46. fundur 10. janúar 2022 kl. 16:00 - 17:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Suðurlandsvegur 1-3. Samruni eldri lóða í Miðvang 1.

2112039

Lögð er fram tillaga að samruna lóðanna Suðurlandsvegur 1, 1176 m², Suðurlandsvegur 3, 1031 m², Suðurlandsvegur 1-3, 607 m², Dynskálar 4, 1833 m² og millilóð, skipt út úr L164482, 1457 m² sem alls gera 6105 m². Lóðin fengi heitið Miðvangur 1 í samræmi við gildandi deiliskipulag og héldi landeignanúmeri Suðurlandsvegar 1-3, L219041. Landskiptauppdráttur frá Landnotum ehf dags. 17.12.2021.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Nefndin leggur til að heiti lóðarinnar skuli breytt í samræmi við gildandi deiliskipulag í Miðvang 1 eins fljótt og hægt er.

2.Þjóðólfshagi 1, L165164, Landskipti og leiðrétting á afmörkun.

2201013

Eigandi Þjóðólfshaga 1, L165164, hefur óskað eftir að stofnuð verði landspilda úr jörð sinni í samræmi við uppdrætti frá Landnotum dags. 22.12.2021. Skipt verði út 66.097 m² spildu sem nýtt hefur verið sem beitarhólf síðustu ár en tilheyrt hefur lóð 31 úr landi Þjóðólfshaga. Spildan fengi heitið Þjóðólfshagi 31b. Samkvæmt verklýsingu á uppdrætti er markalínan sem snertir nýja spildu á móti landi Berustaða, skilgreind upp á nýtt skv. þinglýstum gögnum frá 1959.
Skipulagsnefnd telur að það sé ekki hlutverk nefndarinnar eða sveitarstjórnar að úrskurða um landamerki á milli jarða í einkaeigu ef um ágreining er að ræða á milli viðkomandi landeigenda. Slíkt þurfi landeigendur sjálfir að útkljá sín á milli.
Skipulagsnefnd getur því ekki, á þessum tímapunkti, tekið afstöðu til leiðréttra marka á milli jarðanna nema fyrir liggi staðfesting beggja aðila um að mörk hafi verið ranglega skráð.
Samhliða leiðréttingu á mörkum, ef af verður, telur nefndin að í kjölfarið þyrfti að breyta mörkum á milli sveitarfélaganna Rangárþings ytra og Ásahrepps og því kallar nefndin eftir fullu samráði við sveitarstjórn Ásahrepps um afgreiðslu á þessu erindi.
Nefndin leggur því til að erindi þessu verði frestað.

3.Nestún 17. Bygging bílskúrs út fyrir byggingarreit.

2110018

Rúnar Steinn Gunnarsson Nestúni 17 óskar eftir að fá að byggja bílgeymslu á lóð sinni. Gert er ráð fyrir að bílgeymslan fari út fyrir byggingarreit að aftanverðu, næst Helluvaðsvegi. Áformin voru grenndarkynnt til 19. nóvember sl og barst ein athugasemd. Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggt verði út fyrir byggingareiti að lóðamörkum við Helluvaðsveg. Nú þegar hefur verið gróðursett heilmikið af trjám og runnum þannig að útsýni er þegar skert. Fjarlægð frá lóðamörkum að Helluvaðsvegi er jafnframt meiri en hefðbundið getur talist og því engin fyrirstaða til að heimila byggingar út fyrir reit. Nefndin leggur til að áform umsækjanda verði samþykkt. Jafnframt leggur nefindin til að sveitarfélagið ráðist í gerð deiliskipulags eða hverfisskipulags fyrir Nestúnssvæðið á allra næstu misserum.

4.Landsnet. Rimakotslína 2. Jarðstrengur frá Hellu að Landeyjafjöru

2107019

Landsnet hf. hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu móttekin 17. desember 2021, um ofangreinda framkvæmd skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er hér með óskað eftir að Rangárþing ytra gefi umsögn um ofangreinda framkvæmd.
Skipulagsnefnd telur að greinilega sé brugðist við þeim áhrifum sem umrædd framkvæmd kunni að hafa á umhverfi sitt með þeim hætti að ekki verði um veruleg neikvæð áhrif að ræða. Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í framlagðri greinargerð með tilkynningunni. Umhverfisáhrif hafa verið lágmörkuð með fullnægjandi mótvægisaðgerðum. Skipulagsnefnd telur því að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin vill árétta að framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi skv. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

5.Uxahryggur 2, L211028. Deiliskipulag

2112038

Eigandi lóðarinnar Uxahryggur 2, L211028, óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af lóð sinni í samræmi við skipulagsgögn frá Landhönnun dags. 20.12.2021. Gert er ráð fyrir tveim byggingarreitum á lóðinni; nyrðri og syðri, sem eru aðskildir með vegslóða, sem fyrir er á skipulagssvæðinu.
Innan nyrðri byggingarreitar er gert ráð fyrir skemmu en einbýlishúsi og gróðurhúsi innan syðri byggingarreitar.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á kynningu lýsingar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Heklusel. Breyting á gildandi deiliskipulagi

2201005

Eigendur Efra-Sels lóðar L212202 og Efra-Sels 1 - lands B, L226198, óska eftir að fá að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Heklusel dags. 15.5.2009. Breytingin felur í sér að landið sem skipulagið tekur til stækkar til suðurs og byggingarreitur stækkar samhliða. Aðrir skilmálar verða óbreyttir sbr. skipulagsgögn frá Teiknistofunni Storð ehf, dags. 20.12.2021.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á kynningu lýsingar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Efra-Sel, Lækjarsel. Breyting á gildandi deiliskipulagi.

2201006

Eigendur lóðanna Spóasels og Lækjarsels 2 óska eftir að fá að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Efra-Sel, dags. 15.4.2013. Breytingin felur í sér sameiningu lóðanna með uppfærslu á skilmálum en aðrir skilmálar haldast óbreyttir sbr. skipulagsgögn frá Akk_ur arkitektum dags. 29.12.2021.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu.
Fylgiskjöl:

8.Aðalskipulag Skaftárhrepps

2001028

Skaftárhreppur óskar eftur umsögn vegna kynningar á vinnslutillögu að nýju aðalskipulagi Skaftárhrepps 2019-2031. Lögð eru fram greinargerð og umhverfismatsskýrsla, sveitarfélagsuppdráttur og þéttbýlisuppdráttur. Óskað var eftir umsögn fyrir 5. janúar nk en frestur hefur verið veittur til lok dags þann 14. janúar 2022.
Skipulgsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu en óskar eftir nánara samráði um skilgreiningu sveitarfélagamarka á þeim stöðum sem þau eru ekki í samræmi innbyrðis.

9.Rangárþing eystra. Endurskoðun aðalskipulags 2020-2032.

2001008

Í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með kynnt tillaga að heildarendurskoðun aðalskipulags Rangárþing eystra 2020-2032. Tillagan, ásamt öllum fylgigögnum, er hér með lögð fram til umsagnar. Óskað var eftir umsögn fyrir 5. janúar nk en frestur hefur verið veittur til lok dags þann 14. janúar 2022.
Skipulgsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu en óskar eftir nánara samráði um skilgreiningu sveitarfélagamarka á þeim stöðum sem þau eru ekki í samræmi innbyrðis.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?