207. fundur 13. nóvember 2019 kl. 14:00 - 17:55 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson formaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir varaformaður
  • Benedikt Benediktsson ritari
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Ómar Sigurðsson embættismaður
  • Hulda Karlsdóttir embættismaður
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Hulda Karlsdóttir
Formaður lagði til að við bættist liður 9, fundargerð SOS stjórn 285, það var samþykkt og aðrir liðir færast til í samræmi.

1.Rekstraryfirlit Sorpstöð 30092019

1911020

Rekstraryfirlit til loka sept. 2019 og viðauki 1
Rekstraryfirlit jan-okt 2019 lagt fram til kynningar.
Viðauki 1 við rekstraráætlun 2019 lagður fram og samþykktur samhljóða.

2.Gjaldskrá Sorpstöð 2020

1911019

Tillaga að gjaldskrá 2020
Lögð fram tillaga að nýrri gjaldskrá Sorpstöðvarinnar fyrir árið 2020 og var hún samþykkt samhljóða.

3.Rekstraráætlun Sorpstöð 2020

1911021

Tillaga að rekstraráætlun 2020
Rekstraráætlun fyrir árið 2020 lögð fram. Gert er ráð fyrir að tekjurnar verði 163,4 m.kr. og gjöld fyrir utan fjármagnsliði 158,4 m.kr. Gert er ráð fyrir handbært fé frá rekstri verði 36,2 m.kr. og að fjárfestingar verði 20 m.kr. Áætlunin er samþykkt samhljóða.

4.Reglur um sorphirðu

1909030

Endurskoðun samþykkta um meðhöndlun úrgangs í Rangárvallasýslu.
Endurskoðuð samþykkt um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði Sorpstöðvarinnar lögð fram. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5.Brennsluofn fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar

1901058

Staða umhverfismats o.fl.
Staða málsins kynnt. Fram kom að SOS hefur samþykkt að taka þátt í verkefninu.

6.Flokkun á lífrænum úrgangi

1901057

Staða mála varðandi Bokhasi leiðina kynnt.
Björk Brynjarsdóttir kynnti stöðu mála varðandi moltugerð með Bokhasi aðferðinni á þeim lífræna úrgangi sem safnast á svæðinu. Björk vinnur málið áfram með starfsfólki Sorpstöðvarinnar en í undirbúningi er að gera tilraun í smáum skala á Strönd.

7.Gámaplön á starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs

1904010

Staða mála
Lagt fram tölvuskeyti frá hreppsnefnd Ásahrepps varðandi aukna þjónustu á grenndarstöð við Meiri-Tungu. Í ljósi þess að ekki hefur verið tekin ákvörðun um rekstrarfyrirkomulag grenndarstöðva er afgreiðslu málsins frestað.
Svar frá Rangárþingi eystra varðandi þetta mál hefur ekki borist.
Rætt var um mönnun á grenndarstöðvum meðan á vorhreinsun stendur. Nauðsynlegt er að framtíðar skipulag varðandi grenndarstöðvar liggi fyrir um áramót. Samhliða því þarf að endurskoða þjónustustig, opnunartíma o.fl. Huldu og Ómari falið að taka saman gögn um heimsóknir á Strönd eftir árstímum og vikudögum.

8.SOS - stjórn 284

1909032

Fundargerð frá 04.09.2019
Lagt fram til kynningar

9.SOS - stjórn 285

1911032

Lögð fram til kynningar.

10.SOS - 286.stjórnarfundur

1911015

Fundargerð frá 02.10.2019
Lögð fram til kynningar
Fundargerð yfirlesin og samþykkt

Fundi slitið - kl. 17:55.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?