6. fundur 03. nóvember 2022 kl. 08:30 - 10:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Eyþór og Snorri, forsvarmsmenn verkefnisins, kynna áform sín.

1.Gaddstaðaflatir lúxusgisting Deiliskipulag

2209098

Eigendur Skemmtigarðsins ehf leggja fram hugmyndir um að hefja rekstur ferðaþjónustu á bökkum Rangár eins og meðfylgjandi uppdráttur frá Landnotum dags. 29.9.2022 sýnir. Óskað er eftir heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi Gaddstaðaflata, Hesthúsasvæði, frá Steinsholti, dags. 29.10.2015. Um er að ræða 10 stök gistirými með sjálfstæðu baðherbergi, eldhúsi og heitum potti. Hvert gistirými getur hýst 4 fullorðna og verður um 38 m² ásamt gufubaði fyrir hver 3 rými og þjónustuhúsi fyrir starfsfólk. Gert er ráð fyrir að minnsta kosti 15m fjarlægð á milli rýma og að engin rými nái nær árbakka en 10m. Aðilar verkefnisins, Eyþór og Snorri, skýra út áform sín.
Skipulagsnefnd leggur til að hlutaðeigandi aðilar verkefnisins kynni áform sín fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu, s.s. hestamönnum og nærliggjandi landeigendum.
Félögunum þökkuð góð yfirferð áður en þeir hverfa af fundinum.

2.Eystri-Kirkjubær landskipti.

2210050

Eigendur Eystri-Kirkjubæjar óska eftir að fá að skipta úr landi sínu, alls fjórum spildum. Spildurnar verða Eystri-Kirkjubær 1, L234779, stærð 1,4 ha; Eystri-Kirkjubær 2, L234780, stærð 1,2 ha; Eystri-Kirkjubær 3, L234781, stærð 1,5 ha og Eystri-Kirkjubær 4, L234782, stærð 3,0 ha og eru skilgreindar í samræmi við gildandi deiliskipulag dags. 3.8.2021. Umsókn send 18.10.2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum.

3.Leirubakki, Efra-Fjallaland. Landskipti frístundalóðir.

2210032

Eigandi Leirubakka 2, Efra-Fjallalands, L232306, óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu alls 13 frístundalóðum, sem afmarkaðar eru í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins dags. 4.10.2022. Lóðirnar munu bera heitið Efra-Fjallaland og einkvæð númer innbyrðis. Lóðir eru nr. 20, 22, 224, 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42 og 44. Stærðir lóða eru á bilinu 6894 m² - 10392 m². Landeignanúmer eru frá L234766 til og með L234778. Upprunalandið Leirubakki 2 minnkar sem nemur útskiptum spildum. Landskipti eru í samræmi við lóðablöð frá Eflu dags. 5.10.2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum.

4.Árbæjarhjáleiga 2. landskipti

2210089

Eigandi Áerbæjarhjáleigu 2 óskar eftir að fá að stofna lóð úr jörð sinni. Lóðin yrði 210 m² stærð, fengi heitið Árbæjarhjáleiga 2B og landeignanúmerið L234896. Afmörkun er í samræmi við deiliskipulag.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð.

5.Akstursíþróttasvæði, stofnun lóða.

2210092

Sveitarfélagið sem landeigandi að svæði akstursíþrótta við Rangárvallaveg, hefur hug á að stofna lóðir í samræmi við skipulag svæðisins. Lóðirnar fengju heitin Rangárvallavegur 1, 3 og 5 í samræmi við stærð, staðsetningu og númeringu í skipulagi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum.

6.Stóru-Vellir Landskipti Stóru-Vellir 2 og 3.

2211004

Eigendur Stóru-Valla L165011 óska eftir að fá að skipta út tveimur lóðum úr jörð sinni. Annars vegar 12 ha spildu sem fengi heitið Stóru-Vellir 2 og landnúmerið Lxxxxxx og hins vegar 11 ha spilda sem fengi heitið Stóru-Vellir 3 og landnúmerið Lxxxxxx. Jafnframt er óskað eftir að stofnuð verði 3,8 ha lóð sem fengi heitið Sléttuvellir og sú lóð sameinist lóðinni Stóru-Vellir lóð, L200571 og héldi heitinu. Uppdráttur landskipta frá Landnotum dags. 1.11.2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum.

7.Áströð 5. Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 ,

2208099

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Tómasar Ellerts Tómassonar um leyfi til að byggja tvggja hæða íbúðarhús ásamt bílskúr á lóð sinni, Áströð 5, skv. aðaluppdráttum frá VOR, Verkfræði og ráðgjöf, dags. 28.8.2022. Vegna ósamræmis við gildandi deiliskipulag varðandi mænishæð er erindið lagt fyrir skipulags- og umferðarnefnd. Nefndin samþykkti að erindið skildi grenndarkynnt og fór kynning fram bréfleiðis. Fresti til athugasemda lauk 7. október og bárust engar athugasemdir.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við að veitt verði byggingarleyfi fyrir umrætt húsnæði. Nefndin telur að frávik frá skipulagi séu það óveruleg að breyting á gildandi skipulagi sé ekki nauðsynleg að sinni.

8.Stóru-Vellir umferðarréttur

2208031

Málefni lóðarhafa á Stóru-Völlum gagnvart umferðarrétti. Borist hefur erindi frá Landslögum fyrir hönd lóðarhafa og jarðareigenda þar sem því er beint til sveitarfélagsins að hlutast til um opnun vegarins frá Minni-Völlum í gegnum Stóru-Velli og jafnframt að fjarlægt verði lokunarskilti sem eigendur lóðar innan Stóru-Valla hafa sett upp til varnar umferð gegnum lóð sína.
Skipulags- og umferðarnefnd telur rétt að leitað verði álits lögfræðings sveitarfélagsins á málinu svo erindið fái upplýsta og gagnsæja afgreiðslu.

9.Ljósleiðari frá Þjórsá að Hólsá. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

2206031

Elísabet Guðbjörnsdóttir frá Ljósleiðaranum ehf óskar eftir framkvæmdaleyfi til lagningar ljósleiðara frá Þjórsá í vestri að Hólsá í austri. Tillaga að lagnaleið lögð fram. Bréf frá Fjarskiptastofu lagt fram þar sem stofnunin leggur áherslu á mikilvægi umræddrar framkvæmdar. Fjölamrgar athugasemdir bárust frá landeigendum í lagnaleiðinni sem varð til þess að óskað var eftir áliti Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Álit nefndarinnar er hér lagt fram en niðurstaða nefndarinnar er að umrædd framkvæmd skuli ekki háð framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins.
Með bréfi dags. 30. september sl. óskaði sveitarstjórn Rangárþings ytra eftir því að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði um hvort fyrirhuguð lagning ljósleiðara frá Þjórsá að Hólsá væri háð framkvæmdaleyfi.
Hjá úrskurðarnefndinni fékk málið málsnúmerið 110/2022. Þann 20. október sl. kvað nefndin upp úrskurð í máli nr. 110/2022, þar sem úrskurðarorð er svohljóðandi: „Fyrirhuguð lagning ljósleiðara frá Þjórsá að Hólsá í Rangárþingi ytra er ekki háð framkvæmdaleyfi.“
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 110/2022 er lagður fram.

10.Samráðsfundur með Vegagerðinni október 2022

2210088

Samráðsfundur með Vegagerðinni. Lagt fram minnisblað eftir fund.
Minnisblað lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd leggur mikla áherslu á að unnið verði að gerð deiliskipulags fyrir þjóðveginn í gegnum Hellu og verði litið til framtíðaráforma á 2 1 vegi í því ljósi.

11.Umferðarmál Merkingar innan Hellu

1512014

Umferðarmál innan Rangárþings ytra, merkingar og yfirferð. Lögð er fram framkvæmdaáætlun frá Þjónustumiðstöð um fyrirhugaðar lagfæringar og uppsetningar á merkjum og merkingum.
Skipulagsnefnd tekur undir álit forstöðumanns þjónustumiðstöðvarinnar að sett skuli gangbraut við gatnamót Þingskála og Dynskála, norðan við Villt og alið.

12.Húsagarður deiliskipulag

2210090

Gunnlaugur S. Ólafsson fyrir hönd eiganda að Húsagarði óskar eftir að fá að leggja fram deiliskipulag af bæjarstæði og nágrenni Húsagarðs. Gera skuli ráð fyrir lóðum undir sumarhús, skemmur og gripahús og fl. Umsókn send inn 31.10.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

13.Hrafnhólmi og Hrafntóftir 3, deiliskipulag

2205007

Eigandi Hrafnhólma og Hrafntófta 3 hefur lagt fram deiliskipulag af lóðunum. Gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, gestahúss og skemmu á hvorri lóð skv. skipulagsgögnum frá Eflu dags. 4.5.2022. Í lokaafgreiðslu skipulagsstofnunar kom fram að leita skuli eftir undanþágu frá ráðuneyti frá grein 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð vegna fjarlægða milli bygginga og vega.
Staða verkefnisins lögð fram til kynningar þar sem afstaða ráðuneytis liggur ekki fyrir.

14.Beindalsholt breyting á deiliskipulagi

2208109

Breyting á núverandi deiliskipulagi felur í sér byggingarreit fyrir einbýlishús á sér lóð. Þinglýst aðkoma að Beindalsholti 2 ásamt aðkomu að nýju einbýli og að eldra einbýlishúsi á Beindalsholti verði færð og þannig aðskilin aðkomu að ferðaþjónustu sem er nú þegar starfrækt á Beindalsholti. Þessi breyting kemur til með að minnka allt ónæði vegna umferðar tengdri ferðaþjónustunni og þar af leiðandi skapa meira næði fyrir ábúendur. Tillagan var auglýst frá og með 21.9.2022 til og með 2.11.2022.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar umsagnir. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

15.Rangá veiðihús L198604. Deiliskipulag lóðar

2208094

Eigandi lóðarinnar Rangá veiðihús L198604 hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína þar sem gert er ráð fyrir byggingu alls fjögurra húsa en fyrir eru tvö hús. Uppdráttur og greinargerð frá Eflu dags. 25.8.2022. Tillagan var auglýst frá og með 21.9.2022 til og með 2.11.2022.
Skipulags- og umferðarnefnd telur rétt að leitað verði álits lögfræðings sveitarfélagsins á málinu svo erindið fái upplýsta og gagnsæja afgreiðslu.

16.Helluflugvöllur. Skipulagsmál

2101015

Sveitarfélagið í samráði með Isavia og flugklúbbnum á Hellu hefur unnið að gerð deiliskipulags fyrir flugvallarsvæðið. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi frá Landhönnun þar sem gert er ráð fyrir lóðum undir flugtengda starfsemi.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita formlega heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

17.Stækkun íþróttasvæðis á Hellu

2104028

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera þurfi nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi opið svæði norðan við grunnskólann og núverandi knattspyrnuvöll á Hellu, merkt OP2 á uppdrætti og í greinargerð aðalskipulagsins, verði gert að íþróttasvæði. Um er að ræða u.þ.b. 10 ha svæði. Tillagan var auglýst frá og með 2.2.2022 til og með 16.3.2022. Athugasemd og ábending barst frá íbúa við Hólavang þess efnis að ekki verði byggt of nærri lóðamörkum lóða við Hólavang og að ekki verði hróflað við "hólnum". Þá verði áformuð hæð mannvirkja og áformuð flóðlýsing hugsanleg skerðing á hagsmunum fasteignaeigenda. Skipulagsstofnun telur að ekki hafi verið brugðist nægilega við ábendingum þeirra og því þurfi að fjalla um erindið aftur áður en að tillagan öðlast gildistöku.
Skipulags- og umferðarnefnd vill ítreka að ekki stendur til að hrófla sérstaklega við hólnum austan við Hólavang en öll áform um framkvæmdir á svæðinu verði gerð skil í tillögu að deiliskipulagi við framlagningu þess síðar. Nefndin telur að búið sé að búið sé að bregðast við fram komnum athugasemdum og ábendingum og leggur til að tillagan verði send skipulagsstofnun til afgreiðslu.

18.Rangárþing eystra. Endurskoðun aðalskipulags 2020-2032.

2001008

Svarbréf til þeirra sem skiluðu inn umsögnum vegna heildarendurskoðunar á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032.
Lagt fram til kynningar.

19.Atvinnusvæði, breyting á deiliskipulagi

2211001

Breyting á gildandi deiliskipulagi dags. 25.11.2021 þar sem jarðstreng Rimakotslínu 2 er bætt við á uppdráttinn, lega götunnar Faxaflatir breytist lítillega, staðföng eru uppfærð og tveimur lóðum undir spennistöðvar bætt inn. Breyting í samræmi við gögn frá Eflu dags. 31.10.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

20.Tengivirki Landsnets á Hellu. Deiliskipulag.

2202042

Landsnet vinnur að verkhönnun stækkunar tengivirkisins á Hellu í tengslum við styrkingu dreifikerfisins á Suðurlandi. Fyrir liggur að lengja þarf rofasalinn um 4-5 metra, sem er með 66kV rofabúnaði, en reiturinn er ekki deiliskipulagður.
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi frá Eflu dags. 31.10.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

21.Suðurlandsvegur 2-4, br á deiliskipulagi

2211002

Vegna legu nýs jarðstrengs frá Landsneti fyrir Rimakotslínu 2 þarf að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi þar sem umræddur jarðstrengur er settur inn á uppdráttinn. Staðsetning hans hefur ekki áhrif á afmörkun byggingareits eða lóðar vegna Suðurlandsvegar 2-4.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur ekki ástæðu til grenndarkynningar, þar sem áhrif breytingarinnar á nærliggjandi lóðir eru engin.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?