222. fundur 27. júní 2022 kl. 08:15 - 10:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Eggert Valur Guðmundsson aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Einar Bárðarson
  • Klara Viðarsdóttir
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Klara Viðardóttir fjármálastjóri

1.Stjórn skiptir með sér verkum

2206058

Kosning formanns, varaformanns og ritara
Tillaga er um að Eggert Valur Guðmundsson verði formaður, Nanna Jónsdóttir varaformaður og Tómas Birgir Magnússon ritari.

Samþykkt samhljóða

2.Rekstraryfirlit 2022

2203022

Rekstraryfirlit janúar til maí 2022
Rekstraryfirlit frá janúar til mars lagt fram til kynningar. Reksturinn er í ágætis jafnvægi. Launakostnaður er undir áætlun en vegna aukinnar verðbólgu eru fjármagnsliðir yfir áætlun eftir fyrstu 5 mánuði ársins.

3.Ýmsar upplýsingar úr daglegum rekstri

2101057

Farið yfir ýmis rekstrarmál
Einar Bárðarson fór yfir ýmis rekstrarmál. Stjórn ræddi framtíðarsýn og stefnumótun í málaflokknum. Framkvæmdarstjóra falið að taka saman gögn frá fyrri þjónustukönnun og leggja fyrir stjórn og undirbúa nýja þjónustukönnun.

4.Brennsluofn fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar

1901058

Farið yfir stöðu mála.
Framkvæmdastjóra falið að taka saman minnisblað um stöðu verkefnisins og þá valkosti sem skoðaðir hafa verið og leggja fyrir stjórn. Stjórn ræddi framtíðarfyrirkomulag á afsetningu á dýrahræjum. Ákveðið að fá Stefán Gíslason á næsta fund stjórnar til að kynna stöðu verkefnisins.

5.Sorphirða

2203024

Farið yfir stöðu mála.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu sorphirðu. Unnið er eftir sorphirðudagatali. Rætt var um kosti og galla núverandi fyrirkomulags. Stjórn hvetur íbúa til að taka virkan þátt í flokkun sem til lengri tíma skilar sér í lægri sorpgjöldum.

6.Gjaldskrár Sorpstöðvar

1811016

Farið yfir gjaldskrá við móttöku úrgangs á Strönd.
Gjaldskrá Sorpstöð Rangárvallasýslu lögð fram til kynningar. Stjórn samþykkir að skoða breytingar á gjaldskrá í tengslum við fjárhagsáætlunargerð vegna ársins 2023.

7.Fundargerðir Sorpstöðvar Suðurlands

2203021

311. stjórnarfundur SOS
Fundargerð lögð fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?