209. fundur 22. janúar 2020 kl. 08:15 - 11:10 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson formaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir varaformaður
  • Rafn Bergsson varamaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Ómar Sigurðsson embættismaður
  • Hulda Karlsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Hulda Karlsdóttir
Einnig sat fundinn undir lið 1, Klara Viðarsdóttir.

1.Rekstraryfirlit Sorpstöð 31.12.2019

2001031

Rekstraryfirlit jan-des 2019 lagt fram til kynningar. Farið yfir tilboð frá Íslenska gámafélaginu og Terra um móttöku úrgangs frá Strönd. Hagkvæmara tilboð barst frá Terra og var ákveðið að semja við þá til eins árs.

2.Reglur um sorphirðu

1909030

Lögð fram lokadrög af samþykkt um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.
Tillaga að endurskoðaðri samþykkt um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. lögð fram og samþykkt samhljóða. Huldu Karlsdóttir falið að koma henni í birtingu í Stjórnartíðindum.

3.Gámaplön á starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs

1904010

Lagt fram minnisblað um grenndarstöðvar og niðurstöður könnunar um opnunartíma á Strönd
Ýmsar útfærslur á grenndarstöðvum ræddar. Ákveðið að vinna að samræmingu grenndarstöðvanna þriggja á Hellu, Hvolsvelli og við Meiri-Tungu í samstarfi við sveitarfélögin.
Gerð var skoðanakönnun um opnunartíma á Strönd á fésbókarsíðu Sorpstöðvarinnar, og var þátttakan góð. Jafnfram var kannað hvernig opnnartíma er háttað hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Við tillögugerð var tekið mið af þeim upplýsingum sem söfnuðust. Lögð fram tillaga að breyttum opnunartíma á Strönd. Nýr opnunartími tekur gildi 1. mars 2020. Opnunartíminn verður eftirfarandi: apr-sept, mán-fös. kl. 13:30-18 og á lau kl. 10-16, okt-mar, mán-fim. kl. 13:30-17, fös. kl. 13:30-16 og lau kl. 11-15. Lokað verður á sunnudögum. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

4.Brennsluofn fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar

1901058

Lögð fram tillaga að drögum að matsáætlun um brennsluofn fyrir dýrahræ og dýraleifar á Strönd á Rangárvöllum. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða. Tillagan verður kynnt umsagnaraðilum og almenningi og þessum aðilum gefin að lágmarki tveggja vikna frestur til að skila athugasemdum sbr. 16.gr. reglug. nr.60/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Óskað verður eftir því við skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings ytra að koma tillögunni í áðurnefnt ferli. Jafnframt ákveðið að senda tilkynningu til ákvörðunar um matskyldu til Skipulagsstofnunar um brennslu á allt að 500t. af dýraleifum á ári, samhliða mati á umhverfisáhrifum sem nú er í vinnslu.

5.Flokkun á lífrænum úrgangi

1901057

Ræddar hugmyndir um meðhöndlun lífræns úrgangs hjá Sorpstöð Rangárvallasýslu.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?