80. fundur 13. apríl 2015 kl. 09:00 - 12:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Sævar Jónsson varamaður
Fundargerð ritaði: Har. Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Heiðarbrún II, Landskipti

1503079

Valdimar Jónsson óskar eftir landskiptum úr jörð sinni Heiðarbrún II. Stofnuð verði 18.246 m² lóð úr jörðinni undir íbúðarhús. Lóðin fær landnr. 223106.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.
Haraldur Eiríksson skýrði út sína hlið áður en hann vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

2.Lýtingsstaðir landskipti

1504007

Þinglýstir eigendur Lýtingsstaða, landnr. 165121, óska eftir að skipta jörð sinni í 5 parta.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti en vekur athygli á að ekki liggja fyrir undirskriftir þinglýstra nærliggjandi landeigenda um landamerki á milli Lýtingsstaða og Raftholts annars vegar og Sumarliðabæjar hins vegar um ytri mörk jarðarinnar. Því tekur nefndin ekki afstöðu til ytri marka jarðarinnar.
Haraldur kemur aftur á fundinn
Haraldur Eiríksson víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls.

3.Landmannahellir, breyting á deiliskipulagi

1408015

Hellismenn hafa fengið heimild sveitastjórnar til að fá að breyta núgildandi deiliskipulagi fyrir Landmannahelli (Samþ. 8.4.2010). Samþykkt var á fundi skipulagsnefndar 4.9.2014 að farið yrði um málsmeðferð eins og um óverulega breytingu sé að ræða. Allir hagsmunaaðilar og umsagnaraðilar hafa lýst yfir samþykki sínu með áform umsækjanda.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til varðveislu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í B-deild stjórnartíðinda til gildistöku.
Haraldur Eiríksson kemur aftur á fundinn.

4.Gaddstaðaflatir deiliskipulag hestasvæðis

1501005

Rangárþing ytra stefnir á að hefja skipulagsferli á svæðinu næst reiðhöllinni. Skipulagt verði svæði fyrir hestatengda starfsemi.
Lagt fram til kynningar.

5.Lóð úr landi Haga við Gíslholtsvatn, 165217

1504009

Lóðarhafi hefur fengið heimild til að deiliskipuleggja lóð sína við Gíslholtsvatn, landnr. 165217. Gerð verður önnur lóð innan svæðisins og áform um að byggja sumarhús á henni. Samþykki nærliggjandi lóðarhafa liggur fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fylgiskjöl:

6.Landsvirkjun, Vindlundur á Þjórsár-, Tungnaár-svæðinu

1401025

Landsvirkjun hefur óskað eftir því við sveitastjórn að gerðar verði breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022 vegna vindmylla í Búrfellslundi, allt að 200MW vindlundi. Lagðar eru fram nýjar hugmyndir um afmörkun vindlundarins, þar sem afmörkun svæðisins verði allt innan Mannvirkjabeltis skv. svæðisskipulagi miðhálendisins.
Afgreiðslu erindisins frestað.

7.Haukadalur lóð B, deiliskipulag

1407018

Ingólfur Örn Steingrímsson hefur fengið heimild til að deiliskipuleggja land sitt, lóð B í landi Haukadals, fyrir íbúðarhús og frístundasvæði. Hluti spildunnar fellur undir landbúnað og hluti undir frístundasvæði skv. aðalskipulagi. Tillagan tekur til frístundalóða auk bygginga íbúðarhúss og skemmu. Fyrir er á landbúnaðarsvæði spildunnar gestahús og geymsla.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?