8. fundur 05. janúar 2023 kl. 08:30 - 10:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Gunnarsholt landskipti. Kornbrekka

2212007

Reynir Þorsteinsson fyrir hönd Landgræðslunnar óskar eftir að fá að skipta út lóð úr Gunnarsholti L164495 undir Kornbrekku, íbúðarhús í eigu Landgræðslunnar. Lóðin verði 1648,9 m², fengi landeignanúmerið L235127 og héldi heitinu Kornbrekka. Umsókn í samræmi við gögn frá Landgræðslunni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

2.Maríuvellir, Klettur. Landskipti

2212047

Eigendur jarðarinnar Maríuvellir óska eftir að fá að skipta út lóð úr jörð sinni. Lóðin verði 36.788 m², fengi landeignanúmerið L235198 og heitið Klettur. Umsókn í samræmi við gögn frá Eflu dags. 30.11.2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

3.Uxahryggur 2, Háigarður. Landskipti

2212046

Landeigandi Uxahryggjar 2, L164562, óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu lóð. Lóðin verði 18964,8 m², fengi landeignanúmerið L235143 og heitið Háigarður. Umsókn í samræmi við gögn frá umsækjanda dags. 14.11.2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

4.Rangárvallavegur 1a. Stofnuð lóð undir spennistöð

2212004

Stofnuð lóð undir spennistöð. Lóð tekin úr nýstofnaðri lóð úr svæði undir akstursíþróttir Rangárvallavegi 1, L234963. Lóðin yrði 64 m² að stærð, fengi heitið Rangárvallavegur 1a og L235158. Rangárvallavegur minnkar sem nemur útskiptri lóð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

5.Rangárflatir 4 spennistöð. Lóð undir spennistöð

2212005

Stofnuð lóð undir spennistöð í tengslum við staðsetningu hleðslustöðvar frá Stracta. Lóðin er stofnuð úr Rangárflötum 4b, L230718, fær heitið Rangárflatir 4 spennistöð, stærðina 56 m² og L235126.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

6.Leirubakki 2. Efra-Fjallaland. Landskipti frístundalóðir

2212064

Eigandi Leirubakka 2, Efra-Fjallalands, L232306, óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu alls 10 frístundalóðum, sem afmarkaðar eru í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins dags. 4.10.2022. Lóðirnar munu bera heitið Efra-Fjallaland og einkvæð númer innbyrðis. Lóðir eru nr. 1, 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16 og 18. Stærðir lóða eru á bilinu 6355,8 m² - 10078,3 m². Landeignanúmer eru frá L235243 til og með L235252. Upprunalandið Leirubakki 2 minnkar sem nemur útskiptum spildum. Landskipti eru í samræmi við lóðablöð frá Eflu dags. 15.12.2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

7.Vestri-Kirkjubær. Landskipti

2301001

Eigendur vestri-Kirkjubæjar L164526 óska eftir að fá að skipta úr jörð sinni, þremur lóðum í samræmi við uppdrátt frá landnotkun dags. 4.1.2023. Lóðirnar fá heitin Vestri-Kirkjubær 2, 3 og 4.
VK2 verður 63,5 ha að stærð og fær landeignanúmerið L235253, VK3 verður 133,8 ha að stærð og fær landeignanúmerið L235254 og VK4 verður 277,1 ha að stærð og fær landeignanúmerið L235255. Vestri-Kirkjubær var 534 ha að stærð en verður 60 ha eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

8.Heiðarbakki. Tilkynning um skógrækt.

2212045

Októ Einarsson fyrir hönd Nýjabæjar ehf, kt. 520707-2120, tilkynnir til sveitarstjórnar áform sín um skógrækt á u.þ.b. 119 ha spildu úr jörð sinni, Heiðarbakka L164504 skv. uppdrætti frá Skógræktinni og drögum að samningi við Skógræktina dags. 10.9.2022. Álit búnaðarráðunauts er einnig lagt fram.
Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um áform um skógrækt á u.þ.b. 119 ha svæði á landi sínu. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin leggur jafnframt til að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi þar sem viðkomandi svæði verði breytt úr landbúnaðarsvæði í Skógræktar- og landgræðslusvæði og fái merkinguna SL17 í greinargerð aðalskipulagsins.

9.Langalda 14 og 16. Stækkun byggingareita

2212063

Lóðarhafi óskar eftir að fá að stækka núverandi byggingareiti lóða sinna til vesturs. Lóð 16 stækki um 2 metra að 14 og lóð 14 um 3 metra til vesturs. Byggingareitir verði því hvor um sig 32 metrar að lengd. Heildarfærsla yrði 5 metrar til vesturs.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við að umræddir byggingareitir verði lengdir í vesturátt. Gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins og leggur nefndin til að umsækjanda verði veitt heimild til slíks á eigin kostnað.

10.Landmannalaugar, Fjallafang umsókn um stöðuleyfi

2301006

Íris Þóra fyrir hönd Fjallafangs ehf óskar eftir stöðuleyfi til reksturs sölubíla í Landmannalaugum, með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Tímabilið er frá 15. júní til 1. október 2023.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við veitingu stöðuleyfis fyrir viðkomandi sölubíla í Landmannalaugum.

11.Heiði L164645. Deiliskipulag

2212058

Bjarni Kristinsson fyrir hönd eigenda að Heiði L164645 óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af svæðinu. Um er að ræða u.þ.b. 1,8 ha lóð sem skipta á niður í 5 lóðir til uppbyggingar frístundahúsa.
Skipulagsnefndin samþykkir að veita umsækjanda heimild til deiliskipulagsgerðar á eigin kostnað. Núverandi landnotkun er skilgreind sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi en gera verður breytingar á landnotkun og núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í frístundasvæði þar sem stærðir á fyrirhuguðum frístundalóðum eru allar undir 2 ha og fleiri en fjórar samliggjandi. Nefndin leggur því til að skipulagsfulltrúa verði jafnhliða falið að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028

12.Laugar. Deiliskipulag fiskeldis

2204011

Skipulagsráðgjafi fyrir hönd lóðarhafa hefur lagt fram deiliskipulag af lóð félagsins Geo Salmo ehf að Laugum. Skipulagið lýtur að starfsemi félagsins á svæðinu en þar er rekin fiskeldisstöð. Tillagan var auglýst frá og með 20.4.2022 til og með 1.6.2022. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Umhverfisstofnun og frá Skipulagsstofnun í afgreiðslu þeirra. Lögð er fram uppfærð tillaga frá VSÓ Ráðgjöf dags. 29.12.2022 eftir uppfærslu.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

13.Nes land L164744, L193463 og L193464. Deiliskipulag

2211071

Eigendur lóðanna Nes lóða norðaustan við Helluþorp hafa fengð heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi af lóðum sínum. Áform eru uppi um byggingu sumarhúsa og byggingum þeim tengdum á lóðunum. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi frá Teiknistofunni TRÖÐ dags. 29.12.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim fyrirvara að tryggt verði aðgengi sveitarfélagsins meðfram ánni að landi sveitarfélagsins og að vatnsbóli ofan efstu lóðar.
Fylgiskjöl:

14.Beindalsholt breyting á deiliskipulagi

2208109

Breyting á núverandi deiliskipulagi felur í sér byggingarreit fyrir einbýlishús á sér lóð. Þinglýst aðkoma að Beindalsholti 2 ásamt aðkomu að nýju einbýli og að eldra einbýlishúsi á Beindalsholti verði færð og þannig aðskilin aðkomu að ferðaþjónustu sem er nú þegar starfrækt á Beindalsholti. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun þess efnis að íbúðarhús er komið of nálægt Landvegi og því ekki í samræmi við ákvæði skipulagsreglugerðar um fjarlægð íbúðarhúsa frá stofn- eða tengivegum. Einnig er óskað eftir betri skýringum á tengslum við ákvæði í aðalskipulagi varðandi heimilað byggingarmagn. Lögð eru fram uppfærð gögn frá Eflu dags. 2.1.2023.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir Skipulagsstofnunar og telur að tillagan hafi verið uppfærð að teknu tilliti til framkominna athugasemda. Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Endurskoðun aðalskipulagsins 2016-2028

2212003

Sveitarstjórn skal meta hvort ástæða sé til endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins að loknum sveitarstjórnarkosningum skv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á heildarendurskoðun að svo stöddu. Nefndin vill þó leggja áherslu á að hafist verði handa við vinnu við flokkun landbúnaðarlands þó að sú vinna falli ekki undir endurskoðun í þeim skilningi. Jafnframt verði unnið að tilfallandi breytingum á landnotkun að gefnu tilefni hverju sinni eins og verið hefur.
Nefndin leggur til að ákvörðun verði send Skipulagsstofnun þess efnis í samræmi við gr. 35 í skipulagslögum nr. 123/2010.

16.Hugmyndir vinnuhóps um framtíðarskipulag íþróttavallasvæða

2208100

Kynnt skýrsla vinnuhóps um framtíðarskipulag íþróttavallarsvæða í Rangárþingi ytra.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?