73. fundur 04. september 2014 kl. 09:00 - 12:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Har. Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Dælustöð í landi Haga

1405028

Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir leyfi til að reisa bráðabirgðadælustöð á svæði í landi Haga við Gíslholtsvatn. Ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu. Lóðarleigusamningur liggur fyrir á milli Orkuveitunnar og landeiganda.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar.

2.Jarlsstaðir, breyting á aðalskipulagi vegna breytinga á landnotkun.

1302038

Þór Þorsteinsson hefur fengið heimild til breytinga á aðalskipulagi Rangárþings ytra í landi sínu Jarlsstöðum úr landi Stóru-Valla, landnr. 205460. Um er að ræða breytingar á landnotkun, s.s. iðnaðarsvæði vegna malarnáms og steypustöðvar ásamt áformum um golfvöll. Einnig verður skilgreint um 50 ha svæði undir frístundabyggð.
Lýsing hefur verið kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga frá 17.7.2014 - 1.8.2014 og bárust engar athugasemdir.
Fyrir liggur heimild frá Jarðeignum ríkisins til landeiganda um nýtingu á réttindum til vatnstöku og efnistöku.
Kynning á fyrirliggjandi tillögu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga hefur farið fram og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Helluvað 3, breyting á aðalskipulagi

1407012

Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Breytingin felur í sér breytingu á landnotkun úr landi Helluvaðs 3 þar sem 16 ha. lands er breytt í frístundasvæði úr landbúnaðarsvæði.
Lýsing var kynnt frá 17.7.2014 til og með 1.8.2014 og bárust engar athugasemdir.
Kynning á fyrrliggjandi tillögu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga hefur farið fram og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Rangárþing eystra, beiðni um umsögn vegna aðalskipulags.

1311043

Skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna tillögu að aðalskipulagi fyrir Rangárþing eystra 2012-2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna en leggur til að haldinn verði samráðsfundur vegna vatnsverndarsvæða sem liggja að báðum sveitarfélögum.

5.Hagi lóð, landnr. 165216, deiliskipulag

1310052

Ingimundur Gíslason hefur fengið heimild til að deiliskipuleggja lóð sína, landnr. 165216 úr landi Haga við Gíslholtsvatn. Lóðin er 1,5 ha að stærð og gert er ráð fyrir að skipta henni í 3 parta þar sem heimilt yrði að byggja sumarbústað á hverri lóð.
Erindið var sent til umsagnar Umhverfis- og auðlindaráðuneytis og barst svar frá þeim 26.8.2014 þar sem undanþága er veitt frá d-lið 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar um fjarlægðir frá vegum utan þéttbýlis.
Tillagan var auglýst frá 16.1.2014 - 27.2.2014 og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

6.Haukadalur lóð B, deiliskipulag

1407018

Ingólfur Örn Steingrímsson óskar eftir heimild til að deiliskipuleggja land sitt, lóð B í landi Haukadals, fyrir íbúðarhús og frístundasvæði. Hluti spildunnar fellur undir landbúnað og hluti undir frístundasvæði skv. aðalskipulagi. Tillagan tekur til þriggja frístundalóða auk bygginga íbúðarhúss og skemmu. Fyrir er á landbúnaðarsvæði spildunnar gestahús og geymsla.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að leita verði eftir undanþágu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti vegna fjarlægðarákvæða frá ám og vötnum.

Nefndin telur líka að þar sem fyrirhugað frístundasvæði nær að hluta til inná landbúnaðarsvæði skv. landnotkun aðalskipulagsins þurfi að lagfæra mörkin áður en tillagan verði auglýst.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar mörk landnotkunar í deiliskipulagi samræmist mörkum aðalskipulagsins.

7.Stekkur úr landi Mykjuness, deiliskipulag

1407019

Guðbjörg Eiríksdóttir og Þórarinn Magnússon óska eftir heimild til að deiliskipuleggja land sitt, Stekk úr landi Mykjuness. Skipulagið tekur til um 8 ha svæði þar sem ráðgert er að byggja íbúðarhús, gestahús, geymslu og skemmu/útihús. Fyrir liggur lýsing og tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskippulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á lýsingu. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Landmannahellir, breyting á deiliskipulagi

1408015

Hellismenn óska eftir heimild sveitastjórnar til að fá að breyta núgildandi deiliskipulagi fyrir landmannahelli (Samþ. 8.4.2010). Áform eru um að bora nýja holu fyrir vatnsveitu þar sem núverandi hola er uppþornuð. Fyrir liggur mat Skipulagsstofnunar þar sem framkvæmdin er ekki talin falla undir ákvæði um mat á umhverfisáhrifum. Einnig liggur fyrir heimild Umhverfisstofnunar um nýtt vatnsból.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.

Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu.

9.Landsskipulagsstefna, gögn til úrvinnslu

1408007

Vinna við Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Lýsing hefur verið kynnt þar sem gerð var grein fyrir áherslum sem vinna átti eftir skv. tilskipun ráðherra.
Nú liggur fyrir skýrsla sem tekur á umhverfismati þeirra valkosta sem greindir hafa verið við mótun Landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Skipulagsnefnd telur að það vanti áherslur fyrir samnýtingu verndar og uppbyggingar. Valkostir eru of mikið í aðra áttina, þ.e. annað hvort vernd eða uppbygging. Nefndin leggur mikla áherslu á að skipulögð uppbygging geti fyrirbyggt spillingu verðmætra svæða vegna stóraukinnar umferðar ferðafólks. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að nýta og njóta landsins í sátt við náttúruna.

Einnig vill nefndin ítreka og leggur mikla áherslu á að notast verði við fyrirliggjandi rammaskipulag sem gert var fyrir Suðurhálendið og kynnt var fyrir umsjónarmanni Landsskipulagsins í upphafi en virðist ekki hafa verið haft til hliðsjónar í framlagðri skýrslu.

10.Neyðarlínan, mastur á vatnstanki

1408014

Neyðarlínan óskar eftir leyfi til að reisa sendimastur ofan á núverandi vatnstank á Hellu til bætingar á fjarskiptum.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

11.Langholt, Tilkynning vegna skógræktar

1408003

Rafn A. Sigurðsson og Anna Júlíana Sveinsdóttir tilkynna með tölvupósti um að gerður hafi verið samningur við Suðurlandsskóga um nýtingu 25 hektara lands úr landi Langholts undir skógrækt. Í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 eru skógræktarsvæði ekki skilgreind sérstaklega heldur talin sem hluti af landbúnaðarnotkun.
Lagt fram til kynningar.

12.Veiðihús við Rangá, byggingarleyfi gistirými

1408017

Veiðifélag ytri Rangár óskar eftir leyfi til að byggja 18 herbergja gistiskála við veiðihús sitt á bakka Rangár. Ekki liggur fyrir deiliskipulag af umræddu svæði.
Skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði byggingarleyfi vegna framkvæmdarinnar þegar öll fullnægjandi gögn liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?