213. fundur 27. október 2020 kl. 13:00 - 14:45 Fjarfundur í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson formaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir varaformaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Ómar Sigurðsson embættismaður
  • Hulda Karlsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Hulda Karlsdóttir Fundarritari

1.Rekstraryfirlit 2020 - Sorpstöð Rangárvallasýslu bs

2004012

Rekstraryfirlit jan-sep 2020
Rekstraryfirlit frá janúar til september 2020 lagt fram til kynningar.

2.Rekstraráætlun Sorpstöð 2021

2010002

Drög að rekstraráætlun 2021 lögð fram.
Farið yfir drög að rekstraráætlun fyrir árið 2021. Rætt um fyrirhuguð fjárfestingaverkefni sem og einstök atriði áætlunarinnar. Framkvæmdastjóra falið að leggja fram rekstraráætlun 2021, í samræmi við umræður fundarins, á næsta fundi stjórnar. Samþykkt samhljóða.

3.Brennsluofn fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar

1901058

Staða mála
Stefán Gíslason hjá UMÍS ehf. Environice og Jón Sæmundsson hjá Verkís hafa verið í sambandi við framleiðanda brennsluofnsins og safnað saman upplýsingum um hvernig best verði staðið að uppsetningu hans og fylgibúnaði.
Drög að frummatsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum vegna uppsetningu brennsluofns fyrir dýraleifar á Strönd var send Skipulagsstofnun 16.10.2020.
Lagt fram til kynningar.

4.Gjaldskrá Sorpstöð 2020

1911019

Erindi frá Sláturfélagi Suðurlands hf. og Reykjagarði hf.
Tekið er fyrir erindi frá SS og Reykjagarði þar sem óskað er eftir rökstuðningi á gjaldsskrárhækkun vegna móttöku á sláturúrgangi og dýraleifum. Formanni stjórnar falið að svara erindinu í samræmi við minnisblað sem lagt var fram á fundinum. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin yfirlesin og staðfest með tölvupósti strax að fundi loknum.

Fundi slitið - kl. 14:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?