25. fundur 11. maí 2020 kl. 16:00 - 17:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Freyvangur 14 og 16. Beiðni um stækkun lóðar

2003017

Lóðarhafar við Freyvang 14 og 16 óska eftir að fá að stækka lóðir sínar í austur um allt að 5 metra. Bréf sent þess efnis 11.2.2020. Í aðdraganda fundar hafa þó nokkrir aðilar við götuna bæst við og sýnt þessu mikinn áhuga. Undirritun allra lóðarhafa austan við Freyvang liggur fyrir.
Skipulagsnefnd hafnar erindi lóðarhafa.

2.Heiðvangur 20. Breikkun innkeyrslu

2004022

Jón Páll Viðarsson lóðarhafi við Heiðvang nr. 20 óskar eftir að fá að breikka innkeyrslu á lóð sína. Breikkun gæti numið 3-4 metrum sbr. meðfylgjandi skýringarmynd.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda en gerir þá kröfu að umhverfi verði komið í viðunandi horf eftir framkvæmdina. Nefndin tekur enga afstöðu til kostnaðar við viðkomandi framkvæmd að öðru leyti en því að lagt er til að umsækjandi beri allan þann kostnað sem af henni hlýst, þar með frágangi við götu og gangstétt.

3.Brennsluofn fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar

1901058

Skipulagsstofnun óskar með bréfi dags. 20.4.2020 eftir umsögn um tillögu að matsáætlun um brennsluofn fyrir dýrahræ og dýraleifar á Strönd sem Sorpstöð Suðurlands bs. hefur sent stofnuninni.
Skipulagsnefnd telur ljóst að með ákvörðun stjórnar Sorpu bs. um að hætta að taka við úrgangi frá Suðurlandi til urðunar í Álfsnesi og með breyttum áherslum hjá Kölku eru áður viðurkenndar förgunarleiðir ekki lengur til staðar. Auk heldur uppfyllir urðun dýrahræja ekki þær kröfur sem gerðar eru í lögum og reglugerðum um förgun dýraleifa. Fyrirhuguð uppsetning á brennsluofni á Strönd er liður í lausn á þeim bráða vanda sem skapast hefur af þessum sökum. Nefndin telur umrædda tillögu að matsáætlun gera fyllilega grein fyrir framkvæmdinni og umhverfi hennar og taki vel á úrlausnum og verklagi við áframhaldandi vinnu til mats og úrvinnslu á umhverfisáhrifum. Nefndin telur að áformin séu í fullu samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins þar sem umrætt svæði er skilgreint sem iðnaðarsvæði. Framkvæmdin er háð byggingarleyfi skv. 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

4.Hrauneyjalón. Framvkæmdaleyfi fyrir flóðgarði

2005009

Helgi Jóhannesson fyrir hönd Landsvirkjunar óskar eftir framkvæmdaleyfi til byggingar á um 350 metra löngum flóðvarnargarði við flóðgáttir úr Hrauneyjalóni út í Tungnaá skv. meðfylgjandi gögnum framkvæmdaaðila.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir flóðvarnargarð við flóðgáttir úr Hrauneyjalóni og felur skipulagsfulltrúa að sjá um útgáfu þess. Nefndin telur jafnframt að umrædd framkvæmd muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Þar sem umrætt framkvæmdasvæði fellur innan tveggja sveitarfélaga, Rangárþings ytra og Ásahrepps, telur nefndin að gætt skuli að fullu samráði milli aðila ef útgáfa framkvæmdaleyfis fær brautargengi í meðferð Ásahrepps.

5.Hjallanes 2, Bjallabrún og Þórðarhóll deiliskipulag

2005010

Eigendur Hjallaness 2, Þórðarhóls og Bjallabrúnar úr landi Hjallaness, óska eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af lóðum sínum. Gert er ráð fyrir byggingu sumarhúss / íbúðarhúss, gestahúss og skemmu / geymslu á hverri lóð skv. gögnum frá Eflu verkfræðistofu dags. 8.5.2020.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

6.Hagakrókur. Deiliskipulag

2001024

Hróar Magnússon og Jónína Jónsdóttir hafa fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af spildu sinni, Hagakróki, L225766. Áform eru um byggingu íbúðarhúss, hesthúss, skemmu og gestahúsa. Lýsing var kynnt frá 19.2.2020 til og með 6.3.2020 og bárust ábendingar frá Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi frá Eflu dags. 22.4.2020.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Svínhagi 3. Deiliskipulag.

2001025

Lóðarhafar hafa fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af lóð sinni, Svínhaga 3, skv. uppdráttum frá Eflu. Áform eru um byggingu íbúðarhúss og útihúsa. Lýsing var kynnt frá 19.2.2020 til og með 6.3.2020 og bárust athugasemdir frá eigendum Selsundsjarðar við mörk spildunnar gagnvart Selsundi. Ábendingar bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.
Nefndin vill árétta að deiliskipulagstillagan tekur til lóðarinnar Svínhagi 3, L193880, eins og hún er afmörkuð í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og í þinglýstum gögnum. Eðli málsins samkvæmt verður skipulagsnefnd að leggja hina opinberu skráningu til grundvallar við meðferð skipulagstillögunnar.
Skipulagsnefnd tekur að öðru leyti enga afstöðu til þess ágreinings sem er uppi meðal landeigenda á svæðinu. Allar framkvæmdir á grundvelli deiliskipulagsins eru á ábyrgð eigenda lóðarinnar Svínhaga 3, landnr. 193880, en þeim hefur verið gert viðvart um meintan ágreining.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar Vegagerðin hefur veitt samþykki sitt fyrir aðkomu að lóðinni.

8.Minna Hof breyting á landnotkun íbúðasvæði

2002027

Sveitarstjórn samþykkti á fundi dags. 13.2.2020 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að íbúðasvæði. Lýsing á skipulagsáformum var kynnt til og með 2. apríl og bárust athugasemdir við lýsinguna frá nærliggjandi landeigendum og frá umsagnaraðilum. Ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun eftir að tilkynnt hafði verið um tafir á afgreiðslu stofnunarinnar. Jafnframt hefur verið óskað eftir umsögn Búnaðarsambands Suðurlands. Tillaga fyrir auglýsingu var kynnt þann 10. apríl og bárust engar athugasemdir.
Nefndin telur að búið sé að taka tillit til allra athugasemda og leggur til að tillagan verði send til endanlegrar athugunar Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áherslu á að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að taka saman nauðsynleg gögn til að senda til ráðuneytis og óska eftir að viðkomandi svæði verði tekið úr landbúnaðarnotum skv. 2. og 4. mgr. 6. gr. jarðalaga.

9.Gaddstaðir íbúðasvæði í stað frístundasvæðis

1802002

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi fyrir 28 lóðir úr Gaddstöðum þar sem umrætt svæði er breytt úr frístundasvæði í íbúðasvæði. Lögð er fram endurbætt tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem skilmálar hafa verið skilgreindir að nýju og tekið tillit til athugasemda og ábendinga Skipulagsstofnunar. Jafnframt er lögð fram greinargerð til Vegagerðarinnar vegna beiðni hennar um greiningu á umferð.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Jafnframt vísar nefndin í meðfylgjandi greinargerð varðandi greiningu á umferð fyrir svæðið.

10.Hella, miðbæjarskipulag

2002010

Settar eru fram fyrstu hugmyndir að breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæjarsvæðið á Hellu. Um er að ræða svæði norðan Suðurlandsvegar. Í deiliskipulaginu verður gerð breyting á gatnakerfi til að bæta umferðaröryggi. Einnig verður lóðum fjölgað til að þétta byggð.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?