43. fundur 11. október 2021 kl. 16:00 - 18:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Næfurholt. Landskipti

2108037

Eigendur Næfurholts óska eftir að fá að skipta út tveimur lóðum úr jörð sinni í samræmi við uppdrátt frá Landtækni dags. 17.8.2021. Fyrri lóðin fengi heitið Næfurholt 2, stærð 7.000 m2 og landeignanúmerið L232212. Seinni lóðin fengi heitið Lambhústún, stærð 757 m2 og landeignanúmerið L232213. Stærð jarðarinnar minnkar í samræmi við stærðir útskiptra lóða.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum.

2.Múli landskipti.

2110017

Lóðin Múlaland L165049 var skipt úr landi Múla L164996 fyrir allnokkrum árum. Lóðin var upphaflega skráð 10000 m2 og girt samkvæmt samkomulagi eigenda og lóðarhafa. Lóðin er hér GPS mæld að nýju og hnitsett í fyrsta skiptið. Lóðin mælist nú 12296 m2. Aðkoma að lóðinni er eftir vegslóða sem liggur af Landvegi (26) við Brúarlund. Múli L164996 verður 372,7 ha eftir landskiptin. Óskað er eftir að heiti lóðarinnar breytist í Múlaland B.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða breytingu á afmörkun Múlalands L165049 né fyrirhugað heiti á lóðinni.

3.Staða byggingarleyfismála

1810046

Staða byggingarleyfismála kynnt
Lagt fram til kynningar

4.Brekkur 1C - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2110012

Ágúst Ómar Eyvindsson óskar eftir að fá að byggja um 59,5 m2 íbúðarhús á lóð sinni Brekkur 1C í samræmi við uppdrætti frá Sigurði Unnari Sigurðssyni, dags. 20.8.2021. Áform umsækjanda eru í samræmi við aðalskipulag Rangárþings ytra en þar er viðkomandi lóð skilgreind sem landbúnaðarsvæði. Ekkert deiliskipulag er af svæðinu. Þó hefur verið byggt á lóðinni Brekkur 1B en þar er íbúðarhús. Aðkoma er af Suðurlandsvegi meðfram Brekkum 1B og framhjá lóðinni Brekkur 1A. Samþykki nærliggjandi lóðarhafa liggur fyrir.
Skipulagsnefnd telur að áform séu í samræmi við ákvæði kafla 2.3.8 um stakar framkvæmdir í aðalskipulagi sveitarfélagsins 2016-2028. Þar sem samþykki allra hagaðila liggur nú þegar fyrir samþykkir nefndin áformin og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa verið lögð fram.

5.Landmannalaugar, Mat á umhverfisáhrifum.

1705027

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um mat á umhverfisáhrifum uppbyggingar í Landmannalaugum skv. 10. gr. laga nr. 106/2000. Umsagnaraðilar skulu gefa álit sitt í samræmi við 24. gr. reglugerðar nr. 660/2015. Í umsögn skal umsagnaraðili gera grein fyrir hvort hann telji að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaraðila á þeim, þörf á að kanna tiltekin atriði frekar, mótvægisðagerðum og vöktun.
Skipulagsnefnd telur að greinilega sé brugðist við þeim áhrifum sem umrædd framkvæmd kunni að hafa á umhverfi sitt með þeim hætti að ekki verði um veruleg neikvæð áhrif að ræða. Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í framlagðri matsáætlun. Umhverfisáhrif hafa verið lágmörkuð með fullnægjandi mótvægisaðgerðum og vöktun.

6.Nestún 17. Bygging bílskúrs út fyrir byggingarreit.

2110018

Rúnar Steinn Gunnarsson Nestúni 17 óskar eftir að fá að byggja bílgeymslu á lóð sinni. Gert er ráð fyrir að bílgeymslan fari út fyrir byggingarreit að aftanverðu, næst Helluvaðsvegi.
Skipulagsnefnd samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við grein 5.9.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og að allir lóðarhafar við Nestún verði kynnt áformin formlega. Frestur til athugasemda skal vera 4 vikur frá útgáfudegi bréfs.

7.Næfurholt. Deiliskipulag

2105005

Silje Dalen fyrir hönd landeigenda að Næfurholti hefur lagt fram deiliskipulag af tveimur lóðum úr Næfurholti í samræmi við uppdrátt frá Eflu dags. 29.4.2021. Gert verði ráð fyrir lóð undir íbúðarhús og bílskúr sem fengi heitið Næfurholt 2 ásamt lóð undir skemmu. Sú lóð fengi heitið Lambhústún. Aðkoma er af Þingskálavegi (268) um núverandi aðkomuveg (2759). Tillagan var auglýst frá 26.5.2021 til og með 7.7.2021. Engar athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum en skipulagsstofnun telur að áform séu ekki í samræmi við ákvæði aðalskipulagsins um heimilaða uppbyggingu. Gerð var breyting á greinargerð skipulagsins þar sem bætt var inn texta varðandi helgunarsvæði minja, veghelgunarsvæði bætt við og lóð fyrir skemmu var felld út.
Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og ábendingar og telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

8.Vatnasvið Hólmsár. Tillaga að friðlýsingu.

1809027

Friðlýsing Hólmsársvæðisins hefur tekið gildi með ákvörðun Umhverfis- og auðlindaráðherra.
Lagt fram til kynningar

9.Fjallaland. Breyting á deiliskipulagi

2103076

Eigandi Leirubakka, lands undir frístundasvæðinu Fjallalandi, hefur óskað eftir að gerðar verði breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Fjallaland dags. 1.2.2006. Bætt verði við tveimur lóðum nr. 59 og 61 í framhaldi af núverandi lóðum á svæðinu. Nýju lóðirnar fylgja þeim skilmálum sem gilda um sambærilegar lóðir í gildandi skipulagi. Á síðasta fundi skipulagsnefndar var samþykkt að landeiganda verði heimilt að leggja fram endurbætta tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi þar sem tekið verður á þeirri náttúruvá sem af sprunguhreyfingum getur orðið og staðsetning byggingareita innan lóðanna verði fyrir komið þar sem mannvirki í nálægð við sprunguna verði fyrir sem minnstum áföllum vegna hennar. Velja skuli staðsetningu mannvirkja þar sem hraunbreiðan er sléttust og minnst sprungin svo takmarka megi áhrif af völdum hreyfingar og mögulegra skjálfta. Lögð er fram ný tillaga frá Eflu dags. 17.9.2021
Skipulagsnefnd leggur til að mænisstefna verði felld út úr skilmálum sökum stærða á lóðum og ríkjandi vindátta á svæðinu. Nefndin samþykkir tillöguna að öðru leyti og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

10.Aksturssvæði vélhjóla og svæði undir litboltavelli

2101036

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á svæði úr löndum sveitarfélagsins vestan við Gunnarsholtsveg norðan Suðurlandsvegar, þar sem hluti af núverandi skógræktar- og landgræðslusvæði SL1 verði gert að íþróttasvæði ÍÞ6. Tillaga að breytingu var auglýst frá og með 25.8.2021 til og með 6.10.2021. Athugasemd barst frá hestamönnum og eigendum hesthúsa á Hellu þar sem mótmælt er fyrirhugaðri staðsetningu á akstursíþróttasvæði. Ábending barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um að landmótun væri starfsleyfisskyld. Ábending varðandi hljóðvist barst frá Umhverfisstofnun ásamt að gera þyrfti frekari grein fyrir mótvægi gegn rykmengun.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að sveitarstjórn þurfi að setja skýrar reglur um starfsemi svæðisins við gerð deiliskipulagsins. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

11.Þjóðólfshagi, breyting á landnotkun

1908038

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á nokkrum lóðum úr Þjóðólfshaga, þar sem núverandi frístundabyggð verði gerð að landbúnaðarsvæði að nýju. Bæst hafa við lóðir frá fyrri breytingu. Tillaga að breytingum var auglýst frá 25.8.2021 til og með 6.10.2021. Athugasemd barst frá Umhverfisstofnun þar sem stofnunin telur mikilvægt að tillagan taki á samræmi við kafla 2.1.1. í landsskipulagsstefnu og núgildandi aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar. Í greinargerð segir: Þrátt fyrir að landsskipulagsstefna miði eingöngu að uppbyggingu utan þéttbýlis vegna staðbundinnar atvinnu þá styrkir heilsársbúseta viðhald og rekstur veitukerfa sem halda þarf út auk þess að það eykur gæði byggðar vegna nálægðar við náttúru. Verið er að byggja upp í nágrenni við núverandi vega- og veitukerfi.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

12.Gaddstaðir, breyting á landnotkun

1908036

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á Gaddstöðum, þar sem núverandi frístundabyggð verði gerð að íbúðabyggð. Bæst hafa við nokkrar lóðir frá fyrri breytingu. Tillaga var auglýst frá og með 25.8.2021 til og með 6.10.2021. Ábending barst frá Skipulagsstofnun um að skýra þyrfti betur skipulagsákvæði í greinargerð varðandi umfang íbúðabyggðarinnar. Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um að skýra þurfi betur afmörkun vatnsverndarsvæðis við nærliggjandi vatnsból sem þjónar t.d. byggðinni í Þykkvabæ. Athugasemd barst frá Umhverfisstofnun þar sem stofnunin telur mikilvægt að tillagan taki á samræmi við kafla 2.1.1. í landsskipulagsstefnu og núgildandi aðalskipulagi.
Í ljósi athugasemdarinnar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands leggur Skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps meti stöðuna gagnvart vatnsvernd umrædds vatnsbóls og veiti rökstudda umsögn um tilhögun eða nauðsynlegar aðgerðir telji hún þess þörf. Nefndin leggur til að afgreiðslu tillögunnar verði frestað þar til niðurstaða liggur fyrir. Nefndin telur að brugðist hafi verið við öðrum ábendingum og athugasemdum sem borist hafa.

13.Borgarbraut 4. Ósk um breytingu á landnotkun.

2103046

Lóðarhafi og eigandi lóðar nr. 4 við Borgarbraut í Þykkvabæ hefur fengið heimild sveitarstjórnar til breytinga á landnotkun lóðar sinnar í aðalskipulagi sveitarfélagsins, þar sem núverandi íbúðarnotkun verði breytt í verslunar- og þjónustunot. Viðkomandi hefur rekið ferðaþjónustutengda starfsemi á lóð sinni í fjölda ára og hefur hug á að auka við möguleika sína. Umrædd lóð er upphafslóð núverandi íbúðabyggðar að Borg. Tillaga að breytingu var auglýst frá og með 25.8.2021 til og með 6.10.2021.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

14.Minni Vellir. Afmörkun vatnsverndarsvæðis

2109011

Við endurskoðun Aðalskipulags Rangárþings ytra 2010-2022 var gerð breyting á afmörkun grannsvæðis vatnsverndar við Tvíbytnulæk og Kerauga eftir rannsóknir og skýrslu ÍSOR-2016/067. Sú breyting skilaði sér ekki inn í gögn/heimasíðu ISOR, sveitarfélags eða til landeigenda. Í ljósi þessa óskaði sveitarfélagið eftir því að ÍSOR endurskoðaði afmörkun grannsvæðis vatnsverndar við Tvíbytnulæk og Kerauga. Lýsing skipulagsáætlunar var kynnt frá og með 21.4.2021 til og með 14.5.2021. Athugasemd barst frá þremur landeigendum úr Litla-Klofa. Lögð er fram tillaga skipulagsáforma frá Eflu dags. 4.10.2021.
Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar ábendingar og athugasemdir sem bárust í kynningu lýsingarinnar og telur að tekið hafi verið tillit til þeirra við gerð tillögunnar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Litli Klofi 2, breyting á landnotkun í aðalskipulagi

2012027

Að beiðni eigenda 12 lóðar úr landi Litla Klofa 2 hefur sveitarstjórn heimilað að landotkun lóða þeirra verði breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Um er að ræða stærstan hluta úr svæði merkt F37 í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Allar lóðirnar eru samliggjandi og liggja allar neðan við Stóru-Valla veg. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir. Fimm lóðir verða áfram í frístundanotkun og eru þær allar samliggjandi í jaðri svæðisins að mörkum Stóru-Valla. Lýsing skipulagsáætlunar var kynnt frá og með 21.4.2021 til og með 14.5.2021. Lögð er fram tillaga skipulagsáforma frá Eflu dags. 5.10.2021.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Bjalli 1, L229405. Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar.

2109051

Eigendur Bjalla 1, L229405, Ingibjörg Hulda Yngvadóttir og Ingvar Þór Magnússon óska eftir framkvæmdaleyfi til ræktunar skógar á samtals 44,4 ha svæði úr jörð þeirra, skv. meðfylgjandi gögnum málsins. Samningur liggur fyrir við Skógræktina þar sem afmarkað er það svæði sem ætlað er til skógræktar. Uppdráttur frá Skógræktinni dags. 26.7.2021.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um áform um skógrækt á 44,4 ha svæði á landi sínu. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin leggur jafnframt til að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi þar sem viðkomandi svæði verði breytt úr landbúnaðarsvæði í Skógræktar- og landgræðslusvæði og fái merkinguna SL15 í greinargerð aðalskipulagsins

17.Árbæjarhellir 2. Breyting á deiliskipulagi.

2110006

Landeigendur og lóðarhafar í Árbæjarhelli 2 óska eftir að fá að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi frá 2016, breytt 2017. Breytingar eru í skipulagsferli á landnotkun í aðalskipulagi þar sem svæðinu verður breytt úr frístundasvæði í íbúðasvæði og taka framlagðar breytingar nú mið af því.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Haraldur Eiríksson vék af fundi eftir að gerð var athugasemd við setu hans. Sævar Jónsson vék af fundi.

18.Landmannahellir. Breyting á deiliskipulagi

2007003

Umhverfisstofnun í samráði með hagsmuna- og rekstraraðilum í Landmannahelli leggur fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið. Helstu breytingar eru þær að óbyggðar lóðir verði felldar út, lóðamörkum einstakra lóða breytt, bætt við möguleikum á byggingu þjónustuhúsa og gert ráð fyrir tjaldsvæðum bæði á efra svæðinu og á bökkum Helliskvíslar. Skipulagsnefnd féllst ekki á að felldar yrðu út tvær lóðir úr fyrra skipulagi og hafnaði því erindi umsækjenda. Sveitarstjórn staðfesti niðurstöðu nefndarinnar. Samráðsfundur var haldinn með aðilum og málin reifuð. Lögð er fram greinargerð Umhverfisstofnunar þar sem gerð er frekari grein fyrir áherslum málsins.
Skipulagsnefnd telur ekki forsvaranlegt að lóðir verði felldar út úr skipulagi og aðrar stækkaðar og byggingarmagn frekar aukið. Nefndin telur að ekki hafi verið viðhaft nægilegt samráð við sveitarfélagið við gerð núverandi tillögu. Nefndin leggur því til að skipaðir verði fulltrúar frá sveitarfélaginu til frekara samráðs um tillöguna. Nefndin frestar erindinu.

Bókun fulltrúa Á-lista:
Undirrituð finna að því að formaður skipulags- og umferðarnefndar sitji fundinn undir umræðum þessa máls þar sem undirrituð telja hann vera hagsmunaaðila að málinu.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Yngvi Harðarson
Haraldur Eiríksson kom aftur á fundinn.

19.Eirð. lóð úr landi Haga við Gíslholtsvatn, 165214, deiliskipulag

1710007

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið ehf hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína fyrir starfsemi leiðtoga- og kyrrðarseturs. Áform eru uppi um byggingar á gistiskálum og kennslustofum. Tillagan var auglýst frá og með 28.7.2021 til og með 8.9.2021. Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um að gera þurfi betur grein fyrir útfærslu fráveitu.
Skipulagsnefnd frestar erindinu þar sem nauðsynleg gögn hafa ekki borist.

20.Fosshólar 3 og 4. Deiliskipulag

2107005

Hermann Ólafsson fyrir hönd eigenda að Fosshólum 3 og 4 hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að á hvorum stað megi byggja íbúðarhús, gestahús og reiðhöll / skemmu. Tillagan var auglýst frá og með 28.7.2021 til og með 8.9.2021. Ábending barst frá Vegagerðinni um að sýna þurfi svæði undir veghelgun. Athugasemd barst frá Minjastofnun um að færa þurfi staðsetningu og útlínur gamals garðs inná skipulagsuppdrátt.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

21.Hella, atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar

2002011

Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar á Hellu. Um er að ræða svæði austast í þéttbýlinu, verslunar- og þjónustusvæðið VÞ20, athafnasvæðið AT4 og iðnaðarsvæðið I26. Í deiliskipulaginu verða afmarkaðar lóðir, settir byggingarskilmálar og gerð grein fyrir götum, bílastæðum, frágangi á lóðamörkum o.fl. Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá og með 23.6.2021 til og með 3.8.2021 og bárust engar athugasemdir frá umsagnaraðilum en athugasemd barst frá skipulagsstofnun um að skýra þurfi betur legu veitna innan svæðis og einnig að svo virðist sem stærð og afmörkun iðnaðarsvæðis sé í ósamræmi milli aðal- og deiliskipulags.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum. Nefndin leggur áherslu á að meginveitur eru fyrirhugaðar utan svæðis en ef svo er að einhverjar muni lenda innan svæðis, þá komi fram kvaðir um slíkt á mæliblöðum sbr. kafla 3.3. í greinargerð deiliskipulagsins.
Þá komi það fram í aðalskipulagi og í meðfylgjandi tillögu að deiliskipulagi að starfsemi geti flætt milli svæða. Því sé ekki þörf á breytingu á afmörkun svæða í aðalskipulagi. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

22.Fossabrekkur

2109053

Rangárþing ytra hefur samþykkt að vinna að gerð deiliskipulags fyrir Fossabrekkur. Lögð er fram lýsing skipulagsáætlunar.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um skilmála í lýsingu og telur að öllum megináherslum séu gerð góð skil. Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í framlagðri greinargerð með tilkynningunni. Umhverfisáhrif hafa verið lágmörkuð með fullnægjandi mótvægisaðgerðum og vöktun. Skipulagsnefnd telur því að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna og leggur til að hún verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning standi yfir í tvær vikur frá auglýsingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?