32. fundur 09. nóvember 2020 kl. 16:00 - 17:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Sólstaður. Landskipti

2010044

Eigendur Sólstaðar L227520 óska eftir að fá að skipta úr landi sínu, 68,3 ha landi, sem fengi landeignanúmerið L230849 og heitið Stóru-Skógar, skv. meðfylgjandi gögnum frá Eflu dags. 26.10.2020. Matshluti 01, íbúðarhús og bílskúr verða áfram á L227520.
Samhliða er óskað eftir að gerð verði leiðrétting á hnitapunkti fyrri landskipta sbr. meðfylgjandi uppdrátt frá Eflu dags. 26.10.2020.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti.

2.Ártún. landskipti

2011007

Eigendur Ártúna L164472 óska eftir að fá að skipta úr landi sínu, 2075 m2 lóð, sem fengi landeignanúmerið Lxxxxxx og heitið Ártún 2, skv. meðfylgjandi gögnum frá Landnot dags. 28.10.2020.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti.

3.Ægissíða 2 landskipti

2011018

Verið er að afmarka og staðfesta afmörkun Ægissíðu 2, L165454, alls 263,4 ha að stærð utan sameignarlands.
Eftir afmörkun verði skipt út þremur spildum, Ægissíða 5 L165456 stækkuð úr 1 ha í 13,3 ha, Ægissíða 2A, Lxxxxxx 10 ha og Rangárstíg 9a Lxxxxxx, 6217 m². Ægissíða 2, L165454 verður því 239,5 ha eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti.

4.Árbæjarhellir 2E. Breyting á landnotkun

2009055

Eigendur lóðarinnar Árbæjarhellir 2E óska eftir að fá að flytja lögheimili sitt á lóðina og að gerðar verði breytingar á landnotkun í aðalskipulagi til að svo geti orðið. Lóðin er skilgreind sem frístundalóð í gildandi aðalskipulagi.
Skipulagsnefndin telur að breyta þurfi deiliskipulagi vegna þessa og samþykkir að veita landeigendum heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi dags. 10.3.2016 m.br. 4.7.2017. Nefndin felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem núverandi frístundalóð verði gerð að íbúðalóð með fyrirvara um staðfestingu Vegagerðarinnar á nýrri aðkomu að svæðinu.

5.Gaddstaðir 11. Beiðni um breytingu á landnotkun

2010012

Auðunn Hermannsson og Bergþóra Þorkelsdóttir eigendur lóðar nr. 11 við Gaddstaði óska eftir að landnotkun lóðar sinnar verði breytt úr frístundanotkun í íbúðarhúsanotkun til samræmis við samþykkta skilgreiningu landnotkunar á vestari helming svæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til samræmis við óskir lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við þá breytingu.

6.Gaddstaðir 12. Beiðni um breytingu á landnotkun

1912038

Gunnar J. Gunnarsson eigandi lóðar nr. 12 við Gaddstaði óskar eftir að landnotkun lóðar sinnar verði breytt úr frístundanotkun í íbúðarhúsanotkun til samræmis við samþykkta skilgreiningu landnotkunar á vestari helming svæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til samræmis við óskir lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við þá breytingu.

7.Sólstaður Klettholt deiliskipulag

2011008

Eigendur Sólstaðar og Klettholts óska eftir að fá að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt skv. uppdrætti og greinargerð frá Eflu dags. 4.11.2020. Deiliskipulagið tekur yfir stærstan hluta gildandi skipulags; Kaldakinn í Rangárþingi ytra-deiliskipulag jarðar, sem staðfest var í B-deild dags. 03.12.2018.
Skipulagssvæði Sólstaðar / Klettholts er felldur úr deiliskipulaginu fyrir Köldukinn og unnið nýtt deiliskipulag fyrir það svæði. Samhliða er gerð deiliskipulagsbreyting fyrir Köldukinn svo þar stendur aðeins eftir jörðin Kaldakinn L165092. Á svæðinu er fyrst og fremst gert ráð fyrir byggingum sem tengjast landbúnaði en mögulegt byggingarmagn fer eftir stærð lóða/jarða.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Leynir 2 og 3. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

1911014

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir hluta úr landi Leynis 2 og 3 í Landsveit, þar sem hluti núverandi landbúnaðarsvæðis verði gert að svæði fyrir verslun- og þjónustu. Tillagan var auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi frá og með 20.5.2020 til og með 1.7.2020. Athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum og nærliggjandi landeigendum og eru þær meðfylgjandi. Álit Ísor liggur fyrir um aðgerðir í tengslum við vatnsvernd. Staðfesting frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti liggur fyrir um lausn á landbúnaðarnotum.
Skipulagsnefnd hefur móttekið og fjallað um allar framkomnar athugasemdir og ábendingar sem borist hafa. Svör og viðbrögð við athugasemdum eru hér tekin saman í einu skjali sem sent verður til þeirra er gerðu athugasemdir. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

9.Minna Hof breyting á landnotkun íbúðasvæði

2002027

Sveitarstjórn samþykkti á fundi dags. 13.2.2020 að gerðar yrðu nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að íbúðasvæði. Ráðuneytið hefur samþykkt lausn úr landbúnaðarnotum. Tillagan var auglýst frá og með 2.9.2020 til og með 15.10.2020. Athugasemdir bárust frá nærliggjandi landeiganda með tölvupósti dags. 14.10.2020. Einnig bárust ábendingar og athugasemdir frá umsagnaraðilum.
Skipulagsnefnd hefur móttekið umsagnir og athugasemdir við tillögu að breyttu aðalskipulagi og fjallað um þær. Ekki er tekið undir ábendingar um að um þorpsmyndun sé að ræða, enda lóðir vel stórar og landrými allgott. Þá sé öll uppbygging í ágætri fjarlægð frá landamörkum nærliggjandi jarða. Þá verður ekki heimil starfsemi á svæðinu sem valdið geti óþarfa hávaða, hættu eða mengun. Því telur skipulagsnefnd ekki þörf á að bregðast við innkominni athugasemd.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

10.Gaddstaðir íbúðasvæði í stað frístundasvæðis

1802002

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi fyrir 28 lóðir úr Gaddstöðum þar sem umrætt svæði er breytt úr frístundasvæði í íbúðasvæði. Lögð er fram endurbætt tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem skilmálar hafa verið skilgreindir að nýju og tekið tillit til athugasemda og ábendinga Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að taka tillit til allra fram kominna athugasemda í framlögðum gögnum. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til endanlegrar afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Ekki liggur fyrir umsögn Samgöngustofu við afgreiðslu fundarins þó ítrekað hafi verið eftir henni.

11.Leynir 2 og 3. Deiliskipulag

1907016

Eigandi Leynis 2 & 3 hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt. Gert verði ráð fyrir uppbyggingu þjónustu til ferðamanna. Ákvörðun Skipulagsstofnunar liggur fyrir um að framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. Tillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingum á aðalskipulagi frá og með 20.5.2020 til og með 1.7.2020. Athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum og nærliggjandi landeigendum og eru þær meðfylgjandi. Álit frá ÍSOR liggur fyrir vegna vatnsverndar.
Skipulagsnefnd hefur móttekið og fjallað um allar framkomnar athugasemdir og ábendingar sem borist hafa. Svör og viðbrögð við athugasemdum eru hér tekin saman í einu skjali sem sent verður til þeirra er gerðu athugasemdir.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

12.Minna-Hof. deiliskipulag íbúðarlóða

1904019

Landeigendur hafa fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af svæði sínu. Deiliskipulagið nær til alls 41 lóðar í landi Minna-Hofs, landspildu 1. Lóðir fyrir íbúðabyggð eru á bilinu 1,1-3,2 ha, en flestar eru þær um 2,5-3 ha að stærð. Tillagan var auglýst samhliða breytingum á aðalskipulaginu frá og með 2.9.2020 til og með 15.10.2020. Athugasemdir bárust frá nærliggjandi landeiganda með tölvupósti dags. 14.10.2020. Einnig bárust ábendingar og athugasemdir frá umsagnaraðilum.
Skipulagsnefnd hefur móttekið umsagnir og athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi og fjallað um þær. Ekki er tekið undir ábendingar um að um þorpsmyndun sé að ræða, enda lóðir vel stórar og landrými allgott. Þá sé öll uppbygging í ágætri fjarlægð frá landamörkum nærliggjandi jarða. Þá verður ekki heimil starfsemi á svæðinu sem valdið geti óþarfa hávaða, hættu eða mengun. Því telur skipulagsnefnd ekki þörf á að bregðast við innkominni athugasemd.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

13.Klettamörk deiliskipulag

1904055

Lóðarhafi hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Áform eru uppi um að reist verði alls 8 gistiskálar til útleigu, ásamt íbúðarhúsi til íveru. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi hefur verið auglýst. Lögð er fram leiðrétt tillaga að teknu tilliti til athugasemda og ábendinga Skipulagsstofnunar.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Nestún 17 og 19. Ósk um aflögn göngustígar úr skipulagi

2010041

Eigendur húsanna á lóðum 17 og 19 við Nestún óska eftir að fá að byggja samliggjandi bílskúr á lóðamörkum. Þeir óska eftir að göngustígur á milli lóðamarkanna verði tekinn úr skipulagi svo þetta verði unnt. Helstu rök umsækjanda eru þau að afar stutt er á milli tenginga úr hverfinu með göngustíg á milli lóða 5 og 7 ásamt tengingu úr Hólavangi og því ætti ekki að vera þörf á umræddum göngustíg.
Erindi frestað og kallað eftir áliti frá þjónustumiðstöð fyrir næsta fund.

15.Borgir úr landi Sólvalla. Deiliskipulag

2007005

Eigendur Sólvalla L164553 hafa fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af spildu úr jörð sinni. Spildan heitir Borgir og er áformað að byggja íbúðarhús, bílskúr og gestahús á lóðinni. Lögð er fram tillaga frá Eflu í formi greinargerðar og uppdráttar dags. 23.10.2020.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Þjóðólfshagi, breyting á landnotkun

1908038

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á ákveðnum lóðum úr Þjóðólfshaga, þar sem núverandi frístundabyggð verði gerð að íbúðasvæði. Tillagan var auglýst frá 20.5.2020 til og með 1.7.2020. Athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum. Áform voru jafnframt kynnt á aðalfundi sumarhúsafélagsins Þjóðólfs án athugasemda.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

17.Ármót. Deiliskipulag

2008007

Hafliði Halldórsson fyrir hönd Ármótabúsins, kt. 540502-6410, hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi af svæði úr jörð félagsins. Um er að ræða uppbyggingu gisti- og ferðaþjónustu á svæðinu. Tillagan var auglýst frá og með 2.9.2020 til og með 15.10.2020.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

18.Rangárslétta. Deiliskipulag

2009050

Skúli K. Skúlason eigandi Rangársléttu ásamt Oddi Hermannssyni frá Landform ráðgjafa í skipulagsmálum leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Rangársléttu úr landi Leirubakka.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Marteinstunga tankur. Deiliskipulag

1903013

Veitur leigja um 1500 ferm. lóð af landeiganda í Marteinstungu, skv. langtímasamningi. Áformað er að byggja lítið dæluhús, hjá núverandi miðlunartanki hitaveitu til að auka þrýsting á hitaveitukerfi veitunnar. Einnig verður gert ráð fyrir bættri aðkomu að svæðinu. Tillaga var endurauglýst frá og með 2.9.2020 til og með 15.10.2020 og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsstofnun hefur þegar samþykkt að heimila auglýsingu í B-deild stórnartíðinda til gildistöku.
Lagt fram til kynningar.

20.Jarlsstaðir. Breyting á afmörkun frístundasvæðis F74 í aðalskipulagi

2002020

Eigandi Jarlsstaða, L205460, hefur fengið heimild sveitarstjórnar til að láta breyta afmörkun frístundasvæðis nr. F74 í aðalskipulagi. Engar aðrar breytingar verða gerðar. Óskað hefur verið eftir lausn úr landbúnaðarnotum til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og barst staðfesting þess efnis með tölvupósti 6.11.2020 þar sem ráðuneytið samþykkir lausn.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?