1.Ýmsar upplýsingar úr daglegum rekstri 2024
2402060
Farið yfir ýmis rekstrarmál
2.Rekstraryfirlit 2024 - SOR
2405040
Farið yfir rekstraryfirlit janúar-ágúst 2024
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri mætir og fundinn og fer yfir rekstraryfirlit frá janúar til ágúst.
Rekstur Sorpstöðvarvinnar er í jafnvægi. Tekjur Sorpstöðvarinnar eru umfram áætlun vegna aukningar á mótteknu magni á Strönd en rekstrargjöld eru heilt yfir á á áætlun.
Rekstur Sorpstöðvarvinnar er í jafnvægi. Tekjur Sorpstöðvarinnar eru umfram áætlun vegna aukningar á mótteknu magni á Strönd en rekstrargjöld eru heilt yfir á á áætlun.
3.Niðurfelling eldri innheimtukrafna Sorpstöðvarinnar
2409057
Lagður fram listi yfir kröfur að fjárhæð 364.574 kr. frá 2018 og eldri sem lokið hafa innheimtuferli án árangurs og eru fyrndar. Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir listann. Lagt til að þær verði afskrifaðar úr bókhaldi Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. Kröfurnar eru nú þegar á niðurfærslu og afskriftin hefur því ekki áhrif á rekstarniðurstöðu ársins 2024.
Stjórn samþykkir niðurfellingu á viðskiptakröfum frá árinu 2018 og eldri að upphæð 364.574 kr. þar sem innheimta hefur ekki borið árangur.
Stjórn samþykkir niðurfellingu á viðskiptakröfum frá árinu 2018 og eldri að upphæð 364.574 kr. þar sem innheimta hefur ekki borið árangur.
4.Móttaka seyru á Strönd
2409006
Stjórn þakkar Hreinisitækni ehf fyrir erindið.
Stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu b.s samþykkir að skoða möguleika á móttöku seyru á Strönd. Ljóst er að breyta þarf starfsleyfi Sorpstöðvarinnar og byggja upp aðstöðu eigi að hefja móttöku á úrganginum á Strönd. Framkvæmdastjóra og sveitarstjóra Rangárþings ytra er falið að skoða möguleika á móttöku seyru á Strönd og skoða hvaða leiðir til vinnslu og móttöku úrgangsins eru í boði og kynna fyrir stjórn. Taka þarf tillit til að Ásahreppur er þegar í öðru samstarfi um móttöku á seyru.
Stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu b.s samþykkir að skoða möguleika á móttöku seyru á Strönd. Ljóst er að breyta þarf starfsleyfi Sorpstöðvarinnar og byggja upp aðstöðu eigi að hefja móttöku á úrganginum á Strönd. Framkvæmdastjóra og sveitarstjóra Rangárþings ytra er falið að skoða möguleika á móttöku seyru á Strönd og skoða hvaða leiðir til vinnslu og móttöku úrgangsins eru í boði og kynna fyrir stjórn. Taka þarf tillit til að Ásahreppur er þegar í öðru samstarfi um móttöku á seyru.
5.Starfsmannamál 2024 - Sorpstöð Rangárvallasýslu
2409054
Fært í trúnaðarmálabók.
6.Deiliskipulag á Strönd
2409058
Stjórn samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 10:30.
Daglegur rekstur hefur gengið ágætlega það sem af er ári. Álag á starfsemina hefur aukist mikið og telur framkvæmdastjóri Sorpstöðina undirmannaða eins og stendur. Framkvæmdastjóra ásamt formanni stjórnar falið að fara yfir breytingar á starfssemi Sorpstöðvarinnar, þróun síðustu ára, stöðugildi og endurskoða starfsmannaþörf hjá Sorpstöðinni með tilliti til aukinnar flokkunar og vinnslu á Strönd.