69. fundur 02. maí 2014 kl. 13:00 - 16:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Guðmundur Ingi Gunnlaugsson aðalmaður
  • Guðfinna Þorvaldsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Har. Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Svínhagi lóðir L6, L7 og L8, Landskipti

1404021

Ingi Ingvarsson fyrir hönd Litla Hofs ehf óskar eftir að fá að skipta landi sínu upp í spildur skv. meðfylgjandi uppdráttum. Lóð L6 verði skipt í 3 lóðir, L6, L6a og L6b. Lóð L7 verði skipt í 4, lóðir, L7, L7a, L7b og L7c. Lóð L8 verði skipti í 3 lóðir, L8, L8a og L8b. Eignarhald á umræddum spildum var staðfest við landskipti úr landi Svínhaga 17.12.2009.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.

2.Heiði, Heiðarnrekka og Nesbakki, landskipti

1405001

Landeigendur Heiðar, Heiðarbrekku og Nesbakka óska eftir landskiptum á milli jarðanna þar sem óskiptu landi allra jarðanna er skipt skv. meðf. uppdrætti. Allir nærliggjandi landeigendur hafa staðfest landamerki með samþykki sínu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.

3.Ölversholt 5, landskipti

1404011

Eiríkur Benjamínsson óskar eftir landskiptum úr jörðinni Ölversholt 5, landnr. 219185. Ný lóð verði 10,2 ha. að stærð og fengi landnr. XXXXXX.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.

4.Baugalda 9-13, breyting á deiliskipulagi

1311029

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á deiliskipulagi Öldur II á Hellu. Núverandi deiliskipulag er síðan 2004. Breytingin verður þannig að innan lóðar nr. 9-13 verður heimilt að byggja fjögurra íbúða raðhús í stað þriggja íbúða áður. Aðkomu bíla við endalóðir verður breytt lítillega á kostnað lóðarinnar nr. 7 við sömu götu. Íbúðirnar verða númeraðar 9, 11a, 11b og 13.
Grenndarkynning fór fram á tímabilinu 20.12.2013 - 17.1.2014 og bárust engar athugasemdir við tillöguna. Við lokaafgreiðslu Skipulagsstofnunar kom hins vegar í ljós að deiliskipulag fyrir Öldur II hefur ekki verið birt í B-deild stjórnartíðinda á sínum tíma og er því ekki í gildi.
Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulag fyrir Öldur II verði sett í lögbundið ferli og áður gerðar breytingar verði teknar með.

5.Svínhagi SH-17, deiliskipulag

1403002

Drífa Kristjánsdóttir og Björn Þorgrímsson hafa fengið heimild sveitastjórnar til að deiliskipuleggja land sitt úr landi Svínhaga merkt SH-17. Áform eru uppi um að byggja einbýlishús ásamt bílgeymslu, gestahúsum og véla- og tækjageymslu. Landið er 3,1 ha. að stærð. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Svínhagi RS-9, deiliskipulag

1404020

Deiliskipulag fyrir RS-9 úr landi Svínhaga var sett í ferli á árinu 2011 en hefur ekki verið lokið. Málið er því tekið aftur til meðferðar skv. 41. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Ketilhúshagi, lóð 47, Deiliskipulag

1212022

Lárus Einarsson hefur fengið heimild til deiliskipulagsgerðar á lóð sinni í landi Ketilhúshaga, lóð nr. 47, landnr. 218198. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Smávirkjun við Laufafell

1310003

Þórhallur Ólafsson fyrir hönd Neyðarlínunnar ohf hefur fengið heimild til skipulagsgerðar við Laufafell vegna byggingar á vatnsaflsvirkjun til reksturs fjarskiptastöðvar þeirra við Laufafell.
Tillagan var auglýst frá 10.3.2014 til 24.4.2014. Athugasemdir bárust frá Vegagerð ríkisins um samvinnu við lagningu vatnslagnar með veginum. Ekki bárust aðrar athugasemdir.
Skipulagsnefnd telur að komið hafi verið til móts við athugasemdir umsagnaraðila og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

9.Haukadalur 219699, vatnsból sett inná aðalskipulag.

1305023

Torfi Kristjánsson fyrir hönd landeigenda hefur óskað eftir því að vatnsveita verði sett inná skipulag. Starfsleyfi hefur verið veitt á vatnsveituna þar sem fyrirhugað er að eigandi Svínhaga muni nýta sér hana. Lögð er fram lýsing á skipulagsáætlunum.
Skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna og leggur til að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til ábendinga skal vera 2 vikur og skal kynna lýsinguna í staðarblaði og á heimasíðu Rangárþings ytra.

10.Fögruvellir, breyting á aðalskipulagi

1404007

Ólöf Rún Tryggvadóttir óskar eftir því að gerð verði breyting á landnotkun á hluta af jörð sinni í aðalskipulagi Rangárþings ytra. Jörðin nefnist Fögruvellir og er um 32 ha. úr landi Stóru-Valla. Lögbýli er skráð á jörðina. Breyting verði út frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Áform umsækjanda eru að fytja lögheimili sitt á jörðina á næstu árum.
Málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að fara betur yfir málið með umsækjendum.

11.Ljósleiðari frá Snjóöldufjalli að Kirkjubæjarklaustri, framkvæmdaleyfi

1404022

Orkufjarskipti hf óska eftir framkvæmdaleyfi til að leggja ljósleiðarastreng frá Snjóöldufjalli að Hörðubreiðarhálsi. Um er að ræða 1. áfanga að lögn ljósleiðara frá Snjóöldu að Kirkjubæjarklaustri.
Ljósleiðaralagning fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum.
Skipulagsnefnd samþykkir í samræmi við 13. gr skipulagslaga nr. 123/2010, að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðarastrengs þegar jákvæðar umsagnir Forsætisráðuneytis og Umhverfisstofnunar liggja fyrir. Einnig telur nefndin að leita þurfi umsagnar Fiskistofu og Veiðimálastofnunar ásamt Veiði- og fiskræktarfélagi Landmannaafréttar vegna þverunar Tungnaár.

Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfið þegar jákvæðar umsagnir liggja fyrir.

12.Áfangagil, byggingarleyfi fyrir salernis og sturtuhúsi

1404023

Birgir Leó Ólafsson fyrir hönd Áfanga ehf óskar eftir leyfi til að reisa salernis- og sturtuhús í Áfangagili. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir Áfangagil en í aðalskipulagi er það skilgreint sem fjallasel.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til allt að eins árs og fer um málsmeðferð skv. 2.6.1. gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

13.Hesthúsvegur 10, fyrirspurn um byggingarleyfi

1405002

Kristinn Scheving leggur fram fyrirspurn um hvort heimilt sé að byggja við hesthús sitt á lóð nr. 10 við Hesthúsveg. Núverandi hús verði lengt um 2 metra til austurs.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda að því tilskildu að umrætt svæði er víkjandi skv. ákvæðum aðalskipulagsins og er því umsækjandi einn ábyrgur gagnvart því hvenær tiltekin hesthúsabyggð þarf að víkja.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?