1.Rekstraryfirlit 2024 - SOR
2405040
Rekstraryfirlit janúar-desember 2024 lagt fram til kynningar.
Framkvæmdastjóri fór yfir rekstaryfirlit ársins 2024. Rekstur SOR er í góðu jafnvægi og er útlit fyrir að afgangur verði af starfseminni árið 2024. Skýrist það af meiri umsvifum og mótteknu magni á Strönd og auknum tekjum vegna nýrra farvega endurvinnsluefna sem sum skila í dag tekjum í stað kostnaðar.
2.Ýmsar upplýsingar úr daglegum rekstri 2024
2402060
Upplýsingar úr daglegum rekstri lagðar fram til kynningar
Framkvæmdastjóri leggur fram minnisblað um ýmis mál tengdum rekstri SOR.
Daglegur rekstur gengur með ágætum þrátt fyrir kostnaðarsamar bilanir í búnaði. Starfsemin gengur ágætlega og er unnið í að pakka og undirbúa uppsafnaðan úrgang til flutninga frá Strönd.
Mikið verk er fyrir höndum enda árið 2024 mjög annasamt og safnaðist upp úrgangur til frekari vinnslu á Strönd.
Daglegur rekstur gengur með ágætum þrátt fyrir kostnaðarsamar bilanir í búnaði. Starfsemin gengur ágætlega og er unnið í að pakka og undirbúa uppsafnaðan úrgang til flutninga frá Strönd.
Mikið verk er fyrir höndum enda árið 2024 mjög annasamt og safnaðist upp úrgangur til frekari vinnslu á Strönd.
3.Starfsmannamál 2023 - Sorpstöðin
2306040
Farið yfir starfsmannamál og mönnun Sorpstöðvarinnar.
Framkvæmdastjóri fór yfir starfsmannamál á Strönd og ljóst er að með auknum umsvifum er þörf á frekari mönnun auk betri aðstöðusköpunar.
Stjórn samþykkir að endurskoða starfslýsingar starfsmanna, unnið verði að nýju skipuriti fyrir starfssemina og haldið verði áfram með þá vinnu sem Rögn ráðgjöf lagði til. Framkvæmdastjóra og formanni stjórnar er falið að vinna málið áfram.
Stjórn samþykkir að endurskoða starfslýsingar starfsmanna, unnið verði að nýju skipuriti fyrir starfssemina og haldið verði áfram með þá vinnu sem Rögn ráðgjöf lagði til. Framkvæmdastjóra og formanni stjórnar er falið að vinna málið áfram.
4.Sorpbrennslustöð - Sorporka ehf.
2312018
Framlenging viljayfirlýsingar Sorporku ehf og Sorpstöðvar Rangárvallasýslu b.s
Stjórn samþykkir fyrirliggjandi ósk um framlengingu á viljayfirlýsingu milli Sorporku ehf og Sorpstöðvar Rangárvallasýslu b.s vegna sorpbrennslustöðvar á Strönd.
5.Samskipti við Umhverfisstofnun
1811019
Eftirlitsskýrsla og úrbótaáætlun
Stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu b.s gerir ekki efnislegar athugasemdir við eftirlit og athugasemdir Umhverfisstofnunar úr eftirlitsferð stofnunarinnar. Stjórn leggur áherslu á að úrgangsvandi er víða á Íslandi og leggur áherslu á að opinberir aðilar leiti leiða til að styðja við innviðauppbyggingu í úrgangsvinnslu. Ljóst er að úrgangshafar eru í vandræðum með úrgangstegundir og hefur Sorpstöð Rangárvallasýslu vísað úrgangi frá starfseminni sem nú er líklegt að lendi á óvöktuðum svæðum í urðun. Þar er hagur umhverfissins ekki hafður að leiðarljósi og ómögulegt að vakta svæði sem ekki eru þekktir losunarstaðir úrgangs.
6.Móttaka seyru á Strönd
2409006
Viljayfirlýsing Sorpstöðvar Rangárvallasýslu b.s og Lands og skóga um samstarf vegna seyrumóttöku á Strönd
Stjórn samþykkir viljayfirlýsinguna fyrir sitt leyti og felur framkvæmdastjóra að undirrita hana fyrir hönd Sorpstöðvar Rangárvallasýslu b.s
7.Fundargerðir Sorpstöðvar Suðurlands 2024
2404105
Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands
Fundi slitið - kl. 17:00.