200. fundur 14. desember 2018 kl. 08:00 - 11:00 Móttökustöðinni á Strönd
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson formaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir varaformaður
  • Benedikt Benediktsson ritari
Starfsmenn
  • Ómar Sigurðsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðson

1.Vettvangsskoðun og fundur með starfsmönnum stöðvarinnar

1812025

Stjórn Sorpstöðvar kom saman´á Strönd og fundaði með starfsmönnum stöðvarinnar um ýmiss mál. Starfsmenn stöðvarinnar voru allir mættir en þeir eru Ómar Sigurðsson verkstjóri, Andri Geir Jónsson bílstjóri á sorphirðubíl, Jón E. Einarsson bílstjóri á gámabíl og Roman Jarymowicz starfsmaður móttökustöðvar.

2.Önnur mál

1810040

Fundur með umhverfisnefndum sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu.
Til fundar komu umhverfisnefndir sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu. Nefndarfólkið fékk leiðsögn um móttökustöðina á Strönd og fóru starfsmenn m.a. yfir verkskipulag og flokkun auk þess sem útisvæðin voru skoðuð. Var fundi síðan fram haldið í Hvolsvelli þar sem m.a. var rætt um leiðir til að efla kynningu á starfsemi Sorpstöðvarinnar og sorphirðu almennt í sýslunni. Ákveðið að formenn nefndanna yrðu stjórninni til aðstoðar við undirbúning á fyrirliggjandi átaki til betri og meiri flokkunar á starfssvæði stöðvarinnar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?