3. fundur 04. ágúst 2022 kl. 08:30 - 10:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Heiðarlönd Galtalæk 2. Landskipti stækkun Básabraut 11

2207039

Eigendur Heiðarlanda úr Galtalæk 2 óska eftir að fá að skipta úr landi sínu 3800 m² spildu sem á að sameinast lóðinni Básabraut 11. Básabraut 11 er 8205 m² en verður 12.004 m² eftir samrunann og er í samræmi við uppdrátt frá Landnotum dags. 7.6.2022. Jörðin Galtalækur 2 minnkar sem útskiptum nemur og verður 75,7 ha eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

2.Kaldakinn 2. Landskipti

2208003

Eigendur Köldukinnar 2 L227521 óska eftir að fá að skipta úr landi sínu tveimur spildum. Annars vegar 5 ha spildu sem fengi heitið Kaldakinn 2A og landeignanúmerið Lxxxxxx og hins vegar 5,2 ha spildu sem fengi heitið Kaldakinn 2B og landeignanúmerið Lxxxxxx. Kaldakinn 2 L227521 verður því 14,4 ha eftir skiptin og er í samræmi við skiptagögn frá Eflu dags. 18.7.2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti.

3.Stóru-Skógar. Landskipti

2208002

Eigendur Stóru-Skóga L230849 óska eftir að fá að skipta úr landi sínu 0,8 ha spildu sem sameinast á við Köldukinn 3A (Krika) L227522. Kriki verður því 9,8 ha eftir samrunann. Samhliða er skipt úr Stóru-Skógum 1,8 ha svæði sem sameinast á við Sólstað 227520. Sólstaður verður því 48,9 ha eftir samrunann. Jafnframt er skipt út 12,5 ha spildu úr Stóru-Skógum. Spildan fengi heitið Stóru-Skógar 2 og landeignanúmerið Lxxxxxx. Að auki verða hnit gagnvart Köldukinn 2 leiðrétt, þar sem eitt hnit misritaðist við síðustu landskipti þar. Stóru-Skógar L230849 verða því 41,7 ha eftir skiptin og er það í samræmi við skiptagögn frá Eflu dags. 15.7.2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

4.Rangárþing ytra, reglugerð um skilti

1612036

Byggingarfulltrúi hefur unnið að gerð reglna um staðsetningu og útlit skilta í sveitarfélaginu. Lögð er fram tillaga að reglugerð um skilti fyrir Rangárþing ytra.
Skipulagsnefnd samþykkir fram lagða tillögu að reglugerð en telur rétt að leitað verði umsagna um hana hjá Vegagerðinni og Umhverfisstofnun áður en hún verði kynnt fyrir sveitarstjórn.

5.Gaddstaðir 48. Erindi um kaup á viðbótarsvæði

2204041

Eigendur lóðarinnar nr. 48 við Gaddstaði óska eftir að fá að bæta við lóð sína að vestanverðu, svæði sem nú er skipulagt sem opið svæði í deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að umrætt svæði verði tekið undir hluta af íbúðarlóðinni nr. 48. Nefndin leggur til ákveðna tillögu um afmörkun sem haft verði til hliðsjónar. Nefndin telur þó rétt ef sveitarstjorn fellst á erindi umsækjanda að lóðarhafa verði heimilað að gera nauðsynlegar breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem núverandi opið svæði verði fellt úr skipulagi og lóðin stækkuð.

6.Laugar fiskeldi. Framleiðsluaukning. Beiðni um umsögn.

2207056

VSÓ ráðgjöf, f.h. Bleikju ehf., hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu um ofangreinda framkvæmd skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Um er að ræða aukinn hámarkslífmassa úr 20t uppí 100t. Breytingin felur fyrst og
fremst í sér aukna vatnstöku, frárennsli og fóðurnotkun. Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er hér með óskað eftir umsögn um ofangreinda framkvæmd.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd aukning á framleiðslu lífmassa sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því telur nefndin að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

7.Faxaflatir, svæði sunnan Suðurlandsvegar. Deiliskipulag

1601008

Í gildi er deiliskipulag af Faxaflötum, svæði sunnan Suðurlandsvegar dags. 26.4.2018. Áform eru uppi um byggingu þjónustuhúsa og markaðsaðstöðu ásamt tengingu við reið- og göngustígakerfi Hellu. Jafnframt er gert ráð fyrir gistingu til útleigu í gistiskálum ásamt þjónustuhúsi því tengdu.
Farið var yfir skipulagslega stöðu svæðisins og þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á svæðinu. Nefndin mælist til þess að farið verði í heildarendurskoðun á skipulagsmálum Faxaflata.

8.Leirubakki. Deiliskipulag frístundalóða

2202011

Anders Hansen fyrir hönd Embla-ferðaþjónustu, eiganda Leirubakka 2, óskar eftir að fá að leggja fram deiliskipulag fyrir allt að 40 frístundalóðum á skilgreindu frístundasvsæði innan jarðar sinnar. Aðkoma að svæðinu er um núverandi vegtengingu frá Landvegi (26) og um Réttarnesveg og þaðan um veg, sem liggur að frístundalóðum Efra - Fjallalands í samræmi við meðfylgjandi greinargerð frá Eflu verkfræðistofu dags. 4.5.2022. Tillagan var auglýst frá og með 18.5.2022 til og með 29. júní sl. Athugasemdir bárust frá Vegagerðinni um skilgreinda aðkomu að svæðinu. Ábendingar bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um staðsetningu hreinsivirkja og athugasemd barst frá Umhverfisstofnun vegna vistgerða á svæðinu.
Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum í uppfærðri greinargerð og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

9.Holtamannaafréttur. deiliskipulag skála á afréttinum.

2207022

Efla fyrir hönd Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um meðfylgjandi skipulagslýsingu deiliskipulags fyrir skála á Holtamannaafrétti, lýsing dags. 7.6.2022. Skálarnir eru: Hald, Hvanngiljahöll, Versalir og Gásagustur. Öll svæðin eru byggð og eru skálar í eigu sveitarfélagsins, Veiðifélags Holtamannaafréttar eða í einkaeigu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu.

10.Helluflugvöllur. Skipulagsmál

2101015

Samráðsferli um skipulag á flugtengdri starfsemi innan Helluflugvallar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?