77. fundur 12. janúar 2015 kl. 09:00 - 12:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Anna María Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Har. Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Efra-Sel 2, landskipti

1501006

Indriði Björnsson hefur óskað eftir að gerð verði landskipti úr landi sínu Efra-Seli 2, landnr. 199261, skv. meðfylgjandi uppdrætti frá Landnotum. Fjórar nýjar spildur verða til við skiptin, Efra-Sel 36.907 m² og fær landnúmerið 222958, Forna-Sel 86.087 m² og fær landnúmerið 222959, Sel-Kot 34.949 m² og fær landnúmerið 222960 og Sel-Bitinn 26.041 m² og fær landnúmerið 222961. Efra-Sel 199261 verður 14,4 ha. eftir skiptin.
Skipulagsnefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi áform um landskipti.

2.Klettahraun 6 og 8, sameining lóða

1410022

Kristinn Bergsson óskar eftir að fá að sameina lóðir sínar úr landi Svínhaga, H40 og H39, núna Klettahraun 6 og Klettahraun 8.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform lóðarhafa.

3.Landsskipulagsstefna 2015-2026

1408007

Vinna við landsskipulagsstefnu 2015-2026. Fyrir liggur tillaga að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt fylgiskjölum til kynningar og umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 13. febrúar 2015.
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarfélögin þrjú sem stóðu að gerð rammaskipulags fyrir Suðurhálendið, standi sameiginlega að umsögn um fyrirliggjandi tillögu að landsskipulagsstefnu.

Nefndin leggur til að sveitarstjórn skipi 2 fulltrúa til að vinna að tillögu að umsögn. Kynningarfundur á vegum Skipulagsstofnunar er áformaður í lok janúarmánaðar. Fulltrúar sveitarfélaganna leggi drög að umsögn fyrir næsta fund skipulagsnefndar, sem áætlaður er þann 9. febrúar nk.
Gísli Gíslason frá Steinsholti kom á fundinn og skýrði út næstu skref.

4.Landmannalaugar, deiliskipulag

1310038

Rangárþing ytra stefnir að gerð deiliskipulags fyrir Landmannalaugar. Niðurstaða úr skipulagssamkeppni liggur fyrir.
Skipulagsnefnd telur að vel hafi verið staðið að kynningu og undirbúningi samkeppninnar og vinningstillagan lýsi vel þeim áherslum sem sveitarfélagið hefur sett fram.

Nefndin telur að áfram þurfi að vinna að því góða verki sem er hafið og hugað verði að undirbúningi deiliskipulags fyrir Landmannalaugar.
Gísli Gíslason vék af fundi.

5.Jarlsstaðir, breyting á aðalskipulagi vegna breytinga á landnotkun.

1302038

Sveitastjórn vinnur að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra á Jarlsstöðum úr landi Stóru-Valla, landnr. 205460. Um er að ræða breytingar á landnotkun, s.s. iðnaðarsvæði vegna malarnáms og steypustöðvar ásamt efnistöku úr Rangá. Einnig verður skilgreint um 50 ha svæði undir frístundabyggð.
Tillagan var auglýst frá 13.10.2014 til 27.11.2014. Athugasemdir bárust frá nærliggjandi landeiganda ásamt ábendingum frá Skipulagsstofnun.
Skipulagsnefnd telur að fram komnar ábendingar Skipulagsstofnunar varðandi stærð grannsvæðis séu þarflausar þar sem gerð sé grein fyrir grannsvæði í samræmi við önnur grannsvæði í gildandi aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Brugðist hefur verið við öðrum ábendingum Skipulagsstofnunar.

Engar þekktar fornleifar eru innan þess svæðis sem breytingin tekur til.

Ábendingar nærliggjandi landeiganda varðandi fuglalíf og lífríki á bökkum Rangár, gæludýrahald, gamlar leiðir ásamt hættu á mengun vill Skipulagsnefnd minna á að skv. lögum er óheimilt að loka gömlum þjóðleiðum og að á skipulagsuppdrætti væntanlegs deiliskipulags komi fram að ekki verði byggt nær Rangá en 50 m eins og reglugerð segi til um nema veitt verði sérstök undanþága sem Umhverfis- og auðlindaráðneytið veitir. Nefndin telur jafnframt að gæludýr á svæðinu muni ekki hafa teljandi áhrif á fuglalíf svæðisins.

Frárennslismál verða í samræmi við reglugerð um fráveitur.Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra fyrir Jarlsstaði og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar meðferðar.

6.Stóru-Vellir, breyting á aðalskipulagi

1404007

Ólöf Rún Tryggvadóttir óskar eftir því að gerð verði breyting á landnotkun á hluta af jörð sinni í aðalskipulagi Rangárþings ytra. Jörðin nefnist Fögruvellir og er um 32 ha. úr landi Stóru-Valla. Lögbýli er skráð á jörðina. Breyting verði úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Áform umsækjanda eru að fytja lögheimili sitt á jörðina á næstu árum.
Í tengslum við það var kannaður áhugi annarra á svæðinu til að gera sömu breytingar og bréf sent til lóðarhafa. Farið yfir svörun og næstu skref.
Þeir sem svarað hafi útsendu bréfi hafi allir verið sammála því að breyta landnotkun lóða sinna úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði.

Þar sem lóðarhafar á meirihluta svæðisins hafa lýst sig jákvæða gagnvart breytingu á landnotkun leggur nefndin til að tilteknu svæði verði breytt úr frístundasvæði í aðalskipulagi yfir í landbúnaðarsvæði.

Í framhaldi af því felur nefndin skipulagsfulltrúa að kalla saman lóðarhafa á svæðinu þar sem lagðar verði línur um gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

7.Svínhagi, SH5, deiliskipulag

1301032

Sigrún Erna Geirsdóttir og Kjartan Þór Halldórsson hafa fengið heimild til að deiliskipuleggja 3 ha eignarlóð sína úr landi Svínhaga, landnr. 211016.
Lóðin er skilgreind sem frístundasvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Tillagan var auglýst frá 13.10.2014 til 27.11.2014 og barst athugasemd frá Umhverfisstofnun um að setja þurfi kvaðir um aðgengi almennings meðfram læknum. Greinargerð á uppdrætti hefur verið lagfærð að teknu tilliti til athugasemdar Umhverfisstofnunar.
Undanþága liggur fyrir frá ráðuneyti vegna fjarlægðar frá Þingskálavegi.
Tillaga að bókun:

Skipulagsnefnd telur að komið hafi verið til móts við athugasemdir umsagnaraðila. Nefndin samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.
Anna María Kristjánsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu næsta máls

8.Helluvað 3, deiliskipulag

1406014

Landeigendur á Helluvaði 3, hafa fengið heimild sveitastjórnar til að fá að deiliskipuleggja part úr jörð sinni sem frístundasvæði. Gert er ráð fyrir að skipta 16 ha út úr Helluvaði 3 svæði fyrir frístundalóðir en nú þegar hefur einni frístundalóð, um 0,2 ha, verið skipt út úr jörðinni.
Gert verður ráð fyrir 6 lóðum. Svæðið eru blásnir sandmelar, mjög gróðurrýrir en lækjarfarvegur liggur um svæðið vestanvert.
Tillagan hefur verið auglýst og kynnt umsagnaraðilum. Athugasemd barst frá Umhverfisstofnun þess efnis að aðgengi almennings meðfram læknum skal ekki skerða þegar um farveginn renni vatn.
Einnig barst athugasemd frá Samgöngustofu þar sem uppbygging á svæðinu skerðir möguleika á leningu flugbrautar til NA og að einnig þurfi að taka tillit til reglna um hávaðamengun og að það skuli ekki koma niður á starfssemi flugvallarins að frístundabyggð rísi svo nálægt flugvellinum.
Skipulagsnefnd vill vekja athygli á að ekki er um að ræða lækjarfarveg á svæðinu heldur eingöngu vorleysingafarveg.

Skipulagsnefnd telur því að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
Anna María tekur aftur sæti á fundinum.

9.Litli-Klofi 6, br. á deiliskipulagi

1411078

Aðalsteinn Sigfússon og Sólveig Friðbjarnardóttir hafa fengið heimild til að leggja fram tillögu um óverulegar breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Litla-Klofa 6, samþ. 26.11.2013, fyrir lóð sína Litla-Klofa 6. Aðkomu að lóðinni yrði breytt. Samþykki lóðarhafa þeirrar lóðar sem vegurinn lægi um liggur fyrir.
Athugasemdir hafa borist frá lóðarhöfum á svæðinu þar sem líst er áhyggjum af aukinni umferð eftir tilteknum vegi og því sé þessum áformum mótmælt.
Skipulagsnefnd hafnar framkominni tillögu vegna þeirra athugasemda sem borist hafa frá nærliggjandi lóðarhöfum.

10.Rangárflatir 4, breyting á deiliskipulagi

1301010

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- athafna- þjónustu- og verslunarsvæðis við Rangárbakka á Hellu, nánar tiltekið við Rangárflatir.
Horfið var frá ákvörðun skipulagsnefndar þess efnis að um óverulega breytingu yrði að ræða þar sem breytingar urðu viðameiri en ráð var fyrir gert í upphafi.
Breyting á stækkun þjónustusvæðis hefur tekið gildi í aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar að vinna áfram að tillögunni.

11.Gaddstaðaflatir deiliskipulag

1501005

Rangárþing ytra stefnir á að hefja skipulagsferli á svæðinu sunnan og austan við hótel Stracta. Skipulagt verður svæði fyrir hesthús og fleira ásamt nánara skipulagi vegna ýmisskonar mótshalda. Staðsetning á framtíðar hreinsivirki fyrir fráveitu verði einnig fyrirkomið.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar að vinna áfram að tillögunni.

12.Svínhagi SH-17, byggingarleyfi

1405020

Drífa Kristjánsdóttir og Björn Þorgrímsson hafa fengið leyfi til að byggja 200 m² einbýlishús á lóð sinni nr. SH-17 úr landi Svínhaga. Deiliskipulag tók gildi 14.10.2014 fyrir tiltekna spildu.
Við eftirlit byggingarfulltrúa kom í ljós að staðsetning umrædds mannvirkis er ekki eins og skipulag segir til um heldur hefur grunnur mannvirkisins verið settur utan við skipulagðan byggingarreit og því samræmist staðsetning ekki við lögbundin fjarlægðarmörk skv. gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð. Vegna aðstæðna sem upp hafa komið leitaði byggingarfulltrúi eftir undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar. Neikvæð umsögn Skipulagsstofnunar liggur fyrir fundinum.
Lagt fram til kynningar þar sem niðurstaða ráðuneytis hefur ekki borist fyrir fundinn.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?