1.Meiri Tunga 3 L165131. Landskipti vegsvæði
2008038
Vegagerðin, fyrir hönd landeigenda að Meiri-Tungu 3, L165131, óskar eftir að fá að skipta út 16.600 m2 undir vegsvæði við Landvegamót skv. uppdrætti frá Vegagerðinni dags. 7.5.2020. Ný spilda fengi landeignanúmerið L230525 og heitið Meiri Tunga 3 vegstæði. Meiri-Tunga 3 L165131 hefur ekki skráða stærð í Þjóðskrá en minnkar sem nemur úttekinni spildu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á spildum.
2.Meiri Tunga land L195063 landskipti vegsvæði
2008037
Vegagerðin, fyrir hönd landeigenda að Meiri-Tungu landi L195063, óskar eftir að fá að skipta út 6.110 m2 undir vegsvæði við Landvegamót skv. uppdrætti frá Vegagerðinni dags. 7.5.2020. Ný spilda fengi landeignanúmerið L230524 og heitið Meiri Tunga land vegstæði. Meiri-Tunga land L195063 verður 24,7 ha eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á spildum.
3.Leirubakki L164988. Landskipti Höfuðból 101 og 102
2008042
Anders Hansen fyrir hönd Emblu ferðaþjónustu ehf, sem landeiganda, óskar eftir að fá að skipta úr jörð sinni 9970 m2 lóð sem fengi heitið Höfuðból 101 og landeignanúmerið L230521 og 10428 m2 lóð sem fengi heitið Höfuðból 102 og landeignanúmerið L230522, skv. uppdrætti frá Eflu, dags. 24.8.2020. Báðar lóðir eru skilgreindar í gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.
4.Minni Vellir L229622 landskipti
2009004
Eigendur Minni Valla 2, L229622, óska eftir að fá að skipta úr jörð sinni, 14,1 ha spildu. Spildan fengi heitið Minni Vellir 5 og landeignanúmerið Lxxxxxx, skv. uppdrætti frá Eflu dags. 31.8.2020.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti með fyrirvara um gildistöku á stofnun Minni Valla 2, L229622, sem er í lokaferli. Nefndin gerir ekki athugasemdir við áformað heiti á spildunni né sýndar aðkomur frá Landvegi.
5.Stóru Vellir landskipti.
2009003
Þorgils Torfi Jónsson, fh. BVH ehf, óskar eftir að fá að skipta úr jörð félagsins Stóru Vellir L165011, 4,064 ha spildu. Spildan fengi heitið Tjarnarlundur og landeignanúmerið L230520, skv. uppdrætti frá Loftmyndum ehf, dags. júní 2020. Áform eru uppi um að ný spilda sameinist L194568 eftir stofnun hennar og að sameinuð lóð héldi heitinu. Jörðin Stóru Vellir minnkar sem nemur útskiptri spildu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á spildunni.
6.Háfshjáleiga L165382. Landskipti
2009013
Þórarinn Vignir Ólafsson fyrir hönd Þórshúss ehf óskar eftir að fá að skipta úr jörð félagsins, 11.767 m2 spildu sem fengi landeignanúmerið L230516 og heitið Kvíósbakki. Lóðin er nefnd Háfshjáleiga 6 skv. uppdrætti frá Afstöðu dags. í júlí 2017.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á spildunni. Nefndin ítrekar að gera þarf grein fyrir aðkomu að spildum þegar áform um uppbyggingu liggur fyrir við gerð deiliskipulags ef það er ekki gert í meðferð landskiptanna sjálfra.
7.Klettamörk, breyting á landnotkun
1908040
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á spildunni Klettamörk úr landi Maríuvalla, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að verslunar- og þjónustusvæði. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun vegna efnislegra atriða í greinargerð. Lögð er fram ný og uppfærð tillaga frá Eflu, breytt dags. 21.8.2020.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
8.Skammbeinsstaðir 1D. Deiliskipulag
2006019
Eigendur lóðarinnar Skammbeinsstaðir 1D leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Gert verði ráð fyrir íbúðarhúsi, gesthúsi, gripahúsi og vélaskemmu. Aðkoma verði af Hagabraut (nr. 286).
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar álit Vegagerðarinnar vegna nýrrar tengingar liggur fyrir.
9.Hagakrókur. Deiliskipulag
2001024
Hróar Magnússon og Jónína Jónsdóttir hafa lagt fram deiliskipulag af spildu sinni, Hagakróki, L225766. Áform eru um byggingu íbúðarhúss, hesthúss, skemmu og gestahúsa.
Efnislegar athugasemdir við greinargerð bárust frá Skipulagsstofnun eftir auglýsingu tillögunnar. Lögð er fram uppfærð tillaga.
Efnislegar athugasemdir við greinargerð bárust frá Skipulagsstofnun eftir auglýsingu tillögunnar. Lögð er fram uppfærð tillaga.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Nefndin samþykkir jafnframt að óskað skuli eftir undanþágu frá grein 5.3.2.5. í skipulagsreglugerð um fjarlægð milli bygginga og vegar.
Fundi slitið - kl. 16:30.