48. fundur 07. mars 2022 kl. 16:00 - 17:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Kvistir. Árbæjarhellir land. Landskipti

2202029

Eigandi Kvista L165112 og Árbæjarhellis lands L197867 óskar eftir að skipta úr Árbæjarhelli landi L197867, 62,1 ha spildu í samræmi við uppdrátt frá landnotum dags. 9.2.2022. Spildan myndi sameinast Kvistum L165112. Sameinuð jörð myndi verða 201,1 ha að stærð og héldi heitinu Kvistir, L165112. Það sem eftir stendur úr skiptum L197867 yrði 9,7 ha að stærð, fengi heitið Kvistur og héldi upprunalandnúmeri sínu. Aðkoma að Kvisti L197867 eftir skiptin er frá núverandi heimreið að Kvistum. Matshluti 05 0101 Íbúð, sem nú er skráð á Kvista L165112 skráist á Kvist L197867.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð.

2.Jarlsstaðir landskipti, Hraunhamrar og Birkihvammur

2202049

Eigendur Jarlsstaða óska eftir að fá að skipta úr jörð sinni alls 7 lóðum. Lóðirnar eru skilgreindar á uppdrætti deiliskipulagsins fyrir svæðið og heita Hraunhamrar 1, 3, 5, 6, 14 og 16 og Birkihvammur 1. Jarlsstaðir L205460 er skráð 327,6 ha og verður 318,8 ha eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum.

3.Sandalda 10. Ósk um að hús fái að fara út fyrir byggingareit

2202052

Lóðarhafar lóðar nr. 10 við Sandöldu óska eftir að áformað húsnæði þeirra fái að fara út fyrir sýndan byggingareit um 3 metra til beggja hliða og verði í samræmi við meðfylgjandi gögn frá umsækjendum.
Skipulagsnefnd getur ekki fallist á áform umsækjanda fyrir umrædda lóð þar sem framboð er á öðrum lóðum sem myndu henta betur fram lögðum áformum.

4.Landsnet. Rimakotslína 2. Jarðstrengur frá Hellu að Landeyjafjöru

2107019

Það er álit Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Álit Skipulagsstofnunar lagt fram.
Lagt fram til kynningar

5.Svínhagi L8 A. Deiliskipulag

2202028

Eigandi lóðarinnar Svínhagi L8A óskar eftir að fá að leggja fram deiliskipulag af lóð sinni. 3 byggingareitir verða skilgreindir þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús, tvö frístunda- og/eða gestahús og vélaskemmu í samræmi við gögn frá Eflu, dags. 8.2.2022. Aðkoma að svæðinu er frá Þingskálavegi, nr. 268.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Vesturhlíð. Breyting á deiliskipulag

2202041

Eigendur Vesturhlíðar óska eftir að fá að gera minniháttar breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 29.10.2019. Breytingin felur í sér að byggingareitur á tjaldsvæði er stækkaður. Innan byggingareits má reisa þjónustuhús sem má vera allt að 100m² að
stærð og ein hæð með risi. Baðhús og salerni í lokunarflokki A. Einnig er heimilt að reisa, matartjöld í lokunarflokki B og palla fyrir gistitjöld í lokunarflokki C. Áform eru í samræmi við framlögð gögn frá Landformi dags. 16.2.2022.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá kröfu um grenndarkynningu þar sem umrædd breyting hefur ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið.

7.Tengivirki Landsnets á Hellu. Deiliskipulag.

2202042

Landsnet vinnur að verkhönnun stækkunar tengivirkisins á Hellu í tengslum við styrkingu dreifikerfisins á Suðurlandi. Fyrir liggur að lengja þarf rofasalinn um 4-5 metra, sem er með 66kV rofabúnaði, en reiturinn er ekki deiliskipulagður.
Í ljósi þessa er þess óskað af hálfu Gísla Gíslasonar hjá Eflu, fyrir hönd Landsnets, að heimiluð verði vinna við gerð deiliskipulags, sem taki til framtíðaruppbyggingar á lóðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að umrædd breyting verði kynnt í sameiginlegri lýsingu skipulagsáforma sem lögð hefur verið fram í máli nr. 2203006 við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Rimakotslínu.

8.Maríuvellir. Deiliskipulag íbúðarlóða.

2203002

Landeigendur óska eftir að fá að leggja fram deiliskipulag af íbúðarlóð á jörð sinni. Á lóðinni eru áform um fasta búsetu. Framlögð lýsing og fyrirspurn frá Eflu dags. 3.3.2022.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins hvað varðar landnotkun en bendir á að sökum mikillar fjarlægðar frá stofnvegi geti reynst erfitt að þjónusta viðkomandi lóð. Nefndin telur þó fyrirséð að í framtíðinni muni styttast verulega í frekari uppbyggingu á svæðinu og því sé fjarlægð frá stofnvegi ekki til þess fallin að stöðva framgang tiltekinna áforma.

9.Þjóðólfshagi lóðir 4, 6, 8, 10, 13, 16, 20 og 24. Ósk um breytingu á landnotkun.

2203008

Eigendur lóða nr. 4, 6, 8, 10, 13, 16, 20 og 24 í landi Þjóðólfshaga, óska eftir að landnotkun lóða sinna verði breytt úr frístundanotkun í íbúðarbyggð eða landbúnað að nýju, þar sem áform eru uppi um fast aðsetur og skráningu lögheimilis á lóðunum. Áður hefur lóðum nr. 19, 21, 23, 25, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33a og 34 verið breytt.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins
Haraldur Eiríksson víkur af fundi

10.Landmannahellir. Breyting á deiliskipulagi

2007003

Umhverfisstofnun í samráði með hagsmuna- og rekstraraðilum í Landmannahelli hefur lagt fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið. Helstu breytingar eru þær að óbyggðar lóðir verði felldar út, lóðamörkum einstakra lóða breytt, bætt við möguleikum á byggingu þjónustuhúsa og gert ráð fyrir tjaldsvæðum bæði á efra svæðinu og á bökkum Helliskvíslar. Sveitarstjórn frestaði afgreiðslu og óskaði eftir að fulltrúar skipulagsnefndar myndu funda með fulltrúa Umhverfisstofnunar um framgang málsins. Lögð er fram greinargerð frá þeim fundi. Samhliða óskar Umhverfisstofnun eftir að sveitarfélagið yfirtaki gerð tillögunnar að deiliskipulagi svæðisins frá því sem komið er og búið er að kynna.
Skipulagsnefnd áréttar að eingöngu eru gerðar athugasemdir við að lóðir séu felldar út af núverandi skipulagi. Nefndin gerir engar athugasemdir við aðrar fyrirhugaðar breytingar í tillögunni. Nefndin leggur til að sveitarstjórn taki við gerð deiliskipulagsins að ósk Umhverfisstofnunar og leggur til að bætt verði í texta greinargerðar að úthlutun lausra lóða skuli vera í samræmi við nýtingarrétt aðila í þjóðlendu og verði háð ákvörðunum sveitarstjórnar að teknu tilliti til þess að innviðir svæðisins þoli þá aukningu sem fylgir frekari uppbyggingu hverju sinni. Nefndin tekur að öðru leyti undir álit Umhverfisstofnunar. Skipulagsnefnd leggur því til að tillagan verði samþykkt með áður greindum atriðum og send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.
Haraldur Eiríksson kemur aftur til fundar

11.Búrfellsvirkjun. Endurskoðað deiliskipulag

2202040

Landsvirkjun og Skeiða- og Gnúpverjahreppur leggja fram uppfært deiliskipulag af Búrfellssvæðinu.
Gert var deiliskipulag vegna stækkunar Búrfellsstöðvar, staðfest í B-deild stjórnartíðinda 27. jan 2016 og síðan hafa verið gerðar 4 breytingar í því skipulagi, sú síðasta var staðfest í B-deild 18. apríl 2018.
Framkvæmdum við þá stækkun er nú að mestu lokið og hóf Búrfellsstöð II rekstur 2018.
Nú er lögð fram breytt tillaga. Þar sem virkjun er fullbyggð og rekstur hennar hafinn snýr breytt skipulag að því að skilgreina núverandi stöðu svæðisins með Búrfellsvirkjun í fullum rekstri. Því tekur tillagan til núverandi stöðu svæðisins og til þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru frá gildandi skipulagi.
Meginmarkmið með breytingu deiliskipulags er:
- einföldun skipulagsgagna / uppfærsla gagna miðar við uppbyggt svæði
- stækkun Eiríksbúðar - starfsmannaaðstaða
- aðkomuslóði / frágangur við farveg Trjáviðarlækjar m.a. til að hindra flóð og rofhættu
- afsetning efnis / landmótun til móts við ármót Þjórsár og Fossár
Óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasmedir við framlögð gögn.

12.Uxahryggur 2, L211028. Deiliskipulag

2112038

Eigandi lóðarinnar Uxahryggur 2, L211028, hefur lagt fram deiliskipulag af lóð sinni í samræmi við skipulagsgögn frá Landhönnun dags. 20.12.2021. Gert er ráð fyrir tveim byggingarreitum á lóðinni; nyrðri og syðri, sem eru aðskildir með vegslóða, sem fyrir er á skipulagssvæðinu.
Innan nyrðri byggingarreitar er gert ráð fyrir skemmu en einbýlishúsi og gróðurhúsi innan syðri byggingarreitar. Tillagan var auglýst frá og með 19.1.2022 til og með 2.3.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

13.Heklusel. Breyting á gildandi deiliskipulagi

2201005

Eigendur Efra-Sels lóðar L212202 og Efra-Sels 1 - lands B, L226198, hafa lagt fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi fyrir Heklusel dags. 15.5.2009. Breytingin felur í sér að landið sem skipulagið tekur til stækkar til suðurs og byggingarreitur stækkar samhliða. Aðrir skilmálar verða óbreyttir sbr. skipulagsgögn frá Teiknistofunni Storð ehf, dags. 20.12.2021. Tillagan var auglýst frá og með 19.1.2022 til og með 2.3.2022. Vegagerðin bendir á að veghelgunarsvæði verði sýnt á uppdrætti.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send skipulagsstofnun til afgreiðslu þegar búið er að taka tillit til ábendingar Vegagerðarinnar og veghelgunarsvæði sett á uppdráttinn.

14.Litli Klofi 2, breyting á landnotkun í aðalskipulagi

2012027

Að beiðni eigenda 12 lóðar úr landi Litla Klofa 2 hefur sveitarstjórn heimilað að landotkun lóða þeirra verði breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Um er að ræða stærstan hluta úr svæði merkt F37 í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Allar lóðirnar eru samliggjandi og liggja allar neðan við Stóru-Valla veg. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir. Fimm lóðir verða áfram í frístundanotkun og eru þær allar samliggjandi í jaðri svæðisins að mörkum Stóru-Valla. Tillagan var auglýst frá og með 12.1.2022 til og með 23.2.2022. Athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti og Skipulagsstofnun um tilvist Kerauga sem vatnsbóls. Lagt er fram uppfært álit frá ÍSOR ásamt endurskoðaðri afmörkun á afmörkun vatnsverndarsvæðisins þar sem austurmörk vatnsverndar eru færð í upprunalega stöðu.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

15.Rimakotslína 2. Breyting á aðalskipulagi

2203006

Sveitarfélagið, í samráði við Landsnet, vinnur að breytingu á aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á flutningskerfi raforku á Suðurlandi.
Verkefnið nefnist Rimakotslína 2 (RI2) og snýr að lagningu nýs 132 kV jarðstrengs sem mun liggja frá tengivirkinu á Hellu að tengivirki á Hvolsvelli og þaðan að tengivirki Rimakots í Rangárþingi eystra, alls um 36 km. Þaðan verður lagður strengur áfram til Vestamannaeyja.
Lögð er fram lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 1.3.2022. Lýsingin tekur einnig á gerð deiliskipulags fyrir lóð Landsnets, mál nr. 2202042.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Akstursíþróttasvæði deiliskipulag

2203010

Sveitarfélagið hefur unnið að gerð deiliskipulags fyrir akstursíþróttasvæði austan við Hellu í samráði með aðilum akstursíþrótta og litboltafélagsins. Gerð hefur verið breyting á landnotkun svæðisins í aðalskipulagi þar sem svæðið er nú skilgreint sem akstursíþróttasvæði ÍÞ6 í stað skógræktar- og landgræðslusvæðis áður. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 25.1.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur að umfang og skipulag svæðisins muni ekki hafa neikvæð umhverfisáhrif í för með sér og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?