66. fundur 03. febrúar 2014 kl. 09:00 - 12:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Guðfinna Þorvaldsdóttir aðalmaður
  • Anna María Kristjánsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Har. Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Lunansholt 2, land 3, 4 og 5, Deiliskipulag

1303015

Stefán Þ. Ingólfsson, eigandi lands nr. 3 og Sævar Kristinsson, fyrir hönd Fjólu Pálsdóttur og Jóhönnu H. Oddsdóttur, eigenda landa nr. 4 og 5 í landi Lunansholts 2, hafa fengið heimild til deiliskipulagsgerðar. Deiliskipulagið tekur til 85,8 ha lands og verða tvö svæði skilgreind sem frístundasvæði samtals um 13 ha. Restin verður áfram í landbúnaðarnotum. Samhliða auglýsingu á tillögunni var auglýst breyting á aðalskipulagi. Tillagan var auglýst frá 10.10.2013 til 22.11.2013 og bárust engar athugasemdir. Tiltekin breyting á aðalskipulaginu hefur verið afgreidd til birtingar í B-deild.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

2.Vatnshólar, deiliskipulag

1309025

Steinsholt fyrir hönd sumarbústaðafélags Vatnshóla hefur fengið heimild til að gera breytingar á deiliskipulagi fyrir frístundasvæðið Vatnshóla úr landi Árbæjarhellis. Núgildandi deiliskipulag er síðan 1994. Athugasemd hefur borist frá landeiganda innan svæðis þar sem gerðar eru athugasemdir við girðingarmál og lóðastærðir innan spildu hans.
Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 3.12.2013 að tillagan yrði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.
Skipulagsnefnd telur að einstakir landeigendur innan sumarhúsafélags verði að eiga sín mál við félagið þegar um ágreining er að ræða varðandi skipulagsmál fyrir svæðið í heild. Í ljósi þess að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi er lögð fram í nafni sumarhúsafélagsins á svæðinu, skv. ákvörðun félagsins á aðalfundi, ítrekar skipulagsnefndin fyrri afgreiðslu sína og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

3.Smávirkjun við Laufafell

1310003

Neyðarlínan ohf hefur fengið heimild til skipulagsgerðar við Laufafell vegna byggingar á vatnsaflsvirkjun til reksturs fjarskiptastöðvar þeirra við Laufafell. Lýsingin hefur verið kynnt skv. skipulagslögum og meðfylgjandi tillaga að deiliskipulagi tekur mið af þeim.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Rangárþing eystra, beiðni um umsögn vegna aðalskipulags.

1311043

Skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna tillögu að aðalskipulagi fyrir Rangárþing eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd veitti umsögn um lýsingu á fundi 2. desember sl. án athugasemda.
Um er að ræða breytta landnotkun við Skóga (Fossbúð)þar sem svæði fyrir þjónustustofnanir verður breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu.
Lagt fram til kynningar.

5.Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps

1401014

Skipulagsfulltrúi Skeiða- og Gnúpverjahrepps óskar eftir umsögn um fyrirliggjandi lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Um er að ræða breytingu vegna stækkunar Búrfellsvirkjunar um allt að 140 MW.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu.

6.Selás deiliskipulag íbúðabyggðar

1311015

Jón Ágúst Reynisson hefur fengið heimild til að deiliskipuleggja land sitt undir íbúðabyggð. Ekki varð af gildistöku deiliskipulagstillögunnar sem unnið var að á árinu 2010 og þarf því að endurauglýsa tillöguna. Tillagan var auglýst frá 19.12.2013 til og með 31.1.2014 og bárust engar athugasemdir. Samhliða var kallað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Hagi v/Selfjall 1, breyting á deiliskipulagi

1401023

Rannveig Björg Jónsdóttir eigandi lóðar nr. 1 í landi Haga v/Selfjall óskar eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi í landi Haga v/Selfjall úr frístundasvæði í landbúnaðarnotkun.
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um breytingu á landnotkun. Núverandi lóð er á skilgreindu frístundasvæði skv. aðalskipulagi.

Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á fyrirliggjandi deiliskipulagi fyrir lóð sína.

8.Þjóðólfshagi 21 og 25, umsókn um breytingar á deiliskipulagi

1401024

Ágúst Rúnarsson eigandi lóða nr. 21 og 25 í landi Þjóðólfshaga óskar eftir því að deiliskipulagi verði breytt í landi Þjóðólfshaga úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Umsækjandi áformar stofnun lögbýlis á lóð sinni.
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um breytingu á landnotkun. Núverandi lóðir eru á skilgreindu frístundasvæði skv. aðalskipulagi.

Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á fyrirliggjandi deiliskipulagi fyrir lóðir sínar.

9.Baugalda 12, byggingarleyfi fyrir einbýlishús

1401020

Gunnar Theódór Hannesson óskar eftir að byggja 230 m² einbýlishús á lóð sinni Baugalda 12.
Lagðar eru fram hugmyndir hans að staðsetningu innan lóðarinnar þar sem fyrirhuguð bygging er sýnd út fyrir byggingarreit.
Skipulagsnefnd getur ekki fallist á hugmyndir umsækjanda um framlagða tillögu að staðsetningu þar sem hugmyndin samræmist ekki skilmálum svæðisins skv. gildandi deiliskipulagi. Skipulagsnefnd telur að fyrirhugað húsnæði skuli hannað þannig að það komist fyrir innan fyrirliggjandi byggingareits eins og hann er sýndur skv. deiliskipulagi.

10.Þétting byggðar lausar lóðir

1311025

Skipulagsfulltrúi hefur tekið saman þær hugmyndir sem til eru um þéttingu byggðar innan þéttbýlis á Hellu.
Lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd telur að framkomnar hugmyndir um þéttingu byggðar á Hellu séu ekki áhugaverðar. Skipulagsnefndin hefur ekki áform um þéttingu byggðar og telur að leggja þurfi frekari áherslu á að koma þeim lóðum, sem þegar eru tilbúnar til úthlutunar, á framfæri.

11.Íbúafundur um skipulagsmál

1401018

Skipulagsnefnd hefur ákveðið að halda íbúafund um skipulagsmál. Farið verði yfir skipulagsmál innan sveitarfélagsins og framtíðarhorfur.
Lagt fram til kynningar.

12.Hólavangur, Umsókn um óskipulagða lóð

1311030

Grenndarkynning vegna áforma um stofnun lóðar við Hólavang.
Skipulagsnefnd samþykkir að áform um nýtingu opins svæðis við Hólavang verði dregin til baka og felur skipulagsfulltrúa að senda bréf á sömu aðila og voru send gögn vegna grenndarkynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?