Nanna sat fundinn í fjarfundi.
1.Ýmsar upplýsingar úr daglegum rekstri
2502036
Framkvæmdastjóri fór yfir minnisblað um ýmis mál tengdum rekstri SOR.
2.Framkvæmdastjóri Sorpstöð Rang. - Auglýsing
2502028
Farið var yfir þrjú tilboð frá ráðningarstofum vegna ráðningar framkvæmdastjóra SOR. Þá var farið yfir drög að auglýsingu vegna ráðningar framkvæmdastjóra.
Stjórn leggur til að samnið verði við lægstbjóðanda ráðningarstofuna Mögnum. Stjórnarformanni falið að ganga til samninga og láta auglýsa starfið.
Samþykkt samhljóða.
Stjórn leggur til að samnið verði við lægstbjóðanda ráðningarstofuna Mögnum. Stjórnarformanni falið að ganga til samninga og láta auglýsa starfið.
Samþykkt samhljóða.
3.Starfslýsingar Sorpstöð Rang. - Endurskoðun
2502029
Lagðar voru fram starfslýsingar starfsmanna SOR til kynningar. Ragnhildur hjá Rögn ráðgjöf hefur hafið störf við endurskoðun á starfslýsingunum og uppsetningu skipurits fyrir starfssemina.
4.Þjónustusamningur Sorpstöð og Rangárþing ytra - Endurskoðun
2502030
Lagður fram til kynningar þjónustusamningur SOR við Rangárþing ytra. Skoða þarf samninginn m.t.t. endurskoðunar samþykkta og skipurits.
5.Samþykktir Sorpstöð Rang. - Endurskoðun
2402056
Á fundinn mætir Steinunn Erla Kolbeinsdóttir frá Lögmönnum Suðurlandi í fjarfundi og og farið var yfir ýmis atriði sem þarf að skoða við endurskoðun á samþykktum SOR. Steinunn mun leggja fram drög að breytingum á samþykktum SOR.
6.Fundargerðabækur - tillaga um að leggja notkun þeirra niður
2501014
Lögð var fram tillaga að skoðað verði SOR bs hætti að nota fundargerðarbækur til að skrá niður fundarsókn.
Lagt til að hætt verði að nota fundargerðarbækur til staðfesta fundarsókn en haldið verði áfram að nota trúnaðarmálabækur.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að hætt verði að nota fundargerðarbækur til staðfesta fundarsókn en haldið verði áfram að nota trúnaðarmálabækur.
Samþykkt samhljóða.
Næsti stjórnarfundur SOR verður haldinn mánudaginn 17. mars kl. 16:00.
Fundi slitið - kl. 10:00.