45. fundur 06. desember 2021 kl. 16:00 - 17:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Dynskálar 50. Skipting lóðar

2112004

Lögð er fram hugmynd að skiptingu lóðar nr. 50 við Dynskála þar sem bætt er við lóð nr. 50b, stærð 2411 m2 og landeignanúmer L232813. Stærð Dynskála 50 breytist og verður 2102 m2 eftir skiptin. Um sameiginlega aðkomu að báðum lóðum verður að ræða. Uppdráttur frá Landnot dags. 12.11.2021. Lóðarhafa Dynskála 50 hefur verið kynnt fram lögð gögn.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við skiptingu lóðarinnar og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu.

2.Stóru Vellir landskipti. Hríshólar

2112006

Eigendur Stóru-Valla L165011 óska eftir að fá að skipta út 12 ha spildu úr jörð sinni samkvæmt uppdrætti frá Landnotum dags. 2.12.2021. Lóðin fengi heitið Hríshólar og myndi sameinast lóðinni Stóru-Vellir lóð L192639 og héldi því landeignanúmeri. Jörðin Stóru-Vellir L165011 minnkar sem nemur útskiptri spildu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á nýrri lóð.

3.Lagning rafstrengs frá Hálendismiðstöð að Haldi, framkvæmdaleyfi

2111057

Verkís fyrir hönd Rarik óskar eftir framkvæmdaleyfi til lagningar á 3x50mm² streng frá spenni við Hálendismiðstöð í Hrauneyjum að aðstöðuhúsi við Hald norðan Tungnár. Lögð eru fram drög að uppdráttum frá Verkís sem sýna lagnaleið dags. 19.11.2021.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem skilgreind er starfsemi á umræddu svæði. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

4.Keldur, stækkun bílastæðis og áfangastaður

2112009

Guðmundur Lúther Hafsteinsson fyrir hönd Þjóðminjasfns Íslands óskar eftir framkvæmdaleyfi til stækkunar á núverandi bílastæðum og uppbyggingu upplýsingasvæðis við bílastæðin í samræmi við innsend gögn. Umókn send 3.12.2021.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem skilgreind er starfsemi á umræddu svæði. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

5.Hamarsholt, deiliskipulag

2111059

Óli Jóhann Færseth og Jóhanna Karlsdóttir óska eftir að fá að leggja fram deiliskipulag af landi sínu, Hamarsholti L228110 í samræmi við tillögu frá Pétri Jónssyni dags. í nóvember 2021. Áform eru um að landinu verði skipt í þrjár lóðir þar sem skilgreindir verði fjórir byggingarreitir. Á öllum reitum verði heimilt að byggja allt að 350 m2 íbúðarhús ásamt geymslu/hesthúsi.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Bogatún 1. Fyrirspurn um breytingu á parhús

2112019

Margrét Erla Eysteinsdóttir sem fékk úthlutað lóð nr. 1 við Bogatún til að byggja á henni einbýlishús, óskar eftir að fá henni breytt til að byggja á henni parhús, sbr. fyrirspurn senda 6.12.2021.
Skipulagsnefnd getur ekki séð að parhús henti á umræddri lóð og hafnar því erindinu.

7.Bogatún 2. Fyrirspurn um breytingu í parhús

2112020

Erla Brimdís Birgisdóttir sem fékk úthlutað lóð nr. 2 við Bogatún til að byggja á henni einbýlishús, óskar eftir að fá henni breytt til að byggja á henni parhús, sbr. fyrirspurn senda 6.12.2021.
Skipulagsnefnd getur ekki séð að parhús henti á umræddri lóð og hafnar því erindinu.

8.Rangá, veiðihús deiliskipulag

2112001

Eigendur lóða L165412, L198604 og l223017 óska eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af verslunar- og þjónustusvæði sínu við Rangá. Skilgreindar eru byggingarheimildir á núverandi lóðum ásamt því að lóðin L223017 færist til án breytingar á stærð. Jafnframt eru bílastæði skilgreind og aðkoma að lóðum fastsett. Deiliskipulagstillaga lögð fram af Eflu dags. 6.12.2021.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Árbæjarhellir 2. Breyting á deiliskipulagi.

2110006

Landeigendur og lóðarhafar í Árbæjarhelli 2 hafa fengið heimild til að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi frá 2016, breytt 2017. Breytingar á landnotkun í aðalskipulagi þar sem svæðinu var breytt úr frístundasvæði í íbúðasvæði er lokið með birtingu auglýsingar þar um og taka framlagðar breytingar nú mið af því.
Skipulagsnefnd með staðfestingu sveitarstjórnar hefur veitt heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá nýtingarhlutfalli, útliti né formi viðkomandi svæðis. Eingöngu er um að ræða breytingar á byggingarskilmálum vegna umræddrar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi ásamt örlitlum breytingum á afmörkun byggingareita innbyrðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og telur enga ástæðu til grenndarkynningar þar sem breytt áform hafa engin áhrif á aðra en þá sem hlut eiga að máli.

10.Fossabrekkur

2109053

Rangárþing ytra hefur samþykkt að vinna að gerð deiliskipulags fyrir Fossabrekkur. Lýsing hefur verið kynnt og bárust nokkrar athugasemdir. Tillaga er lögð fram.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Snjallsteinshöfði 1C ofl. Deiliskipulag

1905006

Landeigendur þriggja spildna úr landi Snjallsteinshöfða, Ásholt, Ytrivöllur og Stekkatún, hafa lagt fram deiliskipulag af svæðum sínum. Gert verði ráð fyrir þremur byggingareitum á hverri lóð fyrir íbúðarhús, geymslu og gestahúsum. Tillagan var auglýst um mitt ár 2019. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun eftir auglýsingu þar sem voru gerðar nokkrar efnislegar athugasemdir. Lögð eru fram ný gögn.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna þess hve langur tími hefur liðið frá síðustu auglýsingu.

12.Eirð. lóð úr landi Haga við Gíslholtsvatn, 165214, deiliskipulag

1710007

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið ehf hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína fyrir starfsemi leiðtoga- og kyrrðarseturs. Áform eru uppi um byggingar á gistiskálum og kennslustofum. Tillagan var auglýst frá og með 28.7.2021 til og með 8.9.2021. Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um að gera þurfi betur grein fyrir útfærslu fráveitu. Lögð fram uppfærð gögn.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

13.Lyngás 5, deiliskipulag

1910028

Eigendur lóðarinnar Lyngás 5 óskuðu eftir að fá að skipuleggja allt að 1500 m2 svæði úr lóð sinni undir aðstöðu fyrir húsvagna, skv. uppdrætti frá Eflu dags. 2.10.2019. Erindið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þar sem afgreiðslu á því var frestað vegna umsagnar Vegagerðarinnar. Eigendur óska eftir breytingum á áformum sínum þar sem nú er óskað eftir að einungis verði um deiliskipulag fyrir lóð 5 að ræða og gert verði ráð fyrir allt að þremur gistiskálum á lóðinni í stað svæðis undir húsvagna. Fyrirspurn er eingöngu í textaformi.
Skipulagsnefnd telur að veita eigi umsækjanda heimild til að leggja fram nýja tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína, þrátt fyrir að niðurstaða sé ekki fengin í aðkomumál svæðisins í heild sem unnið hefur verið að í samráði við Vegagerðina. Ný áform umsækjanda fela í sér að heimilt verði að staðsetja allt að 3 gistiskála á lóðinni sem nýta skuli sömu aðkomu og nú er frá Suðurlandsveginum. Þar sem umsækjandi rekur umfangsmikla þjónustu á lóð sinni telur nefndin að umrædd áform muni ekki hafa nein umtalsverð áhrif til aukningar á umferð frá því sem nú er.

14.Fjallaland. Breyting á deiliskipulagi

2103076

Eigandi Leirubakka, lands undir frístundasvæðinu Fjallalandi, hefur lagt fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi fyrir Fjallaland dags. 1.2.2006. Bætt verði við tveimur lóðum nr. 59 og 61 í framhaldi af núverandi lóðum á svæðinu. Tillagan var auglýst frá og með 20.10.2021 til og með 1.12.2021. Engar athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum en athugasemd barst frá Landslögum fyrir hönd nokkurra lóðarhafa þar sem ítrekaðar eru fyrri athugasemdir sömu aðila við kynningu skipulagslýsingar. Einnig bárust stuðningsyfirlýsingar við þær athugasemdir frá þremur öðrum lóðarhöfum á svæðinu.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og fór yfir svör við þeim. Tekin voru saman helstu atriði úr athugasemdum og svör við þeim skilgreind. Samantekt verður send þeim sem gerðu athugasemdir og verður einnig hluti af afgreiðslu nefndarinnar. Nefndin telur að áform umsækjanda um að bætt verði við tveimur lóðum á svæðið muni ekki hafa umtalsverð áhrif á svæðið og getur því ekki fallist á fram komnar athugasemdir sem að því lýtur.
Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Litli Klofi 2, breyting á landnotkun í aðalskipulagi

2012027

Að beiðni eigenda 12 lóðar úr landi Litla Klofa 2 hefur sveitarstjórn heimilað að landotkun lóða þeirra verði breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Um er að ræða stærstan hluta úr svæði merkt F37 í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Allar lóðirnar eru samliggjandi og liggja allar neðan við Stóru-Valla veg. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir. Fimm lóðir verða áfram í frístundanotkun og eru þær allar samliggjandi í jaðri svæðisins að mörkum Stóru-Valla. Tillagan hefur verið samþykkt af sveitarstjórn en athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun sem þarfnast umfjöllunar áður en stofnunin getur tekið afstöðu til tillögunnar.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir stofnunarinnar. Beiðni kom frá öllum lóðarhöfum um breytingu á landnotkun. Lóðir eru misstórar og stefnt á búfjárhald á nokkrum lóðum og því æskilegt að svæðið sé skilgreint sem landbúnaðarland. Uppbygging svæðis hefur ekki neikvæð áhrif á uppbyggingaráform í landi Stóru-Valla. Að öllu framansögðu, þykir ekki ástæða til að gera breytingar á tillögu til breytingar aðalskipulags.
Nefndin telur að búið sé að svara því sem skipulagsstofnun kallaði eftir og samþykkir því tillöguna til auglýsingar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin vill árétta að strax í kjölfar gildistöku breytingarinnar verði hafist handa við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

16.Ægissíða 2, deiliskipulag

1608021

Óskað var eftir undanþágu til ráðuneytis frá d-lið gr. 5.3.2.5 fyrir lóð nr. 1 við Rangárstíg og hefur sú undanþága verið veitt. Í framhaldinu hefur lóðarhafi lóðar nr. 4 óskað eftir að fá að byggja út fyrir skilgreindan byggingarreit lóðar sinnar. Skipulagsfulltrúi sendi erindi til ráðuneytis með tölvupósti dags. 5.7.2021 þar sem áherslur voru raktar. Skipulagsstofnun samþykkti fyrir sitt leyti að veitt skildi undanþága frá umræddri grein með bréfi dags. 26.10.2021. Ráðuneytið óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um undanþágu frá umræddri grein.
Skipulagsnefnd leggur til að ekki verði gerð athugasemd við að undanþága verði veitt frá ákvæðum skipulagsreglugerðar hvað varðar lið 5.3.2.5 sem tekur á fjarlægð milli bygginga og vegar.

17.Landsnet. Jarðstrengur frá Hellu að Landeyjafjöru

2107019

Landsnet hefur hafið undirbúning að lagningu nýs jarðstrengs sem liggja á frá tengivirki á Hellu að tengivirkinu í Rimakoti ofan Landeyjafjöru. Í því sambandi óskar Landsnet eftir að umrædd lagnaleið verði færð inná uppdrátt aðalskipulags sveitarfélagsins. Sveitarstjórn vísaði málinu til afgreiðslu skipulagsnefndar á fundi þeirra 11.11.2021.
Skipulagsnefnd leggur til að gerð verði nauðsynleg breyting á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem tiltekin lagnaleið verði skilgreind í samræmi við reglur þar um. Að auki telur nefndin ákjósanlegt í ljósi tímasetningar að samhliða verði sett inn lega nýs göngu- og hjólreiðastígar meðfram Suðurlandsvegi á milli Hellu og Hvolsvallar.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?