220. fundur 11. mars 2022 kl. 08:30 - 10:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson formaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir varaformaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Hulda Karlsdóttir embættismaður
  • Einar Bárðarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hulda Karlsdóttir Fundarritari
Stjórn Sorpstöðvar býður Einar Bárðarson nýráðinn framkvæmdastjóra Sorpstöðvarinnar sérstaklega velkominn til fundar.

1.Rekstraryfirlit 2021 -

2104013

Rekstraryfirlit jan-des 2021
Rekstraryfirlit fyrir árið 2021 lagt fram. Er það gert með fyrirvara um breytingar vegna uppgjörs fyrir 2021 en því er ekki lokið.

2.Rekstraryfirlit 2022

2203022

Rekstraryfirlit í janúar 2022
Rekstraryfirlit í janúar 2022 lagt fram til kynningar.

3.Ýmsar upplýsingar úr daglegum rekstri

2101057

Hulda Karlsdóttir fer yfir ýmis rekstrarmál.

4.Sorphirða

2203024

Lögð fram greinargerð um sorphirðu.
Drög að greinargerð um sorphirðu lögð fram til kynningar og umræðu. Greinargerð verður lögð fram í lokaúttgáfu á næsta fundi. Stjórnarmenn koma með athugasemdir milli funda. Greinargerðin verður síðan kynnt sveitarstjórnum aðilarsveitarfélaga í kjölfar næsta fundar stjórnar SOR.

5.Hringrásarhagkerfið - breytt úrgangsstjórnun

2203028

Sorpstöðin samþykkir að taka þátt í verkefninu "Samtaka um hringrásarhagkerfi"
og þar með eftirtöldum verkefnum: Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri í ákvarðanatöku; Kaup í anda hringrásarhagkerfisins - innkaup í úrgangsstjórnun sveitarfélaga; Borgað þegar hent er kerfi heim í hérað. Einar Bárðarson mun taka þátt í kynningarfundi f.h. Sorpstöðvarinnar. Samþykkt samhljóða.

6.Fundargerðir Sorpstöðvar Suðurlands

2203021

308. stjórnarfundur SOS - fundargerð lögð fram til kynningar
309. stjórnarfundur SOS - fundargerð lögð fram til kynningar
Lagt fram til kynningar
Fundargerð yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?