Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri og Hulda Karlsdóttir sátu fundinn undir liðum 1-4.
1.Rekstraryfirlit 2024 - SOR
2405040
Rekstraryfirlit janúar - september 2024
Rekstraryfirlit frá janúar til september 2024 lagt fram til kynningar.
2.Rekstraráætlun 2024 - viðauki
2410089
Lagður fram viðauki við rekstraráætlun 2024.
Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2024. Helstu breytingar skv. honum er að gert er ráð fyrir að tekjur hækki um 56,9 m.kr. vegna aukins móttekins úrgangs. Þá hækka laun um 8,5 m.kr. vegna aukinna umsvifa og forfalla vegna veikinda. Hliðgjöld hjá þjónustuaðila hækka um 9,5 m.kr vegna aukins magns sem sent er frá Strönd.
Stjórn samþykkir viðaukann og vísar honum til staðfestingar aðildarsveitarfélaga.
Stjórn samþykkir viðaukann og vísar honum til staðfestingar aðildarsveitarfélaga.
3.Gjaldskrá 2025
2410088
Lögð fram tillaga að gjaldskrá 2025.
Tillaga að gjaldskrá 2025 lögð fram. Lagt er til að sorphirðu- og sorpeyðingargjöld hækki um 3,5%. Móttökugjöld á gjaldskyldum úrgangi hækka í samræmi við hækkanir á afsetningu hjá þjónustuaðilum og vegna aukins kostnaðar við meðhöndlun og vinnslu úrgangs á Strönd fyrir afsetningu.
Stjórn samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu aðildarsveitarfélaga.
Stjórn samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu aðildarsveitarfélaga.
4.Fjárhagsáætlun 2025
2410087
Fjárhagsáætlun 2025 lögð fram til samþykktar.
Fjárhagsáætlun 2025 lögð fram. Gert er ráð fyrir að tekjurnar verði 270,7 m.kr. og gjöld fyrir utan fjármagnsliði 268,1 m.kr. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 32,2 m.kr. og að fjárfestingar á árinu 2025 verði 51 m.kr.
Fjárhagsáætlun er samþykkt og vísað til staðfestingar aðildarsveitarfélaga.
Fjárhagsáætlun er samþykkt og vísað til staðfestingar aðildarsveitarfélaga.
5.Deiliskipulag á Strönd
2409058
Stjórn samþykkir að skipa hóp til að rýna og fara yfir deiliskipulagstillögu sem unnið er að fyrir móttökustöðina á Strönd.
Hópinn skipa: Haraldur Birgir byggingarfulltrúi RY. Anton Kári sveitarstjóri RE, Einar Bárðarson framkvæmdastjóri SOR og Eggert Valur Guðmundsson úr stjórn SOR.
Hópinn skipa: Haraldur Birgir byggingarfulltrúi RY. Anton Kári sveitarstjóri RE, Einar Bárðarson framkvæmdastjóri SOR og Eggert Valur Guðmundsson úr stjórn SOR.
6.Fundargerðir Sorpstöðvar Suðurlands 2024
2404105
Fundargerðir SOS nr.327 og 328 lagðar fram til kynningar.
7.Móttaka seyru á Strönd
2409006
Lögð fram drög að minnisblaði
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:45.