39. fundur 17. maí 2021 kl. 13:00 - 14:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Sólveig Olga Sigurðardóttir og Ásgeir Jónsson, ráðgjafar frá Eflu, fóru yfir helstu áherslur á skipulagssvæðinu.

1.Hella, atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar

2002011

Lagðar eru fram hugmyndir fyrir gerð deiliskipulags fyrir atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar á Hellu. Um er að ræða svæði austast í þéttbýlinu, verslunar- og þjónustusvæðið VÞ20, athafnasvæðið AT4 og iðnaðarsvæðið I26. Í deiliskipulaginu verða afmarkaðar lóðir, settir byggingarskilmálar og gerð grein fyrir götum, bílastæðum o.fl.
Farið yfir helstu afmarkanir og aðkomuleiðir. Rætt var um að settar verði gangstéttir meðfram helstu vegum á svæðinu, Fákaflötum og Sleipnisflötum og að þær götur verði breiðari en aðrar innri götur. Tenging inná svæðið frá væntanlegu hringtorgi á Suðurlandsvegi verði tengd Sleipnisflötum. Lagt til að aðkoma að Gaddstöðum hestasvæðinu verði með Sleipnisflötum og og eftir lægðinni á milli svæðanna í stað þess að liggja utanmeð öllu svæðinu.
Ráðgjöfum þökkuð góð yfirferð.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?