37. fundur 12. apríl 2021 kl. 16:00 - 17:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Minni Vellir 5. Landskipti

2103042

Eigandi Minni Valla L164955 óskar eftir að stofnuð verði spilda úr landi sínu sem sameina á við Minni Velli 5, 194212, skv. meðfylgjandi gögnum. Spildan Minni Velli 5 stækkar úr 6681 m2 skráðri stærð í 7911 m2 skv. uppdrætti frá Landnotum dags. 2.6.2020 og sem var jafnframt notað sem fylgiskjal fyrri landskipta úr Minni-Völlum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

2.Leirubakki landskipti. Fjallaland 59 og 61

2103045

Landeigandi óskar eftir staðfestingu sveitarstjórnar á landskiptum úr jörð sinni, Leirubakki, L164988. Skipt er út tveimur lóðum rétt utan við skipulagt svæði Fjallalands. Lóðirnar fá heitið Fjallaland 59 annars vegar, stærð 10.055 m2 og Lxxxxxx og hins vegar Fjallaland 61, stærð 10.048 m2 að stærð og Lxxxxxx í samræmi við uppdrátt frá Eflu dags. 10.3.2021. Leirubakki jörðin L164988 er skráð án stærðar í Þjóðskrá en minnkar sem útskiptum spildum nemur.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

3.Leirubakki L164988. Landskipti. Höfuðból 103 og 104

2103075

Anders Hansen fyrir hönd Emblu ferðaþjónustu ehf, landeiganda, óskar eftir að fá að skipta úr jörð sinni 10346 m2 lóð sem fengi heitið Höfuðból 103 og landeignanúmerið Lxxxxxx, og 11119 m2 lóð sem fengi heitið Höfuðból 104 og landeignanúmerið Lxxxxxx, skv. uppdrætti frá Eflu, dags. 24.3.2021. Umræddar lóðir eru hluti af gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

4.Rangárslétta landskipti

2104016

Landeigandi óskar eftir því að fá að skipta út 2,99 ha úr landi sínu. Ráðgert er að sú spilda sameinist lóð nr. 112 úr Höfuðbóli L229785. Höfuðból 112 er 1,07 ha í dag en verður 4,06 ha eftir samrunann. Rángárslétta er 48,2 ha í dag en verður 45,21 ha eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

5.Þjóðólfshagi 6. Breyting á landnotkun

2103064

Eigandi lóðar nr. 6 í Þjóðólfshaga óskar eftir að breyting verði gerð á landnotkun lóðar sinnar í aðalskipulagi sveitarfélagsins, þar sem núverandi frístundanotkun verði breytt í íbúðarnot. Viðkomandi hefur áform um fasta búsetu á lóðinni ef umrædd breyting nær fram að ganga.
Skipulagnsnefnd telur að ekki séu nægar forsendur fyrir því að gera breytingu á landnotkun á lóðum innan skilgreindra frístundasvæða ef þær liggja ekki að jaðri viðkomandi svæðis sbr. þær lóðir sem þegar hafa fengið heimild til breytinga innan svæðisins. Nefndin getur því ekki fallist á ósk umsækjanda að sinni.

6.Borgarbraut 4. Ósk um breytingu á landnotkun.

2103046

Lóðarhafi og eigandi lóðar nr. 4 við Borgarbraut í Þykkvabæ óskar eftir að breyting verði gerð á landnotkun lóðar sinnar í aðalskipulagi sveitarfélagsins, þar sem núverandi íbúðarnotkun verði breytt í verslunar- og þjónustunot. Viðkomandi hefur rekið ferðaþjónustutengda starfsemi á lóð sinni í fjölda ára og hefur hug á að auka við möguleika sína. Umrædd lóð er upphafslóð núverandi íbúðabyggðar að Borg.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi og viðkomandi lóð verði breytt úr íbúðarnotkun í verslunar- og þjónustu. Nefndin telur breytinguna geta stutt við uppbyggingu í ferðaþjónustu fyrir svæðið. Nefndin leggur því til að gerð verði tilheyrandi breyting í aðalskipulagi og heimilar jafnframt umsækjanda að gera nauðsynlegar breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið.

7.Eystri-Kirkjubær. Deiliskipulag

2104007

Landeigandi Eystri-Kirkjubæjar óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af svæði úr jörð sinni. Gert er ráð fyrir 4 nýjum lóðum, þar af einni þar sem íbúðarhús jarðarinnar stendur. Skilgreind verður lóð undir annað íbúðarhús auk lóða undir gestahús og reiðskemmu.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Geitamelur o.fl. Deiliskipulag

2008025

Lóðarhafar að lóðunum Gunnarsholti landi L187434 og Geitamel L164498 óska eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag. Á lóð L187434 eru gerðir tveir byggingarreitir. Gert verði ráð fyrir aðstöðuhúsum, einu húsi á hvorum byggingarreit. Umsókn frá Einrúm ehf, uppdráttur dags. 18.8.2020.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Ártún 4A. Fyrirspurn um nýja lóð undir íbúðarhús með aðgengi frá Þrúðvangi.

2103070

Eigendur lóðarinnar Ártúns 4A óska eftir að sveitarstjórn taki afstöðu til byggingar íbúðarhúss á lóðinni með aðkomu frá Þrúðvangi.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við að viðkomandi lóð verði byggð að því tilskyldu að tenging inná lóðina verði tryggð frá Þrúðvangi í stað þess að tengjast Ártúni. Ef svo fer ætti heiti lóðarinnar að breytast í Þrúðvang 40 sem er næsta raðnúmer við núverandi lóðir við Þrúðvang.

10.Fjallaland. Breyting á deiliskipulagi

2103076

Eigandi Leirubakka, lands undir frístundasvæðinu Fjallalandi, óskar eftir að gerðar verði breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Fjallaland dags. 1.2.2006. Bætt verði við tveimur lóðum nr. 59 og 61 í framhaldi af núverandi lóðum á svæðinu. Nýju lóðirnar fylgja þeim skilmálum sem gilda um sambærilegar lóðir í gildandi skipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Nefndin telur þó réttast að áformin verði kynnt nærliggjandi eigendum lóða sem nýjar lóðir hafa áhrif á.

11.Efra-Sel 3E. Breyting á deiliskipulagi

2104020

Vignir Bjarnason fyrir hönd landeigenda að Fagraseli, Bjallaseli, Bjalladal og Sveitinni (áður Efra-Sel 3E) óskar eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi dags. 27.11.2018. Byggingarreitur B1 verður felldur út og nýir byggingarreitir afmarkaðir innan þriggja lóða, Bjallasels, Bjalladals og Sveitarinnar. Aðkoma að lóðum skilgreind. Uppdráttur frá Akk_ur arkitektum, dags. 31.3.2021. Um landbúnaðarland er að ræða í aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Höfuðból lóðir 111 og 112. Breyting á deiliskipulagi

2104014

Eigandi lóða nr. 111 og 112 úr Höfuðbóli óskar eftir að fá að leggja fram breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðisins frá síðustu breytingu dags. 11.8.2020 þar sem lóð 112 var færð í heild sinni til austurs. Breytingin nú er fólgin í að stækka lóð nr. 112 ásamt því að breyting er gerð á legu göngustígar í gegnum lóðina og settar fram tilheyrandi kvaðir vegna þess. Uppdráttur frá Landform dags. 6.4.2021.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur ekki ástæðu til grenndarkynningar þar sem fyrirhugaðar breytingar koma ekki til með að hafa áhrif á aðra aðila á svæðinu.

13.Bjargstún. Deiliskipulag

1907054

Guðbrandur Einarsson hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína, Bjargstún, L218358. Áform eru um að byggja íbúðarhús og útihús á lóðinni. Tillagan var endurauglýst vegna tímaákvæða í skipulagslögum frá og með 17.2.2021 til og með 31.3.2021. Fyrir auglýsingu barst staðfesting frá ráðuneyti um undanþágu frá grein 5.3.2.5. í skipulagsreglugerð vegna fjarlægðar frá vegi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að birta auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda til gildistöku skipulagsins.

14.Selalækur 2 (Lundarskarð) Deiliskipulag íbúðarlóðar

2101052

Þorgeir Þórðarson eigandi Selalækjar 2 óskar eftir heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð undir íbúðarhús. Aðkoma að lóðinni verður í framhaldi af núverandi húsum jarðarinnar og verði gert ráð fyrir byggingu tveggja íbúðarhúsa og bílskúrs í samræmi við uppdrætti frá Eflu dags. 21.1.2021. Tillagan var auglýst skv. skipulagslögum frá og með 17.2.2021 til og með 31.3.2021.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

15.Jarlsstaðir. Deiliskipulag frístundasvæðis

2002008

Landeigendur hafa fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af ca. 50 ha svæði undir frístundabyggð fyrir um 35 lóðir. Gerðar hafa verið breytingar á afmörkun núverandi frístundasvæðis F74 í aðalskipulagi. Lögð er fram tillaga frá Arkís dags. 7.2.2020 þar sem gert er ráð fyrir rúmum lóðum sem heimilt væri að byggja sumarhús og gestahús / geymslu á hverri lóð.
Tillagan var auglýst skv. skipulagslögum frá og með 17.2.2021 til og með 31.3.2021. Athugasemdir bárust frá Umhverfisstofnun vegna framkvæmda á friðuðu hrauni. Ábending barst frá Vegagerðinni um að allar tengingar inná þjóðvegi verði hornréttar og a.m.k. 20m jafnháir þjóðvegi.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og
samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Öldur 3. Deiliskipulag. Lóð bætt við Skyggnisöldu

2104019

Rangárþing ytra hefur samþykkt að bætt verði við lóð undir parhús við Skyggnisöldu 8 á Hellu. Samhliða er færsla á göngustíg og reiðleið felld niður. Lögð er fram tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið. Greinargerð og uppdráttur frá Eflu dags. 7.4.2021. Gildandi deiliskipulag er frá maí 2018.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

17.Litlavík. breyting á deiliskipulagi.

2101046

Sigurður Strange óskar eftir að fá að leggja fram breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 21.3.2018 þar sem breyting verði gerð á texta varðandi byggingarmagn. Stærð bygginga fari úr 150 m2 í 250 m2 og mænishæð íbúðarhúss eykst úr 6 m mv gólfhæð húss í 7 m mv gólfhæð húss. Tillaga umsækjanda hefur verið grenndarkynnt og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til vörslu skipulagsstofnunar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem um óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða.

18.Breytingar í aðalskipulagi 2016-2028

2104021

Fyrirhugað er að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun fyrir nokkur svæði innan sveitarfélagsins. Breytingarnar eru:
Litli Klofi 2, breyting úr frístundasvæði í íbúðarsvæði;
Gaddstaðir, breyting úr frístundasvæði í íbúðarsvæði;
Þjóðólfshagi, breyting úr frístundasvæði í íbúðarsvæði;
Borgarbraut 4 í Þykkvabæ, breyting úr íbúðasvæði í verslunar- og þjónustusvæði;
Landsveit vatnsverndarsvæði, breyting á afmörkun grannsvæðis;
akstursíþróttasvæði við Gunnarsholtsveg, breyting úr skógræktar- og landbúnaðarsvæði í íþróttasvæði.
Lögð er fram lýsing skipulagsáætlunar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning fari fram með auglýsingu í landsblaði, staðarblöðum og birt á heimasíðu sveitarfélagsins og gildi í þrjár vikur frá birtingu.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?