Í upphafi fundar lagði formaður til að við bætist liður 9. Aðgerðaáætlun Suðurlands í sorpmálum. Samþykkt samhljóða.
1.Ýmsar upplýsingar úr daglegum rekstri
2101057
Hulda Karlsdóttir og Ómar Sigurðsson fara yfir ýmis rekstrarmál
Ómar og Hulda fara yfir ýmis rekstrarmál.
2.Starfsmannamál
1901060
Ákveðið að auglýsa eftir framkvæmdastjóra á Strönd í samræmi við starfslýsingu sem lá fyrir fundinum.
3.Rekstraryfirlit 2021 -
2104013
Rekstraryfirlit janúar til september 2021
Rekstraryfirlit frá janúar til september 2021 lagt fram.
4.Rekstraráætlun Sorpstöð 2022
2111003
Tillaga að rekstraráætlun 2022
Rekstraráætlun 2022 lögð fram. Gert er ráð fyrir að tekjurnar verði 189,6 m.kr. og gjöld fyrir utan fjármagnsliði 194 m.kr. Gert er ráð fyrir að handbært fé frá rekstri verði 30,9 m.kr. og fjárfestingar verði 27 m.kr. Samþykkt samhljóða.
Framkvæmdastjóra falið að taka saman greinargerð um reynsluna af fyrirkomulagi sorphirðu. Jafnframt er framkvæmdastjóra falið að gera verðkönnun við útvistun verkefnisins sbr. við eigin reynslu við reksturinn.
Framkvæmdastjóra falið að taka saman greinargerð um reynsluna af fyrirkomulagi sorphirðu. Jafnframt er framkvæmdastjóra falið að gera verðkönnun við útvistun verkefnisins sbr. við eigin reynslu við reksturinn.
5.Brennsluofn fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar
1901058
Farið yfir stöðu mála
Lagt fram minnisblað um stöðu mála. Lögð hefur verið mikil vinna í þarfagreiningu og greiningu á kostnaði við uppsetningu á brennsluofni fyrir dýrahræ.
Í ljósi stefnu stjórnvalda um meðferð úrgangs og hugmynda um hátæknibrennslu samþykkir stjórn að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um fjármögnun verkefnisins, enda áætlað að þjónustusvæðið verði mun stærra en núverandi starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.
Í ljósi stefnu stjórnvalda um meðferð úrgangs og hugmynda um hátæknibrennslu samþykkir stjórn að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um fjármögnun verkefnisins, enda áætlað að þjónustusvæðið verði mun stærra en núverandi starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.
6.Móttökustöð og gámaplön á starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs
1904010
Lagt fram minnisblað um breyttan opnunartíma á Strönd
Lögð fram tillaga að breyttum opnunartíma. Frá og með 1. apríl 2022 verði opið alla virka daga frá kl. 13-17. Á laugardögum frá kl. 11-15. Frá apríl til september verði lengri opnunartími á laugardögum frá kl. 10-16 og einn dag í viku n.t.t. á miðvikudögum til kl. 18:30. Við tillögugerð var tekið mið af skráðum komum á Strönd og opnunartíma hjá nágranna sveitarfélögum. Samþykkt samhljóða.
7.Gjaldskrár Sorpstöðvar 2021
1811016
Lagt fram minnisblað vegna upptöku aðgangskorta
Lagðar fram tillögur að upptöku aðgangskorta að móttökustöðinni á Strönd þann 1.1.2022. Lagt er til að allir fasteignaeigendur sem greiða sorpeyðingargjöld fái hvert ár úthlutað korti með 5m3 inneign fyrir losun á gjaldskyldum úrgangi. Samþykkt samhljóða.
8.Flokkun á lífrænum úrgangi
1901057
Samstarfssamningur til kynningar
Samstarfsamningur um jarðgerð með Bokashi aðferð lagður fram til kynningar.
9.Aðgerðaáætlun Suðurlands í sorpmálum
2101050
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi.
Lagt fram til kynningar
10.304. stjórnarfundur SOS
2111001
Fundargerð SOS frá 21. ágúst lögð fram til kynningar
11.305. stjórnarfundur SOS
2111002
Fundargerð SOS frá 21. September lögð fram til kynningar
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 16:00.