44. fundur 08. nóvember 2021 kl. 17:15 - 18:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Hólmatjörn, landskipti

2110034

Sólveig Benjamínsdóttir, eigandi Hólmatjarnar L219184, óskar eftir að stofnuð verði 5,0 ha lóð úr jörð sinni. Lóðin sem um ræðir var áður til með landnúmerið L190395 en felld niður á sínum tíma. Lóðin fengi landeignanúmerið L232611 og heitið Hólmatjörn 1.
Notast er við uppdrátt frá Hljóðvist og hönnun dags. í október 2007.
Íbúðarhús, skemma og gróðurhús eiga að fylgja yfir á nýja lóð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformað heiti á nýrri lóð. Nefndin telur að umrædd áform um nýtingu lóðarinnar sé í samræmi við stefnu aðalskipulagsins um landnotkun.

2.Hallstún L209741 deiliskipulag

2111023

Linda B. Gunnlaugsdóttir óskar eftir að fá að leggja fram deiliskipulag af landi sínu, Hallstúni L209741 í samræmi við lýsingu frá Aðalsteini Snorrasyni Arkís, dags. 4.11.2021.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

3.Árbæjarhellir 2 og Ægissíða - Heiðarbrún. Breyting á landnotkun

2106014

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gerðar verði breytingar á landnotkun tveggja svæða vestan Ytri-Rangár. Annars vegar nokkurra Ægissíðulóða frá Árbyrgi/Bjargi til og með Heiðarbrún þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að íbúðasvæði og hins vegar Árbæjarhelli 2 þar sem núverandi frístundasvæði verði gert að íbúðasvæði. Tillagan var auglýst frá og með 15.9.2021 til og með 27.10.2021.
Sveitarfélagið leggur áherslu á gott framboð lóða til uppbyggingar, í þéttbýli sem dreifbýli, svo framarlega sem það spilli ekki verndarsvæðum og sé í samræmi við stefnu í aðalskipulagi. Að öðru leyti og sem svar við öðrum athugasemdum eða ábendingum er vísað í texta meðfylgjandi aðalskipulagsbreytingar.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu þar sem tekið hefur verið tillit til fram kominna ábendinga og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

4.Varmidalur / Gröf. Breyting á landnotkun. Efnistaka

2103009

Landeigendur Grafar og Varmadals hafa fengið heimild til að landnotkun verði breytt og heimiluð efnistaka í gryfjum við Hróarslæk. Reiknað er með að efnistaka verði allt að 50.000 m3 af sandi. Yfirlýsing beggja landeigenda liggur fyrir. Tillagan var auglýst frá og með 15.9.2021 til og með 27.10.2021.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

5.Aksturssvæði vélhjóla og svæði undir litboltavelli. Br á landnotkun

2101036

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á svæði úr löndum sveitarfélagsins vestan við Gunnarsholtsveg norðan Suðurlandsvegar, þar sem hluti af núverandi skógræktar- og landgræðslusvæði SL1 verði gert að íþróttasvæði ÍÞ6. Eftir að fresti til athugasemda lauk barst athugasemd frá Vegagerðinni. Vegagerðin bendir á hugmynd frá árinu 2011 að færslu á Gunnarsholtsvegi þar sem tenging við Suðurlandsveginn fer yfir viðkomandi aksturssvæði. Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemdir en bendir á að stofnuninni verði send viðbrögð við athugasemdum sem fram komu áður en birting auglýsingar í B-deild fer fram.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar ábendingar. Nefndin telur að gera verði nánari grein fyrir breyttri legu á Gunnarsholtsvegi í fyrirhuguðu deiliskipulagi. Nefndin ítrekar fyrri bókun sína.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

6.Gaddstaðir, breyting á landnotkun

1908036

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á Gaddstöðum, þar sem núverandi frístundabyggð verði gerð að íbúðabyggð. Bæst hafa við nokkrar lóðir frá fyrri breytingu. Tillaga var auglýst frá og með 25.8.2021 til og með 6.10.2021. Ábending barst frá Skipulagsstofnun um að skýra þyrfti betur skipulagsákvæði í greinargerð varðandi umfang íbúðabyggðarinnar. Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um að skýra þurfi betur afmörkun vatnsverndarsvæðis við nærliggjandi vatnsból sem þjónar t.d. byggðinni í Þykkvabæ. Athugasemd barst frá Umhverfisstofnun þar sem stofnunin telur mikilvægt að tillagan taki á samræmi við kafla 2.1.1. í landsskipulagsstefnu og núgildandi aðalskipulagi. Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi skipulagsnefndar þar sem óskað var eftir áliti frá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps um afmörkun grannsvæðis og hvort viðkomandi svæði hafi áhrif á umrætt vatnsból. Lögð er fram skýrsla frá Jónasi Ketilssyni jarðeðlisfræðingi og álit Vatnsveitunnar.
Nefndin telur að fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi norðan við Hróarslæk þar sem breytingar eiga sér stað á skilgreiningu íbúðar- og frístundabyggðar varði ekki líklega legu fjarsvæðis né heldur stækkun grannsvæðis í samræmi við skýrslu frá Jónasi Ketilssyni jarðeðlisfræðingi. Af þeim sökum er ástæðulaust að fresta afgreiðslu á breytingu á aðalskipulagi við Gaddstaði á þeim forsendum að fjarsvæði vatnsbóla við Selalæk skorti þar sem ljóst má þykja að svæðið við Gaddstaði liggur utan við líklega legu fjarsvæðisins. Niðurstaða frá fundi Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps styður við ofangreint álit.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Umsagnaraðilum verði jafnframt send niðurstaða fundarins.

7.Borgarbraut 4. Deiliskipulag

2109012

Lóðarhafi Borgarbrautar 4 hefur lagt fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóð sína. Gildandi deiliskipulag er síðan í ágúst 2008. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi er í lokaferli. Gert verði ráð fyrir að heimilt verði að vera með gistingu fyrir allt að 40 gesti og fasta búsetu fyrir eigendur/starfsfólk. Tillagan var auglýst frá og með 15.9.2021 til og með 27.10.2021.
Skipulagsnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?