246. fundur 07. apríl 2025 kl. 08:15 - 10:35 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Eggert Valur Guðmundsson aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundinn situr Víðir Reyr Þórsson, framkvæmdastjóri SOR.

1.Ýmsar upplýsingar úr daglegum rekstri

2502036

Víðir Reyr Þórsson nýráðinn framkvæmdastjóri SOR mætti á sinn fyrsta fund og fór yfir rekstrarmál sem tengast SOR.

Stjórn býður Víði velkomin til starfa

2.Starfslýsingar Sorpstöð Rang. - Endurskoðun

2502029

Á fundinn mætir Ragnhildur Ragnarsdóttir frá Rögn ráðgjöf og fer yfir drög að skipuriti SOR, starfslýsingunm og fleiri upplýsingar sem tengist starfssemi SOR. Stjórn samþykkir nýtt skipurit fyrir starfssemi SOR.
Stjórn felur formanni í samráði við framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

3.Samþykktir Sorpstöð Rang. - Endurskoðun

2402056

Á fundinn mætir Steinunn Erla Kolbeinsdóttir frá Lögmönnum Suðurlandi í fjarfundi
og fer yfir tillögur og hugmyndir um breytingar á samþykktum SOR.

Stjórn leggur til að Steinun skili endanlegri tillögu að breytingum á samþykktum SOR í samræmi við umræður á fundinum fyrir næsta stjórnarfund.

Samþykkt samhljóða.

4.Ársreikningur 2024

2503082

Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri fór yfir ársreikning Sorpstöðvarinnar.Samkvæmt ársreikningi gekk reksturinn ágætlega á árinu 2024. Tekjur voru hærri m.a. vegna aukningu á mótteknu úrgangsmagni og greiddri flutningsjöfnun frá Úrvinnslusjóði. Tekjurnar námu 317,5 m.kr. og gjöldin 245,3 m.kr. Afkoman var jákvæð eftir fjármagnsliði um 49,5 m.kr. Eigið fé í árslok nam 185,8 m.kr.

Ársreikningur samþykktur og áritaður af stjórn.

5.Sorpbrennslustöð - Sorporka ehf.

2312018

Lögð fram til kynningar drög að þjónustusamningi, útboðsskilmálum og auglýsingu í tengslum við viljayfirlýsingu Sorstöðvarinnar og Sorporku ehf.

Málinu frestað til næsta fundar stjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:35.