214. fundur 19. nóvember 2020 kl. 10:00 - 12:15 Fjarfundur í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson formaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir varaformaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Ómar Sigurðsson embættismaður
  • Hulda Karlsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Hulda Karlsdóttir embættismaður
Einnig sátu fundinn undir lið 1, Stefán Gíslason og Jón Sæmundsson.

1.Brennsluofn fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar

1901058

Staða mála.
Stefán Gíslason hjá UMÍS ehf. Environice og Jón Sæmundsson frá Verkís fara yfir stöðu mála varðandi uppsetningu brennsluofns og fylgibúnaðs.
Farið yfir áætlað magn úrgangs sem gera má ráð fyrir að fari í brennslu.
Ágústi, Huldu, Ómari, Stefáni og Jóni falið að funda með forsvarsmönnum Sláturfélags Suðurlands, Reykjagarðs og Sláturhússins á Hellu til að fá skýrari upplýsingar um áætlað magn og tegundir úrgangs frá þessum aðilum.

2.Rekstraryfirlit 2020 - Sorpstöð Rangárvallasýslu bs

2004012

Rekstraryfirlit jan-okt 2020
Rekstraryfirlit frá janúar til október 2020 lagt fram til kynningar

3.Gjaldskrár Sorpstöðvarinnar

1811016

Tillaga að gjaldskrá 2021
Lögð fram tillaga að nýrri gjaldskrá Sorpstöðvarinnar fyrir árið 2021 og hún samþykkt samhljóða.
Jafnframt er HK falið að taka saman heildarkostnað við heimsenda gáma og leggja fram á næsta fundi.

4.Rekstraráætlun Sorpstöð 2021

2010002

Tillaga að rekstraráætlun 2021.
Rekstraráætlun fyrir 2021 lögð fram. Gert er ráð fyrir að tekjurnar verði 173,7 m.kr. og gjöld fyrir utan fjármagnsliði 170,2 m.kr. Gert er ráð fyrir að handbært fé frá rekstri verði 38,9 m.kr. og að fjárfestingar verði 20 m.kr.
Áætlunin samþykkt samhljóða.

5.Reglur um sorphirðu

1909030

Lögð fram til kynningar samþykkt um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. sem birt var í Stjórnartíðindum 10.11.2020.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt rafrænt með SIGNET.IS

Fundi slitið - kl. 12:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?