216. fundur 13. apríl 2021 kl. 08:30 - 10:20 Fjarfundur í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson formaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir varaformaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Ómar Sigurðsson embættismaður
  • Hulda Karlsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Hulda Karlsdóttir
Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir lið 1.

1.Ársreikningur 2020

2104015

Ársreikningur 2020 lagður fram og kynntur af Klöru Viðarsdóttur. Reksturinn gekk ágætlega á árinu og voru útgjöld í samræmi við áætlanir en tekjur voru þó nokkuð yfir áætlun. Hagnaður ársins var 19,8 m.kr. Eigið fé í árslok nam 207,2 m.kr.

Ársreikningur 2020 samþykktur samhljóða.

2.Rekstraryfirlit 2021

2104013

Rekstraryfirlit jan-feb 2021
Rekstraryfirlit frá janúar til febrúar 2021 lagt fram til kynningar.

3.Ýmsar upplýsingar úr daglegum rekstri

2101057

Hulda Karlsdóttir og Ómar Sigurðsson fóru yfir ýmis atriði úr rekstri Sorpstöðvarinnar.

4.Móttökustöð og gámaplön á starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs

1904010

Sumarhreinsun - fyrirkomulag
Farið yfir fyrirkomulag á árlegri sumarhreinsun. Ákveðið að fela Huldu og Ómari að undirbúa og kynna málið og senda stjórn til staðfestingar fyrir lok vikunnar. Verið er að setja upp eftirlitsmyndavélar á grenndarstöðvar og á Strönd. Búið er að breyta innmötun í gámana á grenndarstöðum og hefur flokkun og umgengni batnað mikið.

5.Brennsluofn fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar

1901058

Staða mála
Farið yfir stöðu mála, enn er unnið að áætlun um væntanlegt magn og tegund dýraleifa í fyrirhugaðan ofn og er von til þess að þeirri vinnu ljúki fljótlega.

Þar sem tímabundið leyfi til urðunar á lífrænum úrgangi rennur út 30.6.2021 nk. hefur verið óskað eftir framlengingu á því leyfi og eru samskipti þess efnis við Umhverfisstofnun lögð hér fram til kynningar.

6.Gjaldskrár Sorpstöðvar 2021

1811016

Fyrirkomulag gjaldtöku á Strönd og endurskoðun á gjaldskrá fyrir móttökustöðina á Strönd.
Lagt fram vinnuskjal með upplýsingum um fyrirkomulag gjaldtöku á gámasvæðum í nágrannasveitarfélögum. Kostnaður við að koma úrgangi frá Strönd hefur hækkað mikið á undanförnum mánuðum og því nauðsynlegt að endurskoða gjaldskrá Sorpstöðvarinnar. Sjórn leggur til að gerð verði verðkönnun hjá Terra og Íslenska gámafélaginu um móttöku úrgangs. Með hliðsjón af þeirri verðkönnun og vinnuskjalinu verði á næsta fundi stjórnar lögð fram tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá. Jafnframt verður í sumar gerð könnun á nýtingu opnunartíma móttökustöðvarinnar á Strönd.

Samþykkt samhljóða

7.Samskipti við Umhverfisstofnun

1811019

Úrbótaáætlun og lokaskýrsla vegna eftirlits á Strönd.
Lokaskýrsla vegna eftirlits á Strönd og úrbótaáætlun lögð fram til kynningar.

8.299. stjórnarfundur SOS

2104017

Fundargerð SOS frá 24. janúar lögð fram til kynningar.

9.300. stjórnarfundur SOS

2104018

Fundargerð SOS frá 22. febrúar lögð fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og staðfest rafrænt í gegnum SIGNET.IS

Fundi slitið - kl. 10:20.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?