211. fundur 04. júní 2020 kl. 08:30 - 10:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson formaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir varaformaður
  • Rafn Bergsson varamaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Ómar Sigurðsson embættismaður
  • Hulda Karlsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Hulda Karlsdóttir ritari
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir lið 1 og 2.

1.Rekstraryfirlit 2020 - Sorpstöð Rangárvallasýslu bs

2004012

Rekstraryfirlit jan-apr 2020
Rekstraryfirlit jan-apr 2020 lagt fram til kynningar

2.Ársreikningur 2019 - Sorpstöð Rangárvallasýslu

2006002

Ársreikningur 2019 lagður fram og kynntur af Klöru Viðarsdóttur. Reksturinn gekk vel á árinu og var vel í samræmi við áætlanir ársins. Hagnaður ársins var 4,4 m.kr. Eigið fé í árslok nam 187,4 m.kr. Ársreikningur 2019 samþykktur samhljóða.

3.Brennsluofn fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar

1901058

Staða mála
Verið að vinna að umhverfismati og athugasemdir eru að berast frá ýmsum aðilum. Gert er ráð fyrir að drög að frummatsskýrslu liggi fyrir 10. júní nk. Fram kom að formaður stjórnar átti fund með forstjóra Umhverfisstofnunar varðandi það millibils ástand sem skapast nú þegar förgunarleiðum fækkar varðandi dýrahræ.

4.292 stjórnarfundur SOS

2006001

Lagt fram til kynningar
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?