiliskipulags hafa verið uppfærð í samræmi við viðeigandi lög og reglugerðir auk þess sem tekið er tillit til umsagnar Skipulagsstofnunar sem barst við samþykkt deiliskipulag árið 2007. Forsvarsmenn Höfðalækjar ehf gera engar athugasemdir við framlagða tillögu.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Stóru-Vellir deiliskipulag nokkurra jarða

1703067

Nokkrir landeigendur spildna úr landi Stóru-Valla í Landsveit hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir sínar skv. meðfylgjandi uppdrætti frá Landslagi dags. 10.3.2020. Fyrra ferli skipulagsáforma hefur verið fellt út og áform hér kynnt að nýju þar sem þáverandi endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins kom í veg fyrir að skipulagið næði fram að ganga.
Skipulagsnefnd leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Árbakki, breyting á deiliskipulagi

2004011

Eigendur Árbakka L164961 óska eftir að fá að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi dags. 17.10.2007. Deiliskipulagsreitur er stækkaður til norðurs (svæði 5) og nær nú líka yfir land Snjallssteinshöfða 1B, L223327 sem er um 57ha. Það land er nú orðið í eigu eigenda Árbakka. Svæði 5 er skipt niður í 5 smábýlalóðir sem eru á bilinu 10ha - 13,8ha. Frístundalóðir nr. 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 12, syðst á svæði 1 (F7), eru felldar niður og er það gert vegna fornminja sem þar finnast og landeigendur vilja koma í veg fyrir að byggt verði innanum þær í fjarlægri framtíð. Lögð er fram tillage að breyttu deiliskipulagi frá Landformi, dags. 7.4.2020.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Klettamörk, breyting á landnotkun

1908040

Aurélien Votat hefur fengið heimild til að láta breyta landnotkun á lóð sinni, Klettamörkum úr landi Maríuvalla, þar sem núverandi landbúnaðarnotkun verði að verslunar- og þjónustunotkun. Áform eru uppi um að reist verði alls 8 gistiskálar til útleigu, ásamt íbúðarhúsi til íveru. Ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun með bréfi dags. 28.11.2019. Leiðrétt gögn eru því lögð fram til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að koma til móts við ábendingar og athugasemdir Skipulagsstofnunar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send til athugunar Skipulagsstofnunar að nýju skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áherslu á að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Jarlsstaðir. Breyting á afmörkun frístundasvæðis F74 í aðalskipulagi

2002020

Eigandi Jarlsstaða, L205460, hefur fengið heimild sveitarstjórnar til að láta breyta afmörkun frístundasvæðis nr. F74 í aðalskipulagi. Engar aðrar breytingar verða gerðar. Ákvörðun Skipulagsstofnunar liggur fyrir þar sem ekki var fallist á álit sveitarstjórnar að um óverulega breytingu sé að ræða og þarf því að hefja fullt ferli. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

17.Ásahreppur endurskoðun aðalskipulags 2020-2032

2004002

Ásahreppur hefur hafið endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Lögð er fram sameiginleg lýsing skipulags- og matsáætlunar og óskað eftir umsögn um hana. Lýsing frá Eflu, dags. 2.3.2020.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fram lagða lýsingu en óskar eftir nánu samráði við afmörkun sveitarfélagsmarka á síðari stigum.

18.Friðland að fjallabaki. Stjórnunar- og verndaráætlun

1702054

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar, Rangárþings ytra og Náttúrufræðistofnunar Íslands unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Friðland að Fjallabaki í samráði við ýmsa hagsmunaaðila. Drög að áætluninni hafa nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Lagt fram til kynningar
Fundargerð var send til fundarmanna strax að loknum fundi. Fundarmenn, fyrir utan Sævar Jónsson, sendu tölvupóst til staðfestingar á fundargerðinni.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?