33. fundur 07. desember 2020 kl. 16:00 - 17:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Minni Vellir landskipti

2011032

Landeigandi Minni-Valla, landnr. 164995 óskar eftir að skipta úr landi sínu þremur spildum. Lækjarvellir, landnr. 230921 og yrði 92.285 m2, Iðavellir landnr. 230922 og stærðin 28.705 m2 og Óskasteinn landnr. 230923 og stærðin 17.671 m2. Minni Vellir L164995 verða 239.3 ha eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum.

2.Gaddstaðir 1, stækkun lóðar

2011031

Rangárþing ytra hefur samþykkt að lóðin Gaddstaðir 1 skuli stækkuð til jafns við núverandi girðingar á norðurmörkum hennar. Um er að ræða 9074.4 m2 sem fer úr jörðinni Gaddstöðum L164482. Gaddstaðir 1 verður 50774.4 m2 eftir að búið verður að sameina spildurnar.
Erindi frestað og óskað frekari gagna

3.Stokkalækur Potthóll landskipti

2012007

Pétur Kr. Hafstein óskar eftir að fá að sameina Stokkalæk 1, L164554, og Potthól, L197798 í Stokkalæk L164554. Úr sameinaðri jörð, Stokkalæk L164554, á svo að skipta út tveimur spildum, annars vegar Tindaseli 1, Lxxxxxx, stærð 54,2 ha og hins vegar Tindaseli 2, Lxxxxxx, stærð 70,1 ha. Matshutarnir 02 0101 íbúð og 17 0101 Hótel eiga að flytjast yfir á Tindasel 1, Lxxxxxx
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum.

4.Keldur landskipti

2012012

Óskað er eftir að skipta úr jörðinni Keldum, L164522, 129 ha jörð skv. uppdráttum frá Ríkiseignum. Ný spilda fengi heitið Keldur og fengi landeignanúmerið L231095. Upprunajörðin fengi heitið Keldur II. Samhliða þeirri stofnun er óskað eftir staðfestingu á afmörkun lóðarinnar Keldur lóð L218323, sem er um 7000 m2 að stærð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum.
Fylgiskjöl:

5.Þétting byggðar lausar lóðir

1311025

Skipulagsfulltrúi hefur tekið saman ábendingar og hugmyndir um þéttingu byggðar innan þéttbýlis á Hellu.
Skipulagsnefnd leggur til að núverandi leiksvæði við Baugöldu verði aflagt og fært á nýjan stað skv. samþykktu skipulagi Öldusvæðisins. Samkvæmt því deiliskipulagi er leiksvæði ætlað á milli Langöldu 20 og Baugöldu 25. Samhliða leggur nefndin til að núverandi leiksvæði við Baugöldu verði gert að tveimur íbúðalóðum með aðkomu frá Baugöldu. Göngustígur verði settur á milli lóðanna svo komast megi óhindrað frá Bolöldu og norður úr.
Nefndin hefur einnig skoðað möguleikann á að þétta byggð og telur að leiksvæði skuli vera Bergöldumegin norðan við blokkina á Fossöldu. Opna svæðið við Breiðölduna yrði þá gert að íbúðalóð með aðkomu frá Breiðöldu.

6.Suðurlandsvegur 1-3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2012001

Heimir Hafsteinsson fyrir hönd Suðurlandsvegar 1-3 hf óskar eftir að fá að staðsetja skilti við aðkomuna að Miðjunni frá Suðurlandsveginum, í samræmi við gögn frá Eflu dags. 1.12.2020.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða staðsetningu á skilti

7.Lúnansholt IV, lóð B2. Ósk um breytingu á landnotkun

2011026

Sævar Kristinsson eigandi lóðar B2 úr Lunansholti IV óskar eftir að fá að breyta landnotkun á spildu sinni. Núverandi skilgreining er frístundasvæði í aðalskipulagi og óskað er eftir að hún verði skilgreind fyrir íbúðasvæði. Eigandi vill ekki útiloka að flytja lögheimili sitt á staðinn.
Skipulagnsnefnd telur að ekki séu nægar forsendur fyrir því að gera breytingu á landnotkun á lóðum innbyrðis innan skilgreindra frístundasvæða ef þær liggja ekki að jaðri viðkomandi svæðis og verða þar með umluktar frístundalóðum. Nefndin getur því ekki fallist á ósk umsækjanda.

8.Háfshjáleiga land 4 Deiliskipulag

2012003

Helgi Sigurðsson, eigandi Háfshjáleigu lands 4, sækir um heimild til að leggja fram deiliskipulag af lóð sinni skv. uppdrætti frá Emil Þór Guðmundssyni dags. 10.11.2020. Gert verði ráð fyrir allt að 10 smáhýsum, 2 íbúðarhúsum og 2 frístundahúsum, gróðurhúsi, skemmu og hesthúsi allt að 3000 m2.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Gljáin, breyting á deiliskipulagi

2012011

Ársæll Markússon óskar eftir að fá að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið dags. 27.4.2020 þar sem heimild til byggingar á allt að 60 m2 sumarhúsi verður bætt við.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis og hefur engin áhrif á aðra en lóðarhafa og sveitarfélagið.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur enga ástæðu til grenndarkynningar vegna staðsetningar á lóðinni gagnvart öðrum íbúum.

10.Viðauki við landsskipulagsstefnu 2015-2026. Tillaga til kynningar

2011023

Skipulagsstofnun leggur hér með fram til kynningar tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt umhverfismati, í samræmi við 11. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Auk þess felur tillagan í sér breytingar á gildandi landsskipulagsstefnu varðandi skipulag haf- og strandsvæða m.t.t. laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða.
Lagt fram til kynningar.

11.Skammbeinsstaðir 1D. Deiliskipulag

2006019

Eigendur lóðarinnar Skammbeinsstaðir 1D leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Gert verði ráð fyrir íbúðarhúsi, gestahúsi, gripahúsi og vélaskemmu. Aðkoma verði af Hagabraut (nr. 286). Tillagan var auglýst frá og með 30.9.2020 til og með 11.11.2020.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

12.Lækjartúnslína 2 og Selfosslína 2. Umsókn um framkvæmdaleyfi

2010033

Sigurður Sigurjónsson hjá Mannvit verkfræðistofu fyrir hönd Landsnets sækir um framkvæmdaleyfi til lagningar jarðstrengja Lækjartúnslínu 2 og Selfosslínu 2 skv. meðfylgjandi gögnum málsins.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem skilgreind er lagnaleið á umræddu svæði. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd lagning rafstrengs sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

13.Bakkaflöt. Deiliskipulag

2004005

Hermann Ólafsson, ráðgjafi skipulagsmála, sækir um fyrir hönd landeigenda að Bakkaflöt, L224483, heimild til að leggja fram deiliskipulag af lóðinni. Gert verði ráð fyrir byggingu frístundahúss ásamt tilheyrandi gestahúsi og geymslu, samanlagt allt að 128 m2. Tillagan var auglýst frá og með 14.10.2020 til og með 25.11.2020.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

14.Klettamörk, breyting á landnotkun

1908040

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á spildunni Klettamörk úr landi Maríuvalla, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að verslunar- og þjónustusvæði. Tillaga var auglýst frá og með 14.10.2020 til og með 25.11.2020.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

15.Sultartangastöð. deiliskipulag

1907015

Landsvirkjun vinnur að gerð deiliskipulags fyrir Sultartangastöð. Mannvirki stöðvarinnar eru í þremur sveitarfélögum; Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Ásahreppi og Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið snýst um að staðfesta núverandi landnotkun. Auk þess var unnin mannvirkjaskráning fyrir stöðina og settir skilmálar í tengslum við hana. Þá voru fornminjar skráðar. Skipulagssvæðið er um 1.010 ha að stærð. Lýsing var kynnt frá og með 27.11.2019 til og með 18.12.2019. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Grásteinn. Deiliskipulag

1810006

Deiliskipulag hefur tekið gildi fyrir jörðina Grástein í Rangárþingi ytra með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda þann 30.6.2020, nr. 654/2020. Sveitarstjórn samþykkti viðkomandi tillögu að deiliskipulagi þann 14.5.2020. Ákvörðun sveitarstjórnar var kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Lagður er fram úrskurður nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar.

17.Hella, miðbæjarskipulag

2002010

Sett er fram skipulagstillaga fyrir breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæjarsvæðið á Hellu. Um er að ræða svæði norðan Suðurlandsvegar. Í deiliskipulaginu verður gerð breyting á gatnakerfi til að bæta umferðaröryggi. Einnig verður lóðum breytt og fjölgað til að þétta byggð. Ný tillaga er lögð fram ásamt gögnum sem sýna akstursferla rúta og stærri bíla um svæðið.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

18.Minna Hof breyting á landnotkun íbúðasvæði

2002027

Sveitarstjórn samþykkti á fundi dags. 13.2.2020 að gerðar yrðu nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að íbúðasvæði. Ráðuneytið hefur samþykkt lausn úr landbúnaðarnotum. Tillagan var auglýst frá og með 2.9.2020 til og með 15.10.2020. Búið er að afgreiða og svara þeim sem gerðu athugasemdir. Í afgreiðslubréfi skipulagsstofnunar dags. 4.12.2020 er gerð athugasemd við að ekki skuli hafa verið tekin afstaða til umsagna Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits og er kallað eftir því.
Skipulagsnefnd hefur móttekið ábendingar skipulagsstofnunar frá 3. desember við tillögu að breyttu aðalskipulagi og fjallað um þær. Skipulagsnefnd telur að búið sé að taka tillit til allra fram kominna athugasemda og ábendinga. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

19.Minna-Hof. deiliskipulag íbúðarlóða

1904019

Landeigendur hafa lagt fram deiliskipulag af svæði sínu. Deiliskipulagið nær til alls 41 lóðar í landi Minna-Hofs, landspildu 1. Lóðir fyrir íbúðabyggð eru á bilinu 1,1-3,2 ha, en flestar eru þær um 2,5-3 ha að stærð. Tillagan var auglýst samhliða breytingum á aðalskipulaginu frá og með 2.9.2020 til og með 15.10.2020. Fjallað hefur verið um fram komnar athugasemdir frá umsagnaraðilum og þeim sem gerðu athugasemdir send svör sveitarstjórnar. Með bréfi skipulagsstofnunar 4.12.2020 voru gerðar athugasemdir og eru þær hér meðfylgjandi.
Skipulagsnefnd hefur móttekið ábendingar og athugasemdir skipulagsstofnunar sem barst með tölvupósti 3. desember sl við tillögu að deiliskipulagi og fjallað um þær. Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?