202. fundur 26. mars 2019 kl. 14:00 - 16:10 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson formaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir varaformaður
  • Rafn Bergsson varamaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Ómar Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri

1.Farvegur úrgangs frá Sorpstöð Rangárvallasýslu

1901059

Staða mála.
Ágúst Sigurðsson fer yfir stöðu mála varðandi úrgangsmál í Rangárvallasýslu. Gámaþjónustan tekur við öllum úrgangi sem fluttur er frá Strönd. Sorpstöð Suðurlands hefur náð þríhliða samkomulagi við urðunarstaðina Fíflholt og Stekkjarvík um tímabundna urðunarþjónustu fyrir aðila að Sorpstöð Suðurlands fram til áramóta.

2.Flokkun á lífrænum úrgangi

1901057

Staða mála
Stefnt að því að söfnun á lífrænum úrgangi geti hafist 1. maí. Gámaþjónustan hefur boðist til að taka við lífrænum úrgangi úr Rangárvallasýslu. Mikilvægt að skoðað verði með farveg lífræns úrgangs innan Rangárvallasýslu í góðri samvinnu við Landgræðsluna.

Rætt um frekari flokkun á pappír. Mikilvægt til þess að skapa verðmætari vöru. Verður gert átak á Strönd til frekari flokkunar.

3.Brennsluofn fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar

1901058

Minnisblöð og önnur gögn vegna málsins
Ágúst Sigurðsson fer yfir stöðuna. Unnið hefur verið að málinu í samvinnu við Stefán Gíslason. Fyrir liggur kostnaðargreining og frumhönnun. Mikilvægt að allir þættir séu skoðaðir t.d. varðandi móttöku og geymslu á afurðum á Strönd. Stefán Gíslason var með á fundi undir þessum lið í gegnum síma. Stjórn samþykkir að tilkynning um fyrirhugaða framkvæmd verði send Skipulagsstofnun til ákvörðunar um matsskyldu.

4.Kynningarátak

1812026

Markaðs- og kynningarfulltrúar mæta til fundar.
Eiríkur Sigurðsson markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra fer yfir kynningarmál í tengslum við Sorpstöð Suðurlands. Stjórn þakkar markaðs- og kynningarfulltrúum sveitarfélganna kærlega fyrir vel unnin störf varðandi kynningarátak fyrir sorpstöðina t.d. facebook síðu sorpstöðvarinnar. Mikilvægt er að halda áfram öflugu kynningarstarfi varðandi hin ýmsu mál í tengslum við flokkun og fyrikomulag sorpmála í sýslunni. Stefnt er að því að ýtarlegt kynningarefni varðandi sorpflokkun verði sent inn á hvert heimili í Rangárvallasýslu fyrir páska

5.Uppgræðsla á Strönd - kolefnisjöfnun

1903049

Samvinna við Landgræðsluna og fl.
Landgræðslan hefur sýnt því áhuga að fara í samvinnu við sorpstöðina um uppgræðslu og fegrun umhverfis á Strönd. Stjórn tekur vel í erindi Landgræðslunar og lýsir sig tilbúna til samstarfs.

6.Starfsmannamál

1901060

Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn.
Ágúst Sigurðsson fer yfir starfsmannamál á Strönd. Nýr starfsmaður hefur hafið störf. Stjórn býður starfsmann velkominn til starfa.
Næsti fundur ákveðinn 9. apríl kl. 14:00.

Fundi slitið - kl. 16:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?